Fyrirheit stjórnvalda skiptu sköpum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. september 2018 06:45 Suðurkóreska leikjafyrirtækið Pearl Abyss sér engar breytingar fyrir sér á uppbyggingu CCP hér á landi í kjölfar kaupanna. Vísir/Eþór Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir áætlanir stjórnvalda hafa skipt miklu máli í söluferli tölvuleikjaframleiðandans enda hafi kaupandinn, suðurkóreska leikjafyrirtækið Pearl Abyss, skoðað á síðustu metrunum bæði stjórnarsáttmála og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Sú staðreynd að fram kemur í fjármálaáætlun að lyfta eigi af þökum vegna endurgreiðslu á rannsóknar- og þróunarkostnaði var stórt atriði fyrir alla aðila og hafði áhrif á niðurstöðuna og mun halda áfram að hafa áhrif á uppbyggingu CCP í Reykjavík,“ segir Hilmar Veigar. Risakaup suðurkóreska fyrirtækisins á CCP fyrir jafnvirði 48 milljarða króna eru mikil viðurkenning fyrir íslenska hugverkageirann, að mati Tryggva Hjaltasonar, framleiðanda hjá CCP og nýkjörins formanns hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins. „Salan setur okkur að mörgu leyti á kortið og er vonandi upphafið að einhverju stóru. Hún staðfestir að stórt tölvuleikjafyrirtæki, sérfræðingar í þessum bransa, telur að hugvit sem var byggt upp alfarið hér á landi sé 48 milljarða króna virði,“ segir Tryggvi.Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP.Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður nýsköpunar hjá Arion banka, segir söluna á CCP sýna að hægt sé að búa til tugmilljarða króna fyrirtæki á Íslandi. „Það eru að verða til æ fleiri fyrirtæki hér á landi sem byggja á hugviti. Fyrirtæki sem hafa skalanleg viðskiptamódel og eiga heima á alþjóðamarkaði. Það eru þau fyrirtæki sem við munum vonandi eiga mikið undir sem þjóð,“ nefnir Einar Gunnar. Tilkynnt var um kaup suðurkóreska tölvuleikjafyrirtækisins, sem er framleiðandi fjölspilunarleiksins Black Desert Online, á öllu hlutafé í CCP síðasta fimmtudag. Um er að ræða stærstu sölu á íslensku tæknifyrirtæki frá upphafi. Verðmiðinn, 425 milljónir dala, er um 10 milljónum dala hærri en verðmiði Decode þegar fyrirtækið var selt til bandaríska lyfjaframleiðslufyrirtækisins Amgen árið 2012. Verðið í þeim viðskiptum nam 415 milljónum dala eða sem jafngildir tæplega 47 milljörðum króna miðað við núverandi gengi. Hilmar Veigar segir að áhugavert hafi verið að sjá hvernig kaupandinn lagðist í vinnu við að meta stöðugleika stjórnvalda og líkurnar á því að stjórnvöld myndu standa við fyrirheit sín um að afnema endurgreiðsluþakið. Félagið hafi meðal annars haft samband við sérfræðinga innanlands til þess að framkvæma umrætt mat. „Á endanum töldu þeir að þessar áætlanir stjórnvalda væru nógu áreiðanlegar til þess að taka tillit til þeirra í þessu ferli. Eins og ég hef sagt oft áður: við störfum í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi og þar skiptir gríðarlega miklu máli hversu samkeppnishæft umhverfi stjórnvöld smíða, sérstaklega þegar kemur að þáttum eins og stuðningi við rannsóknir- og þróunarstarf,“ segir Hilmar Veigar.Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður nýsköpunar hjá Arion banka.CCP og önnur nýsköpunarfyrirtæki hafa lengi kallað eftir því að umræddu þaki verði lyft af, rétt eins og gert hefur verið í mörgum samkeppnislöndum Íslands, en þau segja þakið senda þau röngu skilaboð að um leið og fyrirtæki stækka eigi þau betur heima annars staðar en hér á landi.Loforð ríkisins hafði áhrif Tryggvi segir að í hugverkageiranum skipti það miklu máli að umhverfið sé alþjóðlega samkeppnishæft. „Stærsta einstaka aðgerðin sem stjórnvöld geta ráðist í til þess að gera Ísland samkeppnishæft er að afnema þak vegna endurgreiðslu á rannsóknar- og þróunarkostnaði,“ nefnir hann. „Það er eitthvað sem mörg stórfyrirtæki horfa til. Við gætum laðað hingað til lands stór, alþjóðleg verkefni með því að lyfta þakinu af. Það er til mikils að vinna enda verða þau verkefni sem koma hingað til lands eins konar „þekkingarmargfaldarar“,“ segir Tryggvi. Með hverju verkefni verði til bæði þekking og verðmæti í íslenska hagkerfinu sem að jafnaði auki líkurnar á fleiri slíkum verkefnum. „Stjórnvöld hafa heitið því í fjármálaáætlun sinni að afnema þetta þak. Það hafði áhrif við söluna,“ bendir Tryggvi á. „Þetta skiptir máli þegar fyrirtæki spyrja sig hvar þau eigi að staðsetja uppbyggingu á rannsóknum og þróun í framtíðinni. Gera þau það í íslenska hagkerfinu, því við erum samkeppnishæf, eða gera þau það í öðrum löndum því við erum ekki samkeppnishæf? Það er stóra spurningin. Salan er að setja okkur á kortið og staðfestir að umhverfið hér á landi sé að verða samkeppnishæft. Við erum allavega á leiðinni í þá áttina,“ segir Tryggvi.Stór vika í geiranum Í sömu viku og greint var frá sölunni á CCP bárust fleiri stórar fregnir úr íslenska nýsköpunarumhverfinu. Þannig var tilkynnt um að bandaríska eignastýringarfyrirtækið State Street Global Advisors hefði fjárfest í Guide to Iceland fyrir 20 milljónir dala, jafnvirði 2,3 milljarða króna, og eignast þannig 20 prósenta hlut í íslenska ferðasölufyrirtækinu. Er Guide to Iceland því metið á ríflega 11 milljarða króna í viðskiptunum.Tryggvi Hjaltason, formaður hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins.Einnig bárust fregnir af því að tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games hefði lokið tveggja milljóna dala hlutafjáraukningu en þrjú félög stóðu að fjárfestingunni: kínverski tæknirisinn Tencent, sem er á meðal tíu stærstu skráðra fyrirtækja heims, finnski fjárfestingarsjóðurinn Sisu Game Ventures og íslenski fjárfestingarsjóðurinn Crowberry Capital. Því til viðbótar tryggði hugbúnaðarfyrirtækið TripCreator sér 8 milljóna dala fjármögnun frá fjárfestum en forsvarsmenn félagsins tilkynntu um leið að þeir hefðu opnað söluskrifstofur í Lundúnum og New York en til stendur að flytja höfuðstöðvarnar til síðarnefndu borgarinnar fyrir lok ársins. Einar Gunnar segir að umrædd fjárfesting suðurkóreska leikjafyrirtækisins sem og aðrar stórar fjárfestingar í íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum á síðustu árum séu til marks um gróskuna í nýsköpunarumhverfinu. „Þetta eru ekki bara einhverjir unglingar að dúlla sér í tölvunni,“ nefnir hann. Einar Gunnar tekur sem dæmi að Datamarket hafi verið selt fyrir hátt í tvo milljarða króna árið 2014 og Greenqloud fyrir ríflega fimm milljarða í fyrra. Nú sé verið að selja CCP fyrir 46 milljarða. Á sama tíma séu Guide to Iceland og 1939 að fá erlenda fjárfestingu ásamt fleiri góðum fyrirtækjum síðastliðin tvö til þrjú ár. Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, segir söluna á CCP marka ákveðin vatnaskil. „Um er að ræða stærstu sölu tæknifyrirtækis síðan Decode var selt árið 2012. Salan vekur verðskuldaða athygli fjárfesta og fjölmiðla í hinu alþjóðlega nýsköpunarumhverfi og því fylgja dýrmæt tækifæri fyrir okkur til að nýta þann meðbyr og draga fram önnur áhugaverð fjárfestingartækifæri,“ nefnir hún. Til samanburðar bendir Tryggvi á að verðmiðinn á CCP sé um tíu milljörðum króna hærri en markaðsvirði Icelandair og jafnframt nokkuð hærri en söluverð Decode árið 2012. Nýi eigandinn ætli sér auk þess að halda áfram uppbyggingu CCP í Reykjavík og treysti jafnframt teyminu sem leiðir CCP til þess að gera það áfram. „Fyrir fyrirtæki eins og CCP, sem er umfram allt rannsóknar- og þróunarfyrirtæki, skiptir mestu máli hvar rannsóknar- og þróunarvinnan