Telur óeðlilegt að innri endurskoðun borgarinnar geri úttekt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2018 20:15 Byggðaráð Borgarbyggðar lagðist gegn því að Innri endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur yrði lögð niður og endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar tæki við. Fyrrverandi áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar telur óeðlilegt að innri endurskoðun borgarinnar geri úttekt á starfsháttum fyrirtækisins þar sem hún hefur séð um endurskoðun innan Orkuveitunnar síðustu níu mánuði. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað í þessari viku að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á vinnustaðarmenningu innan Orkuveitunnar. Frá árinu 2006 og þar til um síðustu áramót var hins vegar innri endurskoðun innan Orkuveitunnar. Samkvæmt fundargerðum stjórnar Orkuveitunnar gerði hún reglulega grein fyrir störfum sínum á stjórnarfundum en meðal þeirra má sjá að í september í fyrra fór hún yfr stöðu ábendinga og í lok nóvember bað hún um aðgang að kerfum sem nauðsynlegur væri fyrir starfsemi innri endurskoðunar. Í lok síðasta árs var hins vegar ákveðið að leggja hana af og setja í hendurnar á innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Stjórnarmaður í sveitastjórn Borgarbyggðar var áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar af og til frá árinu 2007. Hann segir að sveitarfélagið hafi tekið illa í að leggja innri endurskoðun Orkuveitunnar niður innan fyrirtækisins. „Í stuttu máli snerist það um það að ég hafi vakið athygli stjórnar á þeirri afstöðu minni og okkar í Borgarbyggð að við teldum eðlilegt að það væri sérstök innri endurskoðunarnefnd fyrir þetta stóra fyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Það væri ekki innri endurskoðun eins eigandans þó að Reykjavíkuborg sé langstærsti eigandinn í Orkuveitunni. Við töldum það óeðlilegt að þetta væri tekið inn í þá einingu,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, fyrrverandi áheyrnarfulltrúi í stjórn OR. Hann segist aldrei hafa séð neitt sem gaf til kynna að það þyrfti að leggja innri endurskoðun innan fyrirtækisins af. „Ég upplifði aldrei neina slíka stöðu,“ segir Björn Bjarki. Björn Bjarki veltir fyrir sér hvort eðlilegt sé að úttektin á starfsháttum innan fyrirtækisins eigi að vera í höndum innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. „Það er mitt enn að það sé eðlilegt að sé sérstakur aðili, og þá utanaðkomandi aðili, sem myndi fara yfir þetta.“ Borgarstjórn Tengdar fréttir Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Byggðaráð Borgarbyggðar lagðist gegn því að Innri endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur yrði lögð niður og endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar tæki við. Fyrrverandi áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar telur óeðlilegt að innri endurskoðun borgarinnar geri úttekt á starfsháttum fyrirtækisins þar sem hún hefur séð um endurskoðun innan Orkuveitunnar síðustu níu mánuði. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað í þessari viku að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á vinnustaðarmenningu innan Orkuveitunnar. Frá árinu 2006 og þar til um síðustu áramót var hins vegar innri endurskoðun innan Orkuveitunnar. Samkvæmt fundargerðum stjórnar Orkuveitunnar gerði hún reglulega grein fyrir störfum sínum á stjórnarfundum en meðal þeirra má sjá að í september í fyrra fór hún yfr stöðu ábendinga og í lok nóvember bað hún um aðgang að kerfum sem nauðsynlegur væri fyrir starfsemi innri endurskoðunar. Í lok síðasta árs var hins vegar ákveðið að leggja hana af og setja í hendurnar á innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Stjórnarmaður í sveitastjórn Borgarbyggðar var áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar af og til frá árinu 2007. Hann segir að sveitarfélagið hafi tekið illa í að leggja innri endurskoðun Orkuveitunnar niður innan fyrirtækisins. „Í stuttu máli snerist það um það að ég hafi vakið athygli stjórnar á þeirri afstöðu minni og okkar í Borgarbyggð að við teldum eðlilegt að það væri sérstök innri endurskoðunarnefnd fyrir þetta stóra fyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Það væri ekki innri endurskoðun eins eigandans þó að Reykjavíkuborg sé langstærsti eigandinn í Orkuveitunni. Við töldum það óeðlilegt að þetta væri tekið inn í þá einingu,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, fyrrverandi áheyrnarfulltrúi í stjórn OR. Hann segist aldrei hafa séð neitt sem gaf til kynna að það þyrfti að leggja innri endurskoðun innan fyrirtækisins af. „Ég upplifði aldrei neina slíka stöðu,“ segir Björn Bjarki. Björn Bjarki veltir fyrir sér hvort eðlilegt sé að úttektin á starfsháttum innan fyrirtækisins eigi að vera í höndum innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. „Það er mitt enn að það sé eðlilegt að sé sérstakur aðili, og þá utanaðkomandi aðili, sem myndi fara yfir þetta.“
Borgarstjórn Tengdar fréttir Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00
Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25
Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34