Það er sama teymi og kom að laga - og textasmíðum á síðustu plötu Helga, Veröldin er ný. Eitt laganna á nýju plötunni er samið af þeim Helga og Pétri Benediktssyni.
Heiti plötunnar vísar í samnefnt lag á plötunni. Hugurinn leitar út í heim og er óvissan látin ráða því hvert farið er næst með því að stoppa hnöttinn með puttanum.
Fjöldi tónlistarmanna koma að gerð plötunnar, en þungamiðja hljóðfæraleiks er í höndum þessara:
Guðmundur Óskar Guðmundsson (bassi, hljómborð, raddir)
Örn Eldjárn (gítarar, raddir)
Tómas Jónsson (hljómborð)
Magnús Trygvason Eliassen (trommur)
Upptökur fóru fram fyrr á þessu ári í Hljóðrita, Masterkey Studios og í Studio Sjampó og upptökustjórn var í höndum Helga og Guðmundar Óskars.
Lagalistinn:
Einn af okkar allra bestu mönnum
Ég stoppa hnöttinn með puttanum
Vængir
Við dönsuðum á húsþökum
Strax í dag
Ástin sefar
Villingar
Bankarán
Platan er komin í helstu plötubúðir, tónlistarveitur og vefverslun aldamusic.is.