fer fram enda eru rannsóknir og þróun sá hluti af virðiskeðju fyrirtækja sem virðið eykst hvað mest í,“ útskýrir Tryggvi. „Það skiptir því máli, þegar kemur að sölu sem þessari, hvar rannsóknir og þróun munu fara fram eftir söluna. Ætlar nýi eigandinn að hafa starfsemina áfram hér á landi eða ekki? Hann hefur sagt að hann sjái engar breytingar fyrir sér á uppbyggingu fyrirtækisins hvað það varðar. Hann telur að umhverfið á Íslandi sé nógu gott til þess að standa í þeirri vinnu hér. Það er mikil viðurkenning fyrir landið,“ segir Tryggvi.Eins og svart og hvítt Einar Gunnar, sem hefur starfað við nýsköpun hjá Arion banka undanfarin ár, segir margt hafa breyst til batnaðar í nýsköpunarumhverfinu sé horft til síðustu átta ára. „Þetta ár miðað við árið 2010 er eins og svart og hvítt. Stuðningur við fyrirtækin er nú allt annar og meiri en áður, fjöldi viðburða og ráðstefna hefur stóraukist, starfandi eru þrír hraðlar og fjórir fjárfestingarsjóðir, háskólarnir hafa tekið nýsköpunarfræðslu upp á arma sína, athygli fjölmiðla er umtalsvert meiri, enda eru umsvifin orðin meiri, og aukinn fjölmiðlaáhugi gerir það vonandi að verkum að almenningur fær meiri innsýn og skilning á nýsköpunargeiranum,“ nefnir Einar Gunnar. Snjóboltinn hafi með öðrum orðum farið stækkandi. Ef rýnt er í hagtölur kemur jafnframt í ljós, að sögn Einars Gunnars, að annar útflutningur en hinar hefðbundnu útflutningsstoðir sé að aukast jafnt og þétt. „Í McKinsey-skýrslunni frá árinu 2012 var talið að ef íslenska hagkerfið ætti að geta staðið undir sterkum og viðvarandi kaupmætti þyrftum við einfaldlega að búa til meira virði í hagkerfinu. Náttúruauðlindir okkar, fiskurinn og orkan, eru í eðli sínu takmarkaðar og þá er ferðaþjónustan ekki skalanleg. Við getum ekki tekið endalaust við ferðamönnum. Hins vegar er hugvitið skalanlegt og ótakmarkað,“ nefnir Einar Gunnar. Hann segir stjórnvöld sumpart hafa hlustað á raddir úr nýsköpunargeiranum og breytt ýmsu í umhverfinu til betri vegar. „Hins vegar þarf að meitla þann stein betur hjá stjórnvöldum með virkri stefnumótun,“ tekur Einar Gunnar fram og bætir við: „Ríkisstjórnin segist leggja áherslu á nýsköpun en við höfum ekki enn séð það almennilega í verki. Hvernig ætlar ríkisstjórnin til dæmis að búa til umhverfi þannig að fleiri fyrirtæki fá betri umgjörð til að vaxa og dafna? Hvernig hyggst ríkisstjórnin tryggja það að hið hreyfanlega vinnuafl með sérþekkingu kjósi að koma til Íslands og starfa hér í eftirsóttum störfum? Við eigum eftir að fá svör við þessum spurningum,“ segir Einar Gunnar.Þekkingu ábótavant Aðspurður um helstu flöskuhálsana í nýsköpunarumhverfinu segir Einar Gunnar óvissu ríkja um með hvaða hætti stjórnvöld ætli sér að styrkja umgjörð geirans enn frekar þannig að fjárfesting, hvort sem er innlend eða erlend, leiti til sprotafyrirtækja. Ríkið skorti heildarstefnu í þessum efnum. Í öðru lagi segir Einar Gunnar takmarkað aðgengi að fjármagni hamla vexti í geiranum. „Í því sambandi skiptir miklu máli að breyta viðhorfi fjárfesta til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum. Fjárfestar þurfa að viðurkenna það fyrir sjálfum sér að, jú, peningar geta tapast. Það er verið að veðja á einhverja hesta og þeir munu ekki allir koma í mark.“ Hann segir þó jákvætt að lífeyrissjóðir hafi ákveðið að koma að fjárfestingum í geiranum, til dæmis í gegnum sjóðina Crowberry Capital, Eyri sprota og Frumtak. Almennt séð segir Einar Gunnar að helstu áskoranir sprotafyrirtækja felist í sölu- og markaðsmálum á erlendum vettvangi. „Íslendingar eru frjóir og góðir í allri þróunarvinnu en þegar kemur að því að færa hana á borð mætti margt fara betur. Aðgengi að einstaklingum og fyrirtækjum er afar gott hér á landi en svo virðist sem margir frumkvöðlar átti sig ekki á því hvað heimurinn þarna úti er stór. Þar er virðingu fyrir og þekkingu á sölu- og markaðsmálum heilt yfir nokkuð ábótavant,“ nefnir Einar Gunnar.Erfitt að finna sérfræðiþekkingu Tryggvi nefnir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunarmála, hafi sett metnaðarfulla vinnu af stað við að móta nýja heildstæða nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. „Það á eftir að koma í ljós hvað verður úr því, en miðað við vinnuna sem stjórnvöld hafa lagt í málið á að gera það vel. Það er rosalega gott merki. Mér hefur einnig fundist Þórdís skilja þennan bransa mjög vel, til dæmis miðað við hvernig hún tjáði sig opinberlega um söluna okkar.“ Aðspurður um veikleikana í umhverfinu nefnir Tryggvi meðal annars aðgang að sérfræðiþekkingu. „Við getum flutt slíka þekkingu inn en til þess þurfum við að greiða fyrir því að það sé auðvelt að laða hingað að erlenda sérfræðinga. En við getum líka byggt sérfræðiþekkinguna upp sjálf. Þar spilar menntakerfið stóra rullu. Ég má til dæmis með að hrósa Ara Kristni Jónssyni, rektor Háskólans í Reykjavík, sem hefur lyft grettistaki í þessum málum. Ég veit að mörg fyrirtæki eiga í erfiðleikum með að finna sérfræðiþekkinguna sem þarf í þessu litla hagkerfi okkar. Ég þekki ýmis dæmi þess að fyrirtæki hafa viljað setja á laggirnar ný og metnaðarfull rannsóknar- og þróunarverkefni en hafa átt í vandræðum með það þar sem það er erfitt að finna fólk í slík verkefni á Íslandi. Þá skiptir máli hve auðvelt er að laða að erlenda sérfræðinga.“ Tryggvi nefnir einnig að aðgangur að vaxtarfjármagni sé takmarkaður. Það sé helsti „akkilesarhællinn“ í rekstrarumhverfi geirans um þessar mundir. Auk þess þurfi að bæta aðgang að mörkuðum.Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.Hugverkageirinn á mikilli uppsiglingu Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, bendir á að opinberar upplýsingar um heildarfjármögnun sprotafyrirtækja það sem af er ári sýni fram á verulega aukningu á milli ára. Fréttir síðustu viku bendi jafnframt sterklega til þess að hugverkageirinn sé á mikilli uppsiglingu. „Það vekur athygli að við erum að sjá fleiri fjárfestingar í lengra komnum fyrirtækjum og þar af leiðandi hærri upphæðir í hvert skipti. Bróðurparturinn af þessu fjármagni kemur frá alþjóðlegum fjárfestum. Sú þróun er bæði jákvæð og mikilvæg fyrir nýsköpunarumhverfið því aðgangur að fjármagni á þessu stigi hefur verið ein helsta hindrun íslenskra fyrirtækja til vaxtar. Erlendum fjárfestingum fylgir síðan ekki eingöngu aukin fjármögnunargeta heldur einnig sérþekking innan ákveðinna atvinnugreina, eins og til dæmis í leikjaiðnaði og lyfjageiranum, sem styður áframhaldandi vöxt fyrirtækjanna,“ segir Salóme. „Hér á landi höfum við allt til brunns að bera til að koma á fót öflugum alþjóðlegum fyrirtækjum sem byggja á hugviti,“ bætir hún við. „Nýlega var stofnuð tækniyfirfærsluskrifstofa sem er ætlað að byggja brú á milli rannsókna og frumkvöðlastarfs og auka þannig verðmætasköpun í atvinnulífinu. Til að auka hagvöxt og fjölga störfum til framtíðar þarf að leggja áherslu á að styðja áfram við lengra komin fyrirtæki sem hafa alla burði til að verða alþjóðlega samkeppnishæf. Með markvissum hætti þarf að bæta aðgengi að vaxtarfjármagni og styðja við sókn fyrirtækja á erlenda markaði, meðal annars með fræðslu og tengingum við leiðandi sprotasamfélög erlendis. Við þurfum einnig að efla menntun á sviðum sem styðja við nýsköpunardrifinn hagvöxt. Sú áhersla sem nýsköpun fær meðal stjórnvalda skiptir miklu máli um framvindu mála. Það er í raun sama hvar stigið er niður fæti, hvort sem það er innan háskólasamfélagsins, atvinnulífsins eða meðal fjárfesta. Áhersla á nýsköpun er áþreifanleg. Við erum á góðri leið en betur má ef duga skal,“ segir Salóme. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir áætlanir stjórnvalda hafa skipt miklu máli í söluferli tölvuleikjaframleiðandans enda hafi kaupandinn, suðurkóreska leikjafyrirtækið Pearl Abyss, skoðað á síðustu metrunum bæði stjórnarsáttmála og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Sú staðreynd að fram kemur í fjármálaáætlun að lyfta eigi af þökum vegna endurgreiðslu á rannsóknar- og þróunarkostnaði var stórt atriði fyrir alla aðila og hafði áhrif á niðurstöðuna og mun halda áfram að hafa áhrif á uppbyggingu CCP í Reykjavík,“ segir Hilmar Veigar. Risakaup suðurkóreska fyrirtækisins á CCP fyrir jafnvirði 48 milljarða króna eru mikil viðurkenning fyrir íslenska hugverkageirann, að mati Tryggva Hjaltasonar, framleiðanda hjá CCP og nýkjörins formanns hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins. „Salan setur okkur að mörgu leyti á kortið og er vonandi upphafið að einhverju stóru. Hún staðfestir að stórt tölvuleikjafyrirtæki, sérfræðingar í þessum bransa, telur að hugvit sem var byggt upp alfarið hér á landi sé 48 milljarða króna virði,“ segir Tryggvi.Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP.Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður nýsköpunar hjá Arion banka, segir söluna á CCP sýna að hægt sé að búa til tugmilljarða króna fyrirtæki á Íslandi. „Það eru að verða til æ fleiri fyrirtæki hér á landi sem byggja á hugviti. Fyrirtæki sem hafa skalanleg viðskiptamódel og eiga heima á alþjóðamarkaði. Það eru þau fyrirtæki sem við munum vonandi eiga mikið undir sem þjóð,“ nefnir Einar Gunnar. Tilkynnt var um kaup suðurkóreska tölvuleikjafyrirtækisins, sem er framleiðandi fjölspilunarleiksins Black Desert Online, á öllu hlutafé í CCP síðasta fimmtudag. Um er að ræða stærstu sölu á íslensku tæknifyrirtæki frá upphafi. Verðmiðinn, 425 milljónir dala, er um 10 milljónum dala hærri en verðmiði Decode þegar fyrirtækið var selt til bandaríska lyfjaframleiðslufyrirtækisins Amgen árið 2012. Verðið í þeim viðskiptum nam 415 milljónum dala eða sem jafngildir tæplega 47 milljörðum króna miðað við núverandi gengi. Hilmar Veigar segir að áhugavert hafi verið að sjá hvernig kaupandinn lagðist í vinnu við að meta stöðugleika stjórnvalda og líkurnar á því að stjórnvöld myndu standa við fyrirheit sín um að afnema endurgreiðsluþakið. Félagið hafi meðal annars haft samband við sérfræðinga innanlands til þess að framkvæma umrætt mat. „Á endanum töldu þeir að þessar áætlanir stjórnvalda væru nógu áreiðanlegar til þess að taka tillit til þeirra í þessu ferli. Eins og ég hef sagt oft áður: við störfum í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi og þar skiptir gríðarlega miklu máli hversu samkeppnishæft umhverfi stjórnvöld smíða, sérstaklega þegar kemur að þáttum eins og stuðningi við rannsóknir- og þróunarstarf,“ segir Hilmar Veigar.Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður nýsköpunar hjá Arion banka.CCP og önnur nýsköpunarfyrirtæki hafa lengi kallað eftir því að umræddu þaki verði lyft af, rétt eins og gert hefur verið í mörgum samkeppnislöndum Íslands, en þau segja þakið senda þau röngu skilaboð að um leið og fyrirtæki stækka eigi þau betur heima annars staðar en hér á landi.Loforð ríkisins hafði áhrif Tryggvi segir að í hugverkageiranum skipti það miklu máli að umhverfið sé alþjóðlega samkeppnishæft. „Stærsta einstaka aðgerðin sem stjórnvöld geta ráðist í til þess að gera Ísland samkeppnishæft er að afnema þak vegna endurgreiðslu á rannsóknar- og þróunarkostnaði,“ nefnir hann. „Það er eitthvað sem mörg stórfyrirtæki horfa til. Við gætum laðað hingað til lands stór, alþjóðleg