Stefnt að skjótri afgreiðslu fiskeldisfrumvarps Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2018 18:53 Sjávarútvegsráðherra mælti í dag fyrir breytingum á lögum sem gerir honum kleift að veita fiskeldisfyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða á meðan mál þeirra eru skoðuð nánar. Fiskeldisfyrirtækin þurfa að sækja um bráðabirgðaleyfi innan þriggja vikna frá því þau voru svift rekstrarleyfi. Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og var það samþykkt með 53 samhljóða atkvæðum. Samkvæmt frumvarpinu getur sjávarútvegsráðherra gefið út rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tíu mánaða, enda mæli ríkar ástæður með því, eftir að rekstrarleyfi hefur verið fellt úr gildi að fenginni umsögn Matvælastofnunar. Þá hafi ráðherra heimild til að framlengja bráðabirgðaleyfið einu sinni til annarra tíu mánaða. Með þessum breytingum segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að annmarki á lögum um fiskeldi verði lagfærður til lengri tíma. „Sá annmarki birtist í því að að samkvæmt gildandi lögum er eina úrræði Matvælastofnunar í þeim tilvikum sem rekstrarleyfi fiskeldisstöðvar er fellt úr gildi að stöðva starfsemina þegar í stað. Þannig hafa stjórnvöld engin úrræði til að koma í veg fyrir mögulega óafturkræfa og óþarfa sóun verðmæta né heldur gæta meðalhófs,“ sagði Kristján Þór þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Útgáfa bráðabirgðaleyfisins er háð sömu skilyrðum og lög kveða almennt á um varðandi rekstur fiskeldisstöðva og getur aldrei náð til meiri framleiðslu er upphaflega var sótt um og getur ráðherra einnig skilyrt bráðabirgðaleyfið enn frekar. Stefnt er að því ljúka nefndarvinnu og umræðum um frumvarpið í kvöld eða á morgun en atvinnuveganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd fá frumvarpið til sín. Það virðist njóta almenns stuðnings en þó hafa þingmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar sett fram fyrirvara varðandi hraða afgreiðslu málsins og umhverfisþátt þess. Fiskeldi Tengdar fréttir Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar veitir ráðherra heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi til laxeldisfyrirtækja. 9. október 2018 06:30 Óttar Yngvason biðst afsökunar á orðum sínum Óttar kveðst óska þess að hann hefði orðað hugsanir sínar betur. 9. október 2018 14:04 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra mælti í dag fyrir breytingum á lögum sem gerir honum kleift að veita fiskeldisfyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða á meðan mál þeirra eru skoðuð nánar. Fiskeldisfyrirtækin þurfa að sækja um bráðabirgðaleyfi innan þriggja vikna frá því þau voru svift rekstrarleyfi. Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og var það samþykkt með 53 samhljóða atkvæðum. Samkvæmt frumvarpinu getur sjávarútvegsráðherra gefið út rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tíu mánaða, enda mæli ríkar ástæður með því, eftir að rekstrarleyfi hefur verið fellt úr gildi að fenginni umsögn Matvælastofnunar. Þá hafi ráðherra heimild til að framlengja bráðabirgðaleyfið einu sinni til annarra tíu mánaða. Með þessum breytingum segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra að annmarki á lögum um fiskeldi verði lagfærður til lengri tíma. „Sá annmarki birtist í því að að samkvæmt gildandi lögum er eina úrræði Matvælastofnunar í þeim tilvikum sem rekstrarleyfi fiskeldisstöðvar er fellt úr gildi að stöðva starfsemina þegar í stað. Þannig hafa stjórnvöld engin úrræði til að koma í veg fyrir mögulega óafturkræfa og óþarfa sóun verðmæta né heldur gæta meðalhófs,“ sagði Kristján Þór þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Útgáfa bráðabirgðaleyfisins er háð sömu skilyrðum og lög kveða almennt á um varðandi rekstur fiskeldisstöðva og getur aldrei náð til meiri framleiðslu er upphaflega var sótt um og getur ráðherra einnig skilyrt bráðabirgðaleyfið enn frekar. Stefnt er að því ljúka nefndarvinnu og umræðum um frumvarpið í kvöld eða á morgun en atvinnuveganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd fá frumvarpið til sín. Það virðist njóta almenns stuðnings en þó hafa þingmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar sett fram fyrirvara varðandi hraða afgreiðslu málsins og umhverfisþátt þess.
Fiskeldi Tengdar fréttir Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar veitir ráðherra heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi til laxeldisfyrirtækja. 9. október 2018 06:30 Óttar Yngvason biðst afsökunar á orðum sínum Óttar kveðst óska þess að hann hefði orðað hugsanir sínar betur. 9. október 2018 14:04 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19
Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47
Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar veitir ráðherra heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi til laxeldisfyrirtækja. 9. október 2018 06:30
Óttar Yngvason biðst afsökunar á orðum sínum Óttar kveðst óska þess að hann hefði orðað hugsanir sínar betur. 9. október 2018 14:04