Bandaríkjamenn og NATO auka viðbúnað í Norður-Atlantshafi Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2018 20:00 Utanríkisráðherra segir að Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið séu að auka viðbúnað sinn á Norður-Atlantshafi í ljósi breyttra aðstæðna. Aðildarríki bandalagsins í Norður-Evrópu hafi kallað eftir breytingum vegna hegðunar Rússa í garð nágrannaríkja. Koma flugmóðurskipsins Harry S. Truman ásamt herskipaflota á hafið suður af Íslandi sem utanríkisráðherra og þingmenn heimsóttu á miðvikudag, er til marks um aukin viðbúnað bandaríska flotans á Norður-Atlantshafi. Þá er viljayfirlýsing bandaríska varnarmálaráðuneytisins varðandi þátttöku í uppbyggingu flugvalla á Grænlandi einnig til marks um breyttar áherslur Bandaríkjamanna og NATO á norðurslóðum. Í seinni tíð hefur ekki verið algengt að sjá bandarísk flugmóðurskip ásamt meðfylgjandi herskipaflota á Norður-Atlantshafi enda lögðu Bandaríkjamenn Norður-Atlantshafsflota sínum árið 2011. Rússar voru taldir til vinaþjóða og áttu fulltrúa í aðalstöðvum NATO. En aðstæður og öryggismat hefur breyst og Bandaríkjamenn hafa virkjað Atlantshafsflotann á ný sem var formlega ýtt úr vör í síðasta mánuði.Þróunin verið í þessa hátt Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir málefni norðurslóða hafa verið rædd á síðasta leiðtogafundi NATO í sumar. „Frá árinu 2014 hefur þróunin verið í þessa átt. Lönd innan Atlantshafsbandalagsins sem eru norðarlega í Evrópu hafa verið að kalla á eftir þessu,” segir Guðlaugur Þór. Það hafi verið áhyggjur meðal bandalagsþjóða að Bandaríkjamenn myndu ekki standa við sínar skuldbindingar innan Atlantshafsbandalagsins, en koma þessara skipa og ýmislegt annað bendi sem betur fer til þess að svo sé ekki. Aðstæður hafi breyst eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014.Samstarf við Norðurlandaþjóðir „Það sem hefur verið að gerast er ekki bara að Bandaríkjamenn og aðrar af þessum stærri þjóðum Atlantshafsbandalagsins hafi verið að líta til þessara svæða, heldur hefur samstarfið verið að þéttast á milli Norðurlandanna þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Þrátt fyrir að þau séu ekki öll í Atlantshafsbandalaginu eins og Finnar og Svíar eru þeir samt nánustu samstarfsaðilar bandalagsins,” segir utanríkisráðherra. Til marks um það muni Finnar og Svíar taka þátt í alþjóðlegri heræfingu NATO í og við Noreg og Ísland í næsta mánuði. NATO Tengdar fréttir Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30 Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira
Utanríkisráðherra segir að Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið séu að auka viðbúnað sinn á Norður-Atlantshafi í ljósi breyttra aðstæðna. Aðildarríki bandalagsins í Norður-Evrópu hafi kallað eftir breytingum vegna hegðunar Rússa í garð nágrannaríkja. Koma flugmóðurskipsins Harry S. Truman ásamt herskipaflota á hafið suður af Íslandi sem utanríkisráðherra og þingmenn heimsóttu á miðvikudag, er til marks um aukin viðbúnað bandaríska flotans á Norður-Atlantshafi. Þá er viljayfirlýsing bandaríska varnarmálaráðuneytisins varðandi þátttöku í uppbyggingu flugvalla á Grænlandi einnig til marks um breyttar áherslur Bandaríkjamanna og NATO á norðurslóðum. Í seinni tíð hefur ekki verið algengt að sjá bandarísk flugmóðurskip ásamt meðfylgjandi herskipaflota á Norður-Atlantshafi enda lögðu Bandaríkjamenn Norður-Atlantshafsflota sínum árið 2011. Rússar voru taldir til vinaþjóða og áttu fulltrúa í aðalstöðvum NATO. En aðstæður og öryggismat hefur breyst og Bandaríkjamenn hafa virkjað Atlantshafsflotann á ný sem var formlega ýtt úr vör í síðasta mánuði.Þróunin verið í þessa hátt Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir málefni norðurslóða hafa verið rædd á síðasta leiðtogafundi NATO í sumar. „Frá árinu 2014 hefur þróunin verið í þessa átt. Lönd innan Atlantshafsbandalagsins sem eru norðarlega í Evrópu hafa verið að kalla á eftir þessu,” segir Guðlaugur Þór. Það hafi verið áhyggjur meðal bandalagsþjóða að Bandaríkjamenn myndu ekki standa við sínar skuldbindingar innan Atlantshafsbandalagsins, en koma þessara skipa og ýmislegt annað bendi sem betur fer til þess að svo sé ekki. Aðstæður hafi breyst eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014.Samstarf við Norðurlandaþjóðir „Það sem hefur verið að gerast er ekki bara að Bandaríkjamenn og aðrar af þessum stærri þjóðum Atlantshafsbandalagsins hafi verið að líta til þessara svæða, heldur hefur samstarfið verið að þéttast á milli Norðurlandanna þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Þrátt fyrir að þau séu ekki öll í Atlantshafsbandalaginu eins og Finnar og Svíar eru þeir samt nánustu samstarfsaðilar bandalagsins,” segir utanríkisráðherra. Til marks um það muni Finnar og Svíar taka þátt í alþjóðlegri heræfingu NATO í og við Noreg og Ísland í næsta mánuði.
NATO Tengdar fréttir Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30 Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira
Þingmennirnir fylgdust með flugæfingum á flugmóðurskipinu Fengu að hitta háttsetta foringja í sjóhernum. 20. september 2018 11:30
Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11
Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. 19. september 2018 18:57