verkefni með því að lyfta þakinu af. Það er til mikils að vinna enda verða þau verkefni sem koma hingað til lands eins konar „þekkingarmargfaldarar“,“ segir Tryggvi. Með hverju verkefni verði til bæði þekking og verðmæti í íslenska hagkerfinu sem að jafnaði auki líkurnar á fleiri slíkum verkefnum. „Stjórnvöld hafa heitið því í fjármálaáætlun sinni að afnema þetta þak. Það hafði áhrif við söluna,“ bendir Tryggvi á. „Þetta skiptir máli þegar fyrirtæki spyrja sig hvar þau eigi að staðsetja uppbyggingu á rannsóknum og þróun í framtíðinni. Gera þau það í íslenska hagkerfinu, því við erum samkeppnishæf, eða gera þau það í öðrum löndum því við erum ekki samkeppnishæf? Það er stóra spurningin. Salan er að setja okkur á kortið og staðfestir að umhverfið hér á landi sé að verða samkeppnishæft. Við erum allavega á leiðinni í þá áttina,“ segir Tryggvi.Stór vika í geiranum Í sömu viku og greint var frá sölunni á CCP bárust fleiri stórar fregnir úr íslenska nýsköpunarumhverfinu. Þannig var tilkynnt um að bandaríska eignastýringarfyrirtækið State Street Global Advisors hefði fjárfest í Guide to Iceland fyrir 20 milljónir dala, jafnvirði 2,3 milljarða króna, og eignast þannig 20 prósenta hlut í íslenska ferðasölufyrirtækinu. Er Guide to Iceland því metið á ríflega 11 milljarða króna í viðskiptunum.Tryggvi Hjaltason, formaður hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins.Einnig bárust fregnir af því að tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games hefði lokið tveggja milljóna dala hlutafjáraukningu en þrjú félög stóðu að fjárfestingunni: kínverski tæknirisinn Tencent, sem er á meðal tíu stærstu skráðra fyrirtækja heims, finnski fjárfestingarsjóðurinn Sisu Game Ventures og íslenski fjárfestingarsjóðurinn Crowberry Capital. Því til viðbótar tryggði hugbúnaðarfyrirtækið TripCreator sér 8 milljóna dala fjármögnun frá fjárfestum en forsvarsmenn félagsins tilkynntu um leið að þeir hefðu opnað söluskrifstofur í Lundúnum og New York en til stendur að flytja höfuðstöðvarnar til síðarnefndu borgarinnar fyrir lok ársins. Einar Gunnar segir að umrædd fjárfesting suðurkóreska leikjafyrirtækisins sem og aðrar stórar fjárfestingar í íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum á síðustu árum séu til marks um gróskuna í nýsköpunarumhverfinu. „Þetta eru ekki bara einhverjir unglingar að dúlla sér í tölvunni,“ nefnir hann. Einar Gunnar tekur sem dæmi að Datamarket hafi verið selt fyrir hátt í tvo milljarða króna árið 2014 og Greenqloud fyrir ríflega fimm milljarða í fyrra. Nú sé verið að selja CCP fyrir 46 milljarða. Á sama tíma séu Guide to Iceland og 1939 að fá erlenda fjárfestingu ásamt fleiri góðum fyrirtækjum síðastliðin tvö til þrjú ár. Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, segir söluna á CCP marka ákveðin vatnaskil. „Um er að ræða stærstu sölu tæknifyrirtækis síðan Decode var selt árið 2012. Salan vekur verðskuldaða athygli fjárfesta og fjölmiðla í hinu alþjóðlega nýsköpunarumhverfi og því fylgja dýrmæt tækifæri fyrir okkur til að nýta þann meðbyr og draga fram önnur áhugaverð fjárfestingartækifæri,“ nefnir hún. Til samanburðar bendir Tryggvi á að verðmiðinn á CCP sé um tíu milljörðum króna hærri en markaðsvirði Icelandair og jafnframt nokkuð hærri en söluverð Decode árið 2012. Nýi eigandinn ætli sér auk þess að halda áfram uppbyggingu CCP í Reykjavík og treysti jafnframt teyminu sem leiðir CCP til þess að gera það áfram. „Fyrir fyrirtæki eins og CCP, sem er umfram allt rannsóknar- og þróunarfyrirtæki, skiptir mestu máli hvar rannsóknar- og þróunarvinnan fer fram enda eru rannsóknir og þróun sá hluti af virðiskeðju fyrirtækja sem virðið eykst hvað mest í,“ útskýrir Tryggvi. „Það skiptir því máli, þegar kemur að sölu sem þessari, hvar rannsóknir og þróun munu fara fram eftir söluna. Ætlar nýi eigandinn að hafa starfsemina áfram hér á landi eða ekki? Hann hefur sagt að hann sjái engar breytingar fyrir sér á uppbyggingu fyrirtækisins hvað það varðar. Hann telur að umhverfið á Íslandi sé nógu gott til þess að standa í þeirri vinnu hér. Það er mikil viðurkenning fyrir landið,“ segir Tryggvi.Eins og svart og hvítt Einar Gunnar, sem hefur starfað við nýsköpun hjá Arion banka undanfarin ár, segir margt hafa breyst til batnaðar í nýsköpunarumhverfinu sé horft til síðustu átta ára. „Þetta ár miðað við árið 2010 er eins og svart og hvítt. Stuðningur við fyrirtækin er nú allt annar og meiri en áður, fjöldi viðburða og ráðstefna hefur stóraukist, starfandi eru þrír hraðlar og fjórir fjárfestingarsjóðir, háskólarnir hafa tekið nýsköpunarfræðslu upp á arma sína, athygli fjölmiðla er umtalsvert meiri, enda eru umsvifin orðin meiri, og aukinn fjölmiðlaáhugi gerir það vonandi að verkum að almenningur fær meiri innsýn og skilning á nýsköpunargeiranum,“ nefnir Einar Gunnar. Snjóboltinn hafi með öðrum orðum farið stækkandi. Ef rýnt er í hagtölur kemur jafnframt í ljós, að sögn Einars Gunnars, að annar útflutningur en hinar hefðbundnu útflutningsstoðir sé að aukast jafnt og þétt. „Í McKinsey-skýrslunni frá árinu 2012 var talið að ef íslenska hagkerfið ætti að geta staðið undir sterkum og viðvarandi kaupmætti þyrftum við einfaldlega að búa til meira virði í hagkerfinu. Náttúruauðlindir okkar, fiskurinn og orkan, eru í eðli sínu takmarkaðar og þá er ferðaþjónustan ekki skalanleg. Við getum ekki tekið endalaust við ferðamönnum. Hins vegar er hugvitið skalanlegt og ótakmarkað,“ nefnir Einar Gunnar. Hann segir stjórnvöld sumpart hafa hlustað á raddir úr nýsköpunargeiranum og breytt ýmsu í umhverfinu til betri vegar. „Hins vegar þarf að meitla þann stein betur hjá stjórnvöldum með virkri stefnumótun,“ tekur Einar Gunnar fram og bætir við: „Ríkisstjórnin segist leggja áherslu á nýsköpun en við höfum ekki enn séð það almennilega í verki. Hvernig ætlar ríkisstjórnin til dæmis að búa til umhverfi þannig að fleiri fyrirtæki fá betri umgjörð til að vaxa og dafna? Hvernig hyggst ríkisstjórnin tryggja það að hið hreyfanlega vinnuafl með sérþekkingu kjósi að koma til Íslands og starfa hér í eftirsóttum störfum? Við eigum eftir að fá svör við þessum spurningum,“ segir Einar Gunnar.Þekkingu ábótavant Aðspurður um helstu flöskuhálsana í nýsköpunarumhverfinu segir Einar Gunnar óvissu ríkja um með hvaða hætti stjórnvöld ætli sér að styrkja umgjörð geirans enn frekar þannig að fjárfesting, hvort sem er innlend eða erlend, leiti til sprotafyrirtækja. Ríkið skorti heildarstefnu í þessum efnum. Í öðru lagi segir Einar Gunnar takmarkað aðgengi að fjármagni hamla vexti í geiranum. „Í því sambandi skiptir miklu máli að breyta viðhorfi fjárfesta til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum. Fjárfestar þurfa að viðurkenna það fyrir sjálfum sér að, jú, peningar geta tapast. Það er verið að veðja á einhverja hesta og þeir munu ekki allir koma í mark.“ Hann segir þó jákvætt að lífeyrissjóðir hafi ákveðið að koma að fjárfestingum í geiranum, til dæmis í gegnum sjóðina Crowberry Capital, Eyri sprota og Frumtak. Almennt séð segir Einar Gunnar að helstu áskoranir sprotafyrirtækja felist í sölu- og markaðsmálum á erlendum vettvangi. „Íslendingar eru frjóir og góðir í allri þróunarvinnu en þegar kemur að því að færa hana á borð mætti margt fara betur. Aðgengi að einstaklingum og fyrirtækjum er afar gott hér á landi en svo virðist sem margir frumkvöðlar átti sig ekki á því hvað heimurinn þarna úti er stór. Þar er virðingu fyrir og þekkingu á sölu- og markaðsmálum heilt yfir nokkuð ábótavant,“ nefnir Einar Gunnar.Erfitt að finna sérfræðiþekkingu Tryggvi nefnir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunarmála, hafi sett metnaðarfulla vinnu af stað við að móta nýja heildstæða nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. „Það á eftir að koma í ljós hvað verður úr því, en miðað við vinnuna sem stjórnvöld hafa lagt í málið á að gera það vel. Það er rosalega gott merki. Mér hefur einnig fundist Þórdís skilja þennan bransa mjög vel, til dæmis miðað við hvernig hún tjáði sig opinberlega um söluna okkar.“ Aðspurður um veikleikana í umhverfinu nefnir Tryggvi meðal annars aðgang að sérfræðiþekkingu. „Við getum flutt slíka þekkingu inn en til þess þurfum við að greiða fyrir því að það sé auðvelt að laða hingað að erlenda sérfræðinga. En við getum líka byggt sérfræðiþekkinguna upp sjálf. Þar spilar menntakerfið stóra rullu. Ég má til dæmis með að hrósa Ara Kristni Jónssyni, rektor Háskólans í Reykjavík, sem hefur lyft grettistaki í þessum málum. Ég veit að mörg fyrirtæki eiga í erfiðleikum með að finna sérfræðiþekkinguna sem þarf í þessu litla hagkerfi okkar. Ég þekki ýmis dæmi þess að fyrirtæki hafa viljað setja á laggirnar ný og metnaðarfull rannsóknar- og þróunarverkefni en hafa átt í vandræðum með það þar sem það er erfitt að finna fólk í slík verkefni á Íslandi. Þá skiptir máli hve auðvelt er að laða að erlenda sérfræðinga.“ Tryggvi nefnir einnig að aðgangur að vaxtarfjármagni sé takmarkaður. Það sé helsti „akkilesarhællinn“ í rekstrarumhverfi geirans um þessar mundir. Auk þess þurfi að bæta aðgang að mörkuðum.Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.Hugverkageirinn á mikilli uppsiglingu Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, bendir á að opinberar upplýsingar um heildarfjármögnun sprotafyrirtækja það sem af er ári sýni fram á verulega aukningu á milli ára. Fréttir síðustu viku bendi jafnframt sterklega til þess að hugverkageirinn sé á mikilli uppsiglingu. „Það vekur athygli að við erum að sjá fleiri fjárfestingar í lengra komnum fyrirtækjum og þar af leiðandi hærri upphæðir í hvert skipti. Bróðurparturinn af þessu fjármagni kemur frá alþjóðlegum fjárfestum. Sú þróun er bæði jákvæð og mikilvæg fyrir nýsköpunarumhverfið því aðgangur að fjármagni á þessu stigi hefur verið ein helsta hindrun íslenskra fyrirtækja til vaxtar. Erlendum fjárfestingum fylgir síðan ekki eingöngu aukin fjármögnunargeta heldur einnig sérþekking innan ákveðinna atvinnugreina, eins og til dæmis í leikjaiðnaði og lyfjageiranum, sem styður áframhaldandi vöxt fyrirtækjanna,“ segir Salóme. „Hér á landi höfum við allt til brunns að bera til að koma á fót öflugum alþjóðlegum fyrirtækjum sem byggja á hugviti,“ bætir hún við. „Nýlega var stofnuð tækniyfirfærsluskrifstofa sem er ætlað að byggja brú á milli rannsókna og frumkvöðlastarfs og auka þannig verðmætasköpun í atvinnulífinu. Til að auka hagvöxt og fjölga störfum til framtíðar þarf að leggja áherslu á að styðja áfram við lengra komin fyrirtæki sem hafa alla burði til að verða alþjóðlega samkeppnishæf. Með markvissum hætti þarf að bæta aðgengi að vaxtarfjármagni og styðja við sókn fyrirtækja á erlenda markaði, meðal annars með fræðslu og tengingum við leiðandi sprotasamfélög erlendis. Við þurfum einnig að efla menntun á sviðum sem styðja við nýsköpunardrifinn hagvöxt. Sú áhersla sem nýsköpun fær meðal stjórnvalda skiptir miklu máli um framvindu mála. Það er í raun sama hvar stigið er niður fæti, hvort sem það er innan háskólasamfélagsins, atvinnulífsins eða meðal fjárfesta. Áhersla á nýsköpun er áþreifanleg. Við erum á góðri leið en betur má ef duga skal,“ segir Salóme.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira