Skutu nágranna sinn til bana vegna deilna um rusl Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2018 15:15 Feðgarnir John Miller og Michael Miller hafa verið ákærðir í Texas fyrir að skjóta Aaron Howard, nágranna þeirra, til bana þann 1. september. Feðgarnir John Miller og Michael Miller hafa verið ákærðir í Texas fyrir að skjóta Aaron Howard, nágranna þeirra, til bana þann 1. september. Það gerðu þeir vegna deilna um rusl. Feðgarnir ganga nú lausir gegn tryggingu. Eiginkona Howard, Kara Box, ræddi við blaðamann Star-Telegram og lét hann fá myndband af skotárásinni sem hún tók upp á síma sinn.Hún segir Howard hafa hent dýnu í gám fyrir aftan hús þeirra nokkrum dögum áður en þann 1. september sáu þau að auð dýnan var komin inn á lóð þeirra. Howard fór því út og henti dýnunni aftur í gáminn. Skömmu seinna sáu þau John Miller taka dýnuna úr gámnum og henda henni inn á lóð þeirra hjóna. Box segir Howard hafa gengið upp að Miller og sagt honum að setja dýnuna aftur í gáminn. Hún segir Miller hafa orðið reiðan og hann hafi neitað. Því næst hafi hann dregið skammbyssu úr stuttbuxum sínum. Þá voru lítil börn í bakgarði hjónanna og Box segir Howard hafa orðið mjög reiðan og þeir hafi farið að rífast. Skömmu seinna hafi Michael Miller mætt með haglabyssu. Howard hótaði ítrekað að myrða feðgana, þó hann væri óvopnaður. „Þú dregur fram byssu fyrir framan börnin mín út af dýnu?“ spurði Howard. John Miller sagði ítrekað að ef Howard nálgist sig verði hann skotinn. Sem gerðist svo á endanum. Bæði John og Michael virðast hafa skotið Howard. Box segir að bróðir Howard hefði þá verið búinn að rétta honum hafnaboltakylfu en hann hefði hins vegar ekki reynt að sveifla henni. Myndböndin hér að neðan gætu vakið óhug áhorfenda. Box segir að í kjölfar þess að feðgarnir skutu Howard hafi þeir beint byssum sínum að henni og bróður Howard og þvingað þau til þess að leggjast á jörðina. Þau höfðu flutt í hús þeirra í apríl og höfðu aldrei áður rætt við nágranna sína í næsta húsi.Samkvæmt Washington Post segir lögreglan að minnst tvö skotanna hafi hæft Howard. Hann lést þegar verið var að flytja hann á sjúkrahús.Blaðamaður hringdi í John Miller sem vildi ekki tjá sig um málið. Hann sagðist telja það svo að um einkamál á milli sín og Texas væri að ræða. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Feðgarnir John Miller og Michael Miller hafa verið ákærðir í Texas fyrir að skjóta Aaron Howard, nágranna þeirra, til bana þann 1. september. Það gerðu þeir vegna deilna um rusl. Feðgarnir ganga nú lausir gegn tryggingu. Eiginkona Howard, Kara Box, ræddi við blaðamann Star-Telegram og lét hann fá myndband af skotárásinni sem hún tók upp á síma sinn.Hún segir Howard hafa hent dýnu í gám fyrir aftan hús þeirra nokkrum dögum áður en þann 1. september sáu þau að auð dýnan var komin inn á lóð þeirra. Howard fór því út og henti dýnunni aftur í gáminn. Skömmu seinna sáu þau John Miller taka dýnuna úr gámnum og henda henni inn á lóð þeirra hjóna. Box segir Howard hafa gengið upp að Miller og sagt honum að setja dýnuna aftur í gáminn. Hún segir Miller hafa orðið reiðan og hann hafi neitað. Því næst hafi hann dregið skammbyssu úr stuttbuxum sínum. Þá voru lítil börn í bakgarði hjónanna og Box segir Howard hafa orðið mjög reiðan og þeir hafi farið að rífast. Skömmu seinna hafi Michael Miller mætt með haglabyssu. Howard hótaði ítrekað að myrða feðgana, þó hann væri óvopnaður. „Þú dregur fram byssu fyrir framan börnin mín út af dýnu?“ spurði Howard. John Miller sagði ítrekað að ef Howard nálgist sig verði hann skotinn. Sem gerðist svo á endanum. Bæði John og Michael virðast hafa skotið Howard. Box segir að bróðir Howard hefði þá verið búinn að rétta honum hafnaboltakylfu en hann hefði hins vegar ekki reynt að sveifla henni. Myndböndin hér að neðan gætu vakið óhug áhorfenda. Box segir að í kjölfar þess að feðgarnir skutu Howard hafi þeir beint byssum sínum að henni og bróður Howard og þvingað þau til þess að leggjast á jörðina. Þau höfðu flutt í hús þeirra í apríl og höfðu aldrei áður rætt við nágranna sína í næsta húsi.Samkvæmt Washington Post segir lögreglan að minnst tvö skotanna hafi hæft Howard. Hann lést þegar verið var að flytja hann á sjúkrahús.Blaðamaður hringdi í John Miller sem vildi ekki tjá sig um málið. Hann sagðist telja það svo að um einkamál á milli sín og Texas væri að ræða.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira