Tinni og Lukku-Láki séu skildir út undan Sveinn Arnarsson skrifar 9. október 2018 07:00 Ljóst er að myndasögubækur skipa stóran sess í lestri margra barna hér á landi. Hér gluggar Gísli í eina af bókunum um Lukku-Láka. Fréttablaðið/Ernir menning Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stuðning við útgáfu bóka á íslensku tekur ekki til útgáfu bóka á borð við Lukku-Láka, Tinna, Ástrík og fleiri myndasögur sem gefnar eru út hér á landi með íslenskum texta. Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri Nexus á Íslandi, telur það geta stangast á við markmið laganna um að auka lestur hér á landi. Frumvarp Lilju hefur verið lagt fram á þingi. Markmið laganna er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku. Kemur þar fram að „bókaútgáfa er ein af mikilvægustu stoðum íslenskrar menningar og er gildi hennar fyrir verndun og stuðning við íslenska tungu og eflingu læsis óumdeilt“.Lilja AlfreðsdóttirHins vegar er ekki gert ráð fyrir að veittur sé stuðningur vegna útgáfu tímarita. Með tímaritum er átt við hvers konar útgáfu rita sem koma út reglulega og að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári eða að útgáfan sé liður í ótímabundinni röð og gert sé ráð fyrir útgáfu um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta segir Gísli að gæti gengið gegn markmiðum laganna. „Þarna tel ég að tryggja þurfi að lesefni, sem ætlað sé börnum, falli ekki undir tímarit. Miðað við þá skilgreiningu sem er að finna í skýringum með frumvarpinu þá er ekki annað að sjá en að bækur á borð við Lukku-Láka, Tinna, Ástrík og fleiri myndasögur sem ég og fleiri ólumst upp við að lesa séu skilgreindar sem tímarit. Þær eru hluti af seríu, eru númeraðar, geta komið út oftar en einu sinni á ári,“ segir Gísli. „Myndasögur eru mikilvægar til að auka lestur ungs fólks og því brýnt að útgefendur myndasögubóka á íslensku standi jafnfætis öðrum bókaútgefendum hér á landi.“ Gísli stendur sjálfur fyrir þýðingum á bókum sem alla jafna kallast myndasögur eða myndrænar skáldsögur þar sem lengri sögum er skipt niður í margar bækur. Sögurnar beri sama yfirtitil, segir hann, og koma oft á tíðum margir höfundar að einni og sömu bókinni. Því sé það ákveðið réttlætismál að sú útgáfa lendi ekki í flokki með tímaritum og eigi því ekki rétt á endurgreiðslu kostnaðar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
menning Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stuðning við útgáfu bóka á íslensku tekur ekki til útgáfu bóka á borð við Lukku-Láka, Tinna, Ástrík og fleiri myndasögur sem gefnar eru út hér á landi með íslenskum texta. Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri Nexus á Íslandi, telur það geta stangast á við markmið laganna um að auka lestur hér á landi. Frumvarp Lilju hefur verið lagt fram á þingi. Markmið laganna er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku. Kemur þar fram að „bókaútgáfa er ein af mikilvægustu stoðum íslenskrar menningar og er gildi hennar fyrir verndun og stuðning við íslenska tungu og eflingu læsis óumdeilt“.Lilja AlfreðsdóttirHins vegar er ekki gert ráð fyrir að veittur sé stuðningur vegna útgáfu tímarita. Með tímaritum er átt við hvers konar útgáfu rita sem koma út reglulega og að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári eða að útgáfan sé liður í ótímabundinni röð og gert sé ráð fyrir útgáfu um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta segir Gísli að gæti gengið gegn markmiðum laganna. „Þarna tel ég að tryggja þurfi að lesefni, sem ætlað sé börnum, falli ekki undir tímarit. Miðað við þá skilgreiningu sem er að finna í skýringum með frumvarpinu þá er ekki annað að sjá en að bækur á borð við Lukku-Láka, Tinna, Ástrík og fleiri myndasögur sem ég og fleiri ólumst upp við að lesa séu skilgreindar sem tímarit. Þær eru hluti af seríu, eru númeraðar, geta komið út oftar en einu sinni á ári,“ segir Gísli. „Myndasögur eru mikilvægar til að auka lestur ungs fólks og því brýnt að útgefendur myndasögubóka á íslensku standi jafnfætis öðrum bókaútgefendum hér á landi.“ Gísli stendur sjálfur fyrir þýðingum á bókum sem alla jafna kallast myndasögur eða myndrænar skáldsögur þar sem lengri sögum er skipt niður í margar bækur. Sögurnar beri sama yfirtitil, segir hann, og koma oft á tíðum margir höfundar að einni og sömu bókinni. Því sé það ákveðið réttlætismál að sú útgáfa lendi ekki í flokki með tímaritum og eigi því ekki rétt á endurgreiðslu kostnaðar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?