Böl þjóðar Sævar Þór Jónsson skrifar 23. september 2018 16:27 Eitt af því sem er sérstakt við íslenskt samfélag nú á dögum er hvað þjóðin er fljót að aðlagast og taka upp ný viðmið í hinum ýmsu málum. Ekki verður þar með sagt að þetta sé alltaf af hinu góða. Staðreyndin er jú sú að það er margt sem hefur farið úrskeiðis á undanförnum árum í sálarlífi þjóðar okkar og var það sérstaklega áberandi eftir stóra efnahagshrunið fyrir 10 árum síðan. Heiftin og reiðin, sem þá spratt upp, er enn við lýði. Margir ganga í gegnum daglegt líf með því viðmiði að láta engan valta yfir sig og endurspeglast það í hinum ýmsu deilum nú orðið í t.d. réttarkerfi okkar þar sem menn deila fyrir dómstólum um hvaða eina smáatriði, rafmagnstengingar fyrir rafmagnsbíla í fjölbýlishúsum eða samskipti milli fólks almennt á hinum ýmsu sviðum. Heiftin er meira áberandi en áður. Sundrung þjóðar er staðreynd enda fóru mjög margir illa út úr hruninu. Umræðan um hin ýmsu málefni og einstaklinga hefur líkað harnað og eru hlutir oftar en ekki persónugerðir og þeir sem þora að hafa skoðanir fá það óþvegið af dómstóli götunnar. Það er sem sagt ekkert umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og áherslum í samfélaginu. Mér þykir t.d. afar mikilvægt að þeir sem hafa aðrar skoðanir en ég fái að ræða þær opinberlega því þá er einmitt hægt að taka upp gagnrýna og málefnalega umræðu um það sem skiptir máli í samfélaginu. Það verður hins vegar ekki gert ef dómstóll götunnar á sífellt að stýra umræðunni með ofsóknum á hendur þeim sem falla ekki í mótið. Sem samkynhneigður einstaklingur þykir mér t.d. miður hvað er sótt vitlaust að þeim sem tala gegn samkynhneigð, það að ráðast á persónur slíkra aðila er ekki rétt aðferðafræði við að uppræta fordóma né þróa umræðuna með því móti að hægt sé að vinna á fordómum og fáfræði. Fordæming persóna er ekki aðferð sem gengur til lengdar í upprætingu fordóma og haturs. En þetta á ekki aðeins við um almenning heldur virðist heiftin hafa tekið sér bólfestu í lykilstofnunum samfélagsins. Til dæmis ef horft er til kirkjunnar þá virðist allt vera þar í uppnámi, innbyrgðis deilur og ásakanir eru nánast daglegt brauð. Prestar deila á kirkjuna fyrir það að bjóða upp á lélega húsakosti, óuppgerð mál varðandi kynferðisbrot eru sífellt að koma upp og Biskup ásakaður um að taka ekki á málum af staðfestu og dug. Þá eru sumir prestar kirkjunnar sem ala á hatri og fordæmingu og ganga erinda dómsstóls götunnar. Kannski ekkert skrítið þegar horft er til þess hversu sundruð þjóðin er í reynd. Þá er pólitíkin ekkert betri. Það er eitthvað sem vantar í þetta allt og margt sem við í reynd höfum misst sem þjóð þegar kemur að samkennd og samvinnu. Það vitum við sem fylgjumst með þjóðfélagsumræðunni að komandi vetur verður erfiður þegar kemur að sátt á vinnumarkaði en hvernig ætli það sé að fara inn í kjaraviðræður þegar bæði alþingismenn og stjórnendur stórfyrirtækja og ýmsir embættismenn hafa gert verulega vel við sig. Það að segja almenningi að gæta sín í kröfum sínum varðandi launahækkanir en um leið að skaffa sér sjálfum meira er ekki rétta aðferðafærðin þegar kemur að sátt á vinnumarkaði. Hér er talað um að allt sé í uppgangi en staðreyndin er sú að þjóðin er sundruð og það að búa til sættir krefst fórna allra ekki bara almennings. Það er alveg ljóst þegar horft er yfir aðstæður í samfélaginu að við sem þjóð verðum að ná nýrri þjóðarsátt í ýmsu málum. Við verðum að stilla okkur af og ganga hreint til verka. Við verðum að taka til í samfélaginu, taka til í óreiðunni í stjórnmálunum og fara að ná sátt milli þjóðarinnar í heild, milli stjórnmálamanna og almennings og milli stétta almennt. Þar verðum við sem þjóð að hafa stjórnmálamenn sem kunna til verka og sýna af sér gott fordæmi og taka á málum af festu. