Settu í fyrsta gír á Grænlandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. október 2018 14:00 Íris Ösp segist fegin því að fjölskyldan hafi sleppt tökunum og flutt til Grænlands. Hún tengdist náttúrunni þar sterkum böndum. Fréttablaðið/Anton Brink „Þegar hrunið skall á var ég fimmtán ára, að verða sextán. Ég stundaði nám í tíunda bekk í Hlíðaskóla. Reyndar varð rask á skólagöngunni þennan vetur og ég kláraði í grunnskólanum á Ísafirði,“ segir Íris Ösp Heiðrúnardóttir um októbermánuð árið 2008. Hún segist hafa farið á nokkur mótmæli en fundist hún utangarðs. „Ég stóð svolítið fyrir utan þau, fannst þau spennandi en vissi varla hverju ég átti að mótmæla. Fannst ég ekki eiga beint tilkall til þess, ég var dæmigerður týndur unglingur býst ég við,“ segir Íris. Þegar hrunið skall á var stjúpfaðir hennar í byggingarvinnu. Í þeim geira missti fjöldi fólks atvinnu sína. „Hann missti vinnuna og sótti um störf víða, eiginlega alls staðar þar sem honum datt í hug að störf væru í boði. Meðal annars á Grænlandi. Hann kom heim einn daginn og sagði: Heyrið mig, við þurfum að flytja til Grænlands,“ segir Íris og segir fjölskylduna hafa gapað af undrun. Hún segist ekki hafa tekið fréttunum sérlega vel. „Ég sá það ekki þá, en ég sé það núna að þetta var besta ákvörðun sem fjölskyldan gat tekið. Þetta áttu eftir að verða góð ár. Ég var bara unglingur með fordóma og sá fyrir mér glatað líf innan um gamla, tannlausa og hjólbeinótta karla,“ segir Íris og hlær. „Grænland gerði mig að betri manneskju. Við fluttum fyrst til eins syðsta bæjar á Grænlandi, Nanortalik. Við vorum þar í um tvö ár. Á átján ára afmælisdaginn minn fluttum við svo til Qaqortoq og þar bjuggum við í önnur tvö ár. Hér heima var allt í volli en við skiptum í fyrsta gír. Mamma fór að hugsa um garðinn sinn, hún hefur mikinn áhuga á blómum og garðyrkju. Ég á lítinn bróður, hann var eins árs þegar við fluttum og það var gott fyrir hann að búa þarna,“ segir Íris. „Ég fylgdist lítið með fréttum frá Íslandi. Internetið var af skornum skammti þar sem við bjuggum. Grænlenskt samfélag er svo allt öðru vísi en íslenskt. Þar er annar taktur. Ef það er ekki til mjólk í búðinni. Þá kemur þú bara aftur næsta dag. Eða þar næsta. Við löbbuðum líka út um allt, sama hversu langt við þurftum að fara á milli staða. Við fjölskyldan urðum eiginlega frjáls. Við erum öll fegin því að hafa farið. Við slepptum takinu, fórum að horfa betur í kringum okkur. Ég væri ekki sama manneskjan, ég tengdist náttúrunni sterkt og opnaði huga minn og hjarta fyrir menningu annarra,“ segir Íris. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
„Þegar hrunið skall á var ég fimmtán ára, að verða sextán. Ég stundaði nám í tíunda bekk í Hlíðaskóla. Reyndar varð rask á skólagöngunni þennan vetur og ég kláraði í grunnskólanum á Ísafirði,“ segir Íris Ösp Heiðrúnardóttir um októbermánuð árið 2008. Hún segist hafa farið á nokkur mótmæli en fundist hún utangarðs. „Ég stóð svolítið fyrir utan þau, fannst þau spennandi en vissi varla hverju ég átti að mótmæla. Fannst ég ekki eiga beint tilkall til þess, ég var dæmigerður týndur unglingur býst ég við,“ segir Íris. Þegar hrunið skall á var stjúpfaðir hennar í byggingarvinnu. Í þeim geira missti fjöldi fólks atvinnu sína. „Hann missti vinnuna og sótti um störf víða, eiginlega alls staðar þar sem honum datt í hug að störf væru í boði. Meðal annars á Grænlandi. Hann kom heim einn daginn og sagði: Heyrið mig, við þurfum að flytja til Grænlands,“ segir Íris og segir fjölskylduna hafa gapað af undrun. Hún segist ekki hafa tekið fréttunum sérlega vel. „Ég sá það ekki þá, en ég sé það núna að þetta var besta ákvörðun sem fjölskyldan gat tekið. Þetta áttu eftir að verða góð ár. Ég var bara unglingur með fordóma og sá fyrir mér glatað líf innan um gamla, tannlausa og hjólbeinótta karla,“ segir Íris og hlær. „Grænland gerði mig að betri manneskju. Við fluttum fyrst til eins syðsta bæjar á Grænlandi, Nanortalik. Við vorum þar í um tvö ár. Á átján ára afmælisdaginn minn fluttum við svo til Qaqortoq og þar bjuggum við í önnur tvö ár. Hér heima var allt í volli en við skiptum í fyrsta gír. Mamma fór að hugsa um garðinn sinn, hún hefur mikinn áhuga á blómum og garðyrkju. Ég á lítinn bróður, hann var eins árs þegar við fluttum og það var gott fyrir hann að búa þarna,“ segir Íris. „Ég fylgdist lítið með fréttum frá Íslandi. Internetið var af skornum skammti þar sem við bjuggum. Grænlenskt samfélag er svo allt öðru vísi en íslenskt. Þar er annar taktur. Ef það er ekki til mjólk í búðinni. Þá kemur þú bara aftur næsta dag. Eða þar næsta. Við löbbuðum líka út um allt, sama hversu langt við þurftum að fara á milli staða. Við fjölskyldan urðum eiginlega frjáls. Við erum öll fegin því að hafa farið. Við slepptum takinu, fórum að horfa betur í kringum okkur. Ég væri ekki sama manneskjan, ég tengdist náttúrunni sterkt og opnaði huga minn og hjarta fyrir menningu annarra,“ segir Íris.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent