Pressa á Kim og Moon að ná árangri á þriðja fundi sínum Þórgýr Einar Albertsson skrifar 19. september 2018 06:45 Leiðtogarnir, Moon Jae-in og Kim Jong-un, horfa djúpt í augu hvor annars í Pjongjang í gær. Vísir/Getty Norður-Kórea Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, heimsótti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un í höfuðborginni Pjongjang í gær. Leiðtogarnir funduðu í gær og fara dagurinn í dag og morgundagurinn einnig í viðræður. Þetta er þriðji leiðtogafundur grannríkjanna á stuttum tíma, eftir að nokkur þíða komst í samskipti ríkjanna um áramótin. Norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA greindi frá heimsókninni í örstuttri frétt í gærmorgun þar sem fram kom að leiðtogarnir ætluðu að vinna að innleiðingu samkomulagsins sem náðist í landamærabænum Panmunjom í vor. Þar sammæltust Kim og Moon meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun skagans. Leiðtogarnir héldu sameiginlegan blaðamannafund í gær áður en þeir héldu til fundar í höfuðstöðvum norðurkóreska Verkamannaflokksins. Kim fór fögrum orðum um nágranna sinn, þakkaði honum fyrir hans hlut í að koma á viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Þökk sé viðræðunum við Bandaríkin að ástandið á svæðinu er orðið stöðugra og enn er búist við frekari árangri. Ég vil enn á ný tjá þakklæti mitt fyrir vinnu Moon forseta,“ sagði einræðisherrann og bætti því við að sér fyndist hann vera orðinn afar náinn suðurkóreska forsetanum, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Moon sagði ferlið allt byggjast á ákvörðun Kim. „Ég vil þakka Kim formanni fyrir viðleitni sína til að opna á nýja tíma. Við finnum fyrir þeirri miklu byrði, þeirri miklu ábyrgð, sem við höfum,“ sagði forsetinn. Suðurkóreski miðillinn Chosun Ilbo sagði gríðarlega pressu á Moon Jae-in að ná raunverulegum árangri í kjarnorkumálum. Þar að auki myndu leiðtogarnir ræða bætt samskipti og samstarf á sviði efnahagsmála. Chosun Ilbo benti á að fyrri fundir leiðtoganna, og einnig fundur Kims með Bandaríkjaforseta í júní, hefðu skilað loforðum um að kjarnorkuafvopnun væri markmið en litlum mælanlegum árangri öðrum en að kjarnorkuprófunarsvæði sem talið er að hafi ekki einu sinni verið í nothæfu ástandi lengur var sprengt upp. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Sjá meira
Norður-Kórea Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, heimsótti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un í höfuðborginni Pjongjang í gær. Leiðtogarnir funduðu í gær og fara dagurinn í dag og morgundagurinn einnig í viðræður. Þetta er þriðji leiðtogafundur grannríkjanna á stuttum tíma, eftir að nokkur þíða komst í samskipti ríkjanna um áramótin. Norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA greindi frá heimsókninni í örstuttri frétt í gærmorgun þar sem fram kom að leiðtogarnir ætluðu að vinna að innleiðingu samkomulagsins sem náðist í landamærabænum Panmunjom í vor. Þar sammæltust Kim og Moon meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun skagans. Leiðtogarnir héldu sameiginlegan blaðamannafund í gær áður en þeir héldu til fundar í höfuðstöðvum norðurkóreska Verkamannaflokksins. Kim fór fögrum orðum um nágranna sinn, þakkaði honum fyrir hans hlut í að koma á viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Þökk sé viðræðunum við Bandaríkin að ástandið á svæðinu er orðið stöðugra og enn er búist við frekari árangri. Ég vil enn á ný tjá þakklæti mitt fyrir vinnu Moon forseta,“ sagði einræðisherrann og bætti því við að sér fyndist hann vera orðinn afar náinn suðurkóreska forsetanum, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Moon sagði ferlið allt byggjast á ákvörðun Kim. „Ég vil þakka Kim formanni fyrir viðleitni sína til að opna á nýja tíma. Við finnum fyrir þeirri miklu byrði, þeirri miklu ábyrgð, sem við höfum,“ sagði forsetinn. Suðurkóreski miðillinn Chosun Ilbo sagði gríðarlega pressu á Moon Jae-in að ná raunverulegum árangri í kjarnorkumálum. Þar að auki myndu leiðtogarnir ræða bætt samskipti og samstarf á sviði efnahagsmála. Chosun Ilbo benti á að fyrri fundir leiðtoganna, og einnig fundur Kims með Bandaríkjaforseta í júní, hefðu skilað loforðum um að kjarnorkuafvopnun væri markmið en litlum mælanlegum árangri öðrum en að kjarnorkuprófunarsvæði sem talið er að hafi ekki einu sinni verið í nothæfu ástandi lengur var sprengt upp.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent