Markalaust í daufum borgarslag Anton Ingi Leifsson skrifar 29. september 2018 20:45 Koke og Casemiro í leiknum í kvöld sem var afar bragðdaufur. vísir/getty Ekkert mark var skorað í grannaslagnum milli Real Madrid og Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hart var barist í leiknum en það var lítið um færi. Framan af var Atletico sterkari en þegar líða fór á leikinn komst Real inn í leikinn. Ekkert mark var skorað í leiknum og skiptu því liðin stigunum bróðurlega á milli sín en sex gul spjöld fóru á loft í leiknum. Real hefur því ekki unnið í tveimur leikjum í röð og eru jafnir Barcelona á toppi deildarinnar með fjórtán stig. Atletico er með tveimur stigum minna í fjórða sætinu en í því þriðja er Sevilla með þrettán stig. Spænski boltinn
Ekkert mark var skorað í grannaslagnum milli Real Madrid og Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hart var barist í leiknum en það var lítið um færi. Framan af var Atletico sterkari en þegar líða fór á leikinn komst Real inn í leikinn. Ekkert mark var skorað í leiknum og skiptu því liðin stigunum bróðurlega á milli sín en sex gul spjöld fóru á loft í leiknum. Real hefur því ekki unnið í tveimur leikjum í röð og eru jafnir Barcelona á toppi deildarinnar með fjórtán stig. Atletico er með tveimur stigum minna í fjórða sætinu en í því þriðja er Sevilla með þrettán stig.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti