Samfylkingin vill umbyltingu í þágu barna Birgir Olgeirsson skrifar 27. september 2018 11:02 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/stefán Samfylkingin hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að gera tímasetta og fjármagnaða aðgerðaáætlun fyrir árin 2019– 2022, til að styrkja stöðu barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra hér á landi. Fjörutíu og níu aðgerðir eru lagðar fram sem ætlað er að styrkja stöðu barna. Aðgerðirnar byggjast meðal annars á rétti barna eins og hann er skilgreindur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og lögð er til samræming og eftirfylgni aðgerða í þágu barna og barnafjölskyldna. Áhersla er lögð á forvarnir, varnir gegn heimilisofbeldi og kynferðisbrotum og á bætta stöðu barna innflytjenda, barna með þroskafrávik og langveikra barna. Á samt því að lögð er áhersla á fjölskylduvænni vinnumarkað, 12 mánaða fæðingarorlof, styttri vinnuviku, lengra fæðingaorlof og betri barnabætur. „Við viljum með tillögunni setja málefni barna í forgang og skilja ekkert þeirra útundan. Við teljum mjög aðkallandi að gera tímasetta og fjármagnaða áætlun til að bæta hag og líðan barna hér á landi,“ er haft eftir Oddnýju G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vill Samfylkingin að mótaðar verði tillögur á samráðsvettvangi ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð og þjónustu við barnafjölskyldur. Gert er ráð fyrir að tillögurnar varði meðal annars styttri og sveigjanlegri vinnutíma og hvernig tryggja megi að foreldrar geti betur sinnt börnum sínum vegna veikinda þeirra eða fötlunar. Meginatriði aðgerðaáætlunarinnar eru eftirfarandi:Flutt verði frumvarp um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði.Afkoma barnafjölskyldna verði bætt, meðal annars með því að hækka barnabætur og sjá til þess að fleiri fjölskyldur fái barnabætur, nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum og niðurgreiddan hádegismat og að aðgengi allra barna og ungmenna að íþróttum og félagsstarfi verði bætt, ekki síst þeirra er búa við veikan fjárhag. Umgengnisforeldrum verði tryggður stuðningur til framfærslu og umgengni við börn sín.Sérstaklega verði hugað að stuðningi við börn innflytjenda í skólakerfinu og í heilbrigðiskerfinu.Aukinn verði stuðningur við langveik börn og börn með hegðunarvandamál, geðraskanir og þroskafrávik.Þegar í stað verði gripið til aðgerða til að vinna á biðlistum barna og ungmenna sem bíða eftir greiningu hjá barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.Fjölbreytni í meðferðarúrræðum fyrir börn með hegðunar- og vímuefnavanda verða aukin.Unnið verði að því að foreldrum standi til boða uppeldisráðgjöf og þjálfun í foreldrafærni óháð búsetu.Áhersla verði lögð á víðtækar forvarnir, svo sem heilsueflingu barna og ungmenna í samfélaginu, meðal annars með því að auka hreyfingu og bæta næringu og fæðuval barna og ungmenna.Forvarnastarf gegn hverskyns ofbeldi og vanrækslu verði eflt og stuðningur jafnframt aukinn við fjölskyldur ungmenna sem eiga í vanda vegna vímuefnaneyslu. Alþingi Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira
Samfylkingin hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að gera tímasetta og fjármagnaða aðgerðaáætlun fyrir árin 2019– 2022, til að styrkja stöðu barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra hér á landi. Fjörutíu og níu aðgerðir eru lagðar fram sem ætlað er að styrkja stöðu barna. Aðgerðirnar byggjast meðal annars á rétti barna eins og hann er skilgreindur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og lögð er til samræming og eftirfylgni aðgerða í þágu barna og barnafjölskyldna. Áhersla er lögð á forvarnir, varnir gegn heimilisofbeldi og kynferðisbrotum og á bætta stöðu barna innflytjenda, barna með þroskafrávik og langveikra barna. Á samt því að lögð er áhersla á fjölskylduvænni vinnumarkað, 12 mánaða fæðingarorlof, styttri vinnuviku, lengra fæðingaorlof og betri barnabætur. „Við viljum með tillögunni setja málefni barna í forgang og skilja ekkert þeirra útundan. Við teljum mjög aðkallandi að gera tímasetta og fjármagnaða áætlun til að bæta hag og líðan barna hér á landi,“ er haft eftir Oddnýju G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vill Samfylkingin að mótaðar verði tillögur á samráðsvettvangi ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð og þjónustu við barnafjölskyldur. Gert er ráð fyrir að tillögurnar varði meðal annars styttri og sveigjanlegri vinnutíma og hvernig tryggja megi að foreldrar geti betur sinnt börnum sínum vegna veikinda þeirra eða fötlunar. Meginatriði aðgerðaáætlunarinnar eru eftirfarandi:Flutt verði frumvarp um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði.Afkoma barnafjölskyldna verði bætt, meðal annars með því að hækka barnabætur og sjá til þess að fleiri fjölskyldur fái barnabætur, nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum og niðurgreiddan hádegismat og að aðgengi allra barna og ungmenna að íþróttum og félagsstarfi verði bætt, ekki síst þeirra er búa við veikan fjárhag. Umgengnisforeldrum verði tryggður stuðningur til framfærslu og umgengni við börn sín.Sérstaklega verði hugað að stuðningi við börn innflytjenda í skólakerfinu og í heilbrigðiskerfinu.Aukinn verði stuðningur við langveik börn og börn með hegðunarvandamál, geðraskanir og þroskafrávik.Þegar í stað verði gripið til aðgerða til að vinna á biðlistum barna og ungmenna sem bíða eftir greiningu hjá barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.Fjölbreytni í meðferðarúrræðum fyrir börn með hegðunar- og vímuefnavanda verða aukin.Unnið verði að því að foreldrum standi til boða uppeldisráðgjöf og þjálfun í foreldrafærni óháð búsetu.Áhersla verði lögð á víðtækar forvarnir, svo sem heilsueflingu barna og ungmenna í samfélaginu, meðal annars með því að auka hreyfingu og bæta næringu og fæðuval barna og ungmenna.Forvarnastarf gegn hverskyns ofbeldi og vanrækslu verði eflt og stuðningur jafnframt aukinn við fjölskyldur ungmenna sem eiga í vanda vegna vímuefnaneyslu.
Alþingi Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira