Ekki hægt að slá neinu föstu um mistök Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. september 2018 19:15 Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. Bragginn og byggingarnar við hann voru reistar árið 1943 og voru á sínum tíma nýttar sem gistihús fyrir þá sem áttu leið um Reykjavíkurflugvöll. Gert var ráð fyrir 158 milljóna króna kostnaði við endurbætur á byggingunum en kostnaðurinn hljóðar í dag upp á 415 milljónir króna. Mismunurinn nemur tæpum 260 milljónum króna. „Kostnaðarmatið miðaðist við að það yrði hægt að nota miklu meira en reyndist vera nothæft þegar út í verkið var komið," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, um þennan mikla mismun.Eyþór Arnalds.„Skýringin er bara ein. Þetta var stjórnlaust í raun og veru. Það var gerð áætlun sem stóðst ekki," segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er margt sem er óvenjulegt. Allur kostnaður er mjög hár, bæði hönnunarkostnaður, lóðarkostnaður og fleira. Bara náðhúsið er á 46 milljónir," segir hann. Það er í rauninni fátt sem stendur eftir af gamla bragganum sem hefur verið endurbyggður en þar er nú rekinn matsölustaður. Í náðhúsinu verður fyrirlestrarsalur fyrir Háskólann í Reykjavík og frumkvöðlasetur verður í öðru húsi. Byggingarnar eru friðaðar í deiliskipulagi en ekki hjá Minjastofnun Íslands og tekur stofnunin því ekki þátt í kostnaði við endurbætur. Dagur telur að skoða beri hvort styrkir eigi að fylgja endurbótum á byggingum með sögulegt gildi.Kostnaðurinn við endurbyggingu braggans hefur farið langt fram úr áætlun.fbl/anton brink„Þannig að borgin og aðrir aðilar veigri sér ekki við því að halda til haga menningarsögunni," segir Dagur. Flokkur Fólksins lagði í dag fram tillögu um að Háskólinn í Reykjavík eða Minjastofnun greiði mismuninn. Forstöðumaður Minjastofnunar Íslands segir stofnunina ekki hafa gert kröfu um að haldið yrði í gömlu byggingarnar og vísar ábyrgð á bug. Þá segir í leigusamning sem Háskólinn í Reykjavík hefur gert um húsnæðið að aukinn framkvæmdakostnaður sem komi til vegna minjaverndar leiði ekki til hækkunar á leigu. Voru mistök gerð við þessar framkvæmdir? „Það er kannski ekki hægt að slá því föstu en eftir stendur að verkið fór mjög mikið fram úr," segir Dagur. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. Bragginn og byggingarnar við hann voru reistar árið 1943 og voru á sínum tíma nýttar sem gistihús fyrir þá sem áttu leið um Reykjavíkurflugvöll. Gert var ráð fyrir 158 milljóna króna kostnaði við endurbætur á byggingunum en kostnaðurinn hljóðar í dag upp á 415 milljónir króna. Mismunurinn nemur tæpum 260 milljónum króna. „Kostnaðarmatið miðaðist við að það yrði hægt að nota miklu meira en reyndist vera nothæft þegar út í verkið var komið," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, um þennan mikla mismun.Eyþór Arnalds.„Skýringin er bara ein. Þetta var stjórnlaust í raun og veru. Það var gerð áætlun sem stóðst ekki," segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er margt sem er óvenjulegt. Allur kostnaður er mjög hár, bæði hönnunarkostnaður, lóðarkostnaður og fleira. Bara náðhúsið er á 46 milljónir," segir hann. Það er í rauninni fátt sem stendur eftir af gamla bragganum sem hefur verið endurbyggður en þar er nú rekinn matsölustaður. Í náðhúsinu verður fyrirlestrarsalur fyrir Háskólann í Reykjavík og frumkvöðlasetur verður í öðru húsi. Byggingarnar eru friðaðar í deiliskipulagi en ekki hjá Minjastofnun Íslands og tekur stofnunin því ekki þátt í kostnaði við endurbætur. Dagur telur að skoða beri hvort styrkir eigi að fylgja endurbótum á byggingum með sögulegt gildi.Kostnaðurinn við endurbyggingu braggans hefur farið langt fram úr áætlun.fbl/anton brink„Þannig að borgin og aðrir aðilar veigri sér ekki við því að halda til haga menningarsögunni," segir Dagur. Flokkur Fólksins lagði í dag fram tillögu um að Háskólinn í Reykjavík eða Minjastofnun greiði mismuninn. Forstöðumaður Minjastofnunar Íslands segir stofnunina ekki hafa gert kröfu um að haldið yrði í gömlu byggingarnar og vísar ábyrgð á bug. Þá segir í leigusamning sem Háskólinn í Reykjavík hefur gert um húsnæðið að aukinn framkvæmdakostnaður sem komi til vegna minjaverndar leiði ekki til hækkunar á leigu. Voru mistök gerð við þessar framkvæmdir? „Það er kannski ekki hægt að slá því föstu en eftir stendur að verkið fór mjög mikið fram úr," segir Dagur.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47