Ekki hægt að slá neinu föstu um mistök Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. september 2018 19:15 Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. Bragginn og byggingarnar við hann voru reistar árið 1943 og voru á sínum tíma nýttar sem gistihús fyrir þá sem áttu leið um Reykjavíkurflugvöll. Gert var ráð fyrir 158 milljóna króna kostnaði við endurbætur á byggingunum en kostnaðurinn hljóðar í dag upp á 415 milljónir króna. Mismunurinn nemur tæpum 260 milljónum króna. „Kostnaðarmatið miðaðist við að það yrði hægt að nota miklu meira en reyndist vera nothæft þegar út í verkið var komið," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, um þennan mikla mismun.Eyþór Arnalds.„Skýringin er bara ein. Þetta var stjórnlaust í raun og veru. Það var gerð áætlun sem stóðst ekki," segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er margt sem er óvenjulegt. Allur kostnaður er mjög hár, bæði hönnunarkostnaður, lóðarkostnaður og fleira. Bara náðhúsið er á 46 milljónir," segir hann. Það er í rauninni fátt sem stendur eftir af gamla bragganum sem hefur verið endurbyggður en þar er nú rekinn matsölustaður. Í náðhúsinu verður fyrirlestrarsalur fyrir Háskólann í Reykjavík og frumkvöðlasetur verður í öðru húsi. Byggingarnar eru friðaðar í deiliskipulagi en ekki hjá Minjastofnun Íslands og tekur stofnunin því ekki þátt í kostnaði við endurbætur. Dagur telur að skoða beri hvort styrkir eigi að fylgja endurbótum á byggingum með sögulegt gildi.Kostnaðurinn við endurbyggingu braggans hefur farið langt fram úr áætlun.fbl/anton brink„Þannig að borgin og aðrir aðilar veigri sér ekki við því að halda til haga menningarsögunni," segir Dagur. Flokkur Fólksins lagði í dag fram tillögu um að Háskólinn í Reykjavík eða Minjastofnun greiði mismuninn. Forstöðumaður Minjastofnunar Íslands segir stofnunina ekki hafa gert kröfu um að haldið yrði í gömlu byggingarnar og vísar ábyrgð á bug. Þá segir í leigusamning sem Háskólinn í Reykjavík hefur gert um húsnæðið að aukinn framkvæmdakostnaður sem komi til vegna minjaverndar leiði ekki til hækkunar á leigu. Voru mistök gerð við þessar framkvæmdir? „Það er kannski ekki hægt að slá því föstu en eftir stendur að verkið fór mjög mikið fram úr," segir Dagur. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. Bragginn og byggingarnar við hann voru reistar árið 1943 og voru á sínum tíma nýttar sem gistihús fyrir þá sem áttu leið um Reykjavíkurflugvöll. Gert var ráð fyrir 158 milljóna króna kostnaði við endurbætur á byggingunum en kostnaðurinn hljóðar í dag upp á 415 milljónir króna. Mismunurinn nemur tæpum 260 milljónum króna. „Kostnaðarmatið miðaðist við að það yrði hægt að nota miklu meira en reyndist vera nothæft þegar út í verkið var komið," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, um þennan mikla mismun.Eyþór Arnalds.„Skýringin er bara ein. Þetta var stjórnlaust í raun og veru. Það var gerð áætlun sem stóðst ekki," segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er margt sem er óvenjulegt. Allur kostnaður er mjög hár, bæði hönnunarkostnaður, lóðarkostnaður og fleira. Bara náðhúsið er á 46 milljónir," segir hann. Það er í rauninni fátt sem stendur eftir af gamla bragganum sem hefur verið endurbyggður en þar er nú rekinn matsölustaður. Í náðhúsinu verður fyrirlestrarsalur fyrir Háskólann í Reykjavík og frumkvöðlasetur verður í öðru húsi. Byggingarnar eru friðaðar í deiliskipulagi en ekki hjá Minjastofnun Íslands og tekur stofnunin því ekki þátt í kostnaði við endurbætur. Dagur telur að skoða beri hvort styrkir eigi að fylgja endurbótum á byggingum með sögulegt gildi.Kostnaðurinn við endurbyggingu braggans hefur farið langt fram úr áætlun.fbl/anton brink„Þannig að borgin og aðrir aðilar veigri sér ekki við því að halda til haga menningarsögunni," segir Dagur. Flokkur Fólksins lagði í dag fram tillögu um að Háskólinn í Reykjavík eða Minjastofnun greiði mismuninn. Forstöðumaður Minjastofnunar Íslands segir stofnunina ekki hafa gert kröfu um að haldið yrði í gömlu byggingarnar og vísar ábyrgð á bug. Þá segir í leigusamning sem Háskólinn í Reykjavík hefur gert um húsnæðið að aukinn framkvæmdakostnaður sem komi til vegna minjaverndar leiði ekki til hækkunar á leigu. Voru mistök gerð við þessar framkvæmdir? „Það er kannski ekki hægt að slá því föstu en eftir stendur að verkið fór mjög mikið fram úr," segir Dagur.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47