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sævar Þór Jónsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem er sérstakt við íslenskt samfélag nú á dögum er hvað þjóðin er fljót að aðlagast og taka upp ný viðmið í hinum ýmsu málum. Ekki verður þar með sagt að þetta sé alltaf af hinu góða. Staðreyndin er jú sú að það er margt sem hefur farið úrskeiðis á undanförnum árum í sálarlífi þjóðar okkar og var það sérstaklega áberandi eftir stóra efnahagshrunið fyrir 10 árum síðan. Heiftin og reiðin, sem þá spratt upp, er enn við lýði. Margir ganga í gegnum daglegt líf með því viðmiði að láta engan valta yfir sig og endurspeglast það í hinum ýmsu deilum nú orðið í t.d. réttarkerfi okkar þar sem menn deila fyrir dómstólum um hvaða eina smáatriði, rafmagnstengingar fyrir rafmagnsbíla í fjölbýlishúsum eða samskipti milli fólks almennt á hinum ýmsu sviðum. Heiftin er meira áberandi en áður. Sundrung þjóðar er staðreynd enda fóru mjög margir illa út úr hruninu. Umræðan um hin ýmsu málefni og einstaklinga hefur líkað harnað og eru hlutir oftar en ekki persónugerðir og þeir sem þora að hafa skoðanir fá það óþvegið af dómstóli götunnar. Það er sem sagt ekkert umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og áherslum í samfélaginu. Mér þykir t.d. afar mikilvægt að þeir sem hafa aðrar skoðanir en ég fái að ræða þær opinberlega því þá er einmitt hægt að taka upp gagnrýna og málefnalega umræðu um það sem skiptir máli í samfélaginu. Það verður hins vegar ekki gert ef dómstóll götunnar á sífellt að stýra umræðunni með ofsóknum á hendur þeim sem falla ekki í mótið. Sem samkynhneigður einstaklingur þykir mér t.d. miður hvað er sótt vitlaust að þeim sem tala gegn samkynhneigð, það að ráðast á persónur slíkra aðila er ekki rétt aðferðafræði við að uppræta fordóma né þróa umræðuna með því móti að hægt sé að vinna á fordómum og fáfræði. Fordæming persóna er ekki aðferð sem gengur til lengdar í upprætingu fordóma og haturs. En þetta á ekki aðeins við um almenning heldur virðist heiftin hafa tekið sér bólfestu í lykilstofnunum samfélagsins. Til dæmis ef horft er til kirkjunnar þá virðist allt vera þar í uppnámi, innbyrgðis deilur og ásakanir eru nánast daglegt brauð. Prestar deila á kirkjuna fyrir það að bjóða upp á lélega húsakosti, óuppgerð mál varðandi kynferðisbrot eru sífellt að koma upp og Biskup ásakaður um að taka ekki á málum af staðfestu og dug. Þá eru sumir prestar kirkjunnar sem ala á hatri og fordæmingu og ganga erinda dómsstóls götunnar. Kannski ekkert skrítið þegar horft er til þess hversu sundruð þjóðin er í reynd. Þá er pólitíkin ekkert betri. Það er eitthvað sem vantar í þetta allt og margt sem við í reynd höfum misst sem þjóð þegar kemur að samkennd og samvinnu. Það vitum við sem fylgjumst með þjóðfélagsumræðunni að komandi vetur verður erfiður þegar kemur að sátt á vinnumarkaði en hvernig ætli það sé að fara inn í kjaraviðræður þegar bæði alþingismenn og stjórnendur stórfyrirtækja og ýmsir embættismenn hafa gert verulega vel við sig. Það að segja almenningi að gæta sín í kröfum sínum varðandi launahækkanir en um leið að skaffa sér sjálfum meira er ekki rétta aðferðafærðin þegar kemur að sátt á vinnumarkaði. Hér er talað um að allt sé í uppgangi en staðreyndin er sú að þjóðin er sundruð og það að búa til sættir krefst fórna allra ekki bara almennings. Það er alveg ljóst þegar horft er yfir aðstæður í samfélaginu að við sem þjóð verðum að ná nýrri þjóðarsátt í ýmsu málum. Við verðum að stilla okkur af og ganga hreint til verka. Við verðum að taka til í samfélaginu, taka til í óreiðunni í stjórnmálunum og fara að ná sátt milli þjóðarinnar í heild, milli stjórnmálamanna og almennings og milli stétta almennt. Þar verðum við sem þjóð að hafa stjórnmálamenn sem kunna til verka og sýna af sér gott fordæmi og taka á málum af festu. Höfundur er lögmaður
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun