Það þjónar ekki hagsmunum bresku þjóðarinnar að ganga til kosninga á ný nú þegar samningaviðræður um útgöngu úr ESB standa yfir, sagði Theresa May, breski forsætisráðherrann, í gær. Erfiður gangur viðræðna hefur orðið til þess að vangaveltur eru uppi um hvort Íhaldsflokkurinn steypi leiðtoga sínum af stóli eða að minnihlutastjórn hans falli.
Nýjustu skoðanakannanir benda til að kosningarnar, sem May vill ekki, yrðu spennandi. Í könnun sem birtist um helgina mældust Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn með jafnmikið fylgi.
Vill ekki nýjar kosningar
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
