Mál um rekstur Trump fer fyrir dóm Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2018 21:34 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Lögsókn gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun fara fyrir dóm. 200 þingmenn Demókrataflokksins höfðuðu mál gegn forsetanum og sögðu viðskipti fyrirtækis hans við erlenda embættismenn og ríkisstjórnir brjóta gegn stjórnarskránni. Alríkisdómari hefur nú úrskurðað að málið megi fara fyrir dóm. Lögsóknin byggir á klausu stjórnarskrár Bandaríkjanna um að forseti ríkisins megi ekki taka við fjármunum frá öðrum ríkjum, án leyfis þingsins. Fyrirtæki Trump sem rekur meðal annars hótel í Washington DC, á í stöðugum viðskiptum við embættismenn og ríkisstjórnir annarra ríkja. Þjóðhöfðingjar hafa gist þar vegna funda við forsetann. Trump stendur í nokkrum dómsmálum samkvæmt Washington Post og hafa saksóknarar í Washington DC og Maryland áður höfðað mál vegna greiðslna frá erlendum ríkjum til hótels Trump. Saksóknarar í New York hafa ákært Trump fyrir að misnota góðgerðarsamtök sín og Summer Zervos, sem keppti eitt sinn í raunveruleikaþætti Trump, The Apprentice, hefur höfðað mál gegn honum fyrir meiðyrði.Þar að auki er vert að nefna Rússarannsóknina sem snýr meðal annars að því hvort að framboð Trump hafi veitt Rússum einhvers konar samstarf vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum 2016. Dómarinn Emmet G. Sullivan, skrifaði í úrskurði sínum að ef ásakanir Demókratanna reyndust réttar væri forsetinn að þiggja greiðslur erlendis frá án leyfis þingsins. Börn Trump sjá um daglegan rekstur fyrirtækisins en Trump sjálfur á það enn og hagnast af því. Lögfræðingar Trump segja að forsetinn þurfi ekki að biðja þingið um leyfi þar sem ekki sé um beinar greiðslur frá erlendum ríkjum að ræða, að minnsta ekki eins og stofnendur Bandaríkjanna hafi séð greiðslurnar fyrir sér þegar þeir skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þeir höfðu farið fram á að málið yrði fellt niður. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Lögsókn gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun fara fyrir dóm. 200 þingmenn Demókrataflokksins höfðuðu mál gegn forsetanum og sögðu viðskipti fyrirtækis hans við erlenda embættismenn og ríkisstjórnir brjóta gegn stjórnarskránni. Alríkisdómari hefur nú úrskurðað að málið megi fara fyrir dóm. Lögsóknin byggir á klausu stjórnarskrár Bandaríkjanna um að forseti ríkisins megi ekki taka við fjármunum frá öðrum ríkjum, án leyfis þingsins. Fyrirtæki Trump sem rekur meðal annars hótel í Washington DC, á í stöðugum viðskiptum við embættismenn og ríkisstjórnir annarra ríkja. Þjóðhöfðingjar hafa gist þar vegna funda við forsetann. Trump stendur í nokkrum dómsmálum samkvæmt Washington Post og hafa saksóknarar í Washington DC og Maryland áður höfðað mál vegna greiðslna frá erlendum ríkjum til hótels Trump. Saksóknarar í New York hafa ákært Trump fyrir að misnota góðgerðarsamtök sín og Summer Zervos, sem keppti eitt sinn í raunveruleikaþætti Trump, The Apprentice, hefur höfðað mál gegn honum fyrir meiðyrði.Þar að auki er vert að nefna Rússarannsóknina sem snýr meðal annars að því hvort að framboð Trump hafi veitt Rússum einhvers konar samstarf vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum 2016. Dómarinn Emmet G. Sullivan, skrifaði í úrskurði sínum að ef ásakanir Demókratanna reyndust réttar væri forsetinn að þiggja greiðslur erlendis frá án leyfis þingsins. Börn Trump sjá um daglegan rekstur fyrirtækisins en Trump sjálfur á það enn og hagnast af því. Lögfræðingar Trump segja að forsetinn þurfi ekki að biðja þingið um leyfi þar sem ekki sé um beinar greiðslur frá erlendum ríkjum að ræða, að minnsta ekki eins og stofnendur Bandaríkjanna hafi séð greiðslurnar fyrir sér þegar þeir skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þeir höfðu farið fram á að málið yrði fellt niður.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira