Kveiksliðar hafna gagnrýni forstjóra Brimborgar Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2018 18:35 Forstjóri Brimborgar taldi að Kveiksliðar hefðu verið lævísar að setja fyrirtækið í samhengi við misnotkun og brot á réttindum erlendra starfsmanna. Fréttablaðið/Stefán Aldrei var haldið fram að bílaumboðið Brimborg hefði brotið á erlendum starfsmanni sem það leigði frá starfsmannaleigu í fréttaskýringarþættinum Kveik í vikunni, að sögn ritstjóra þáttarins og fréttamanns. Forstjóri Brimborgar fullyrti í dag að fréttamenn Kveiks hefðu brotið siðareglur með umfjöllun um fyrirtækið í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi á þriðjudag. Í yfirlýsingu sem Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, sendi frá sér í dag sakaði hann fréttamenn Kveiks um að hafa vísvitandi sjónvarpað röngum fullyrðingum þegar þeir fjölluðu um pólskan mann sem starfaði fyrir umboðið um tíma á vegum starfsmannaleigu. Maðurinn taldi sig fá lægri laun en samstarfsmenn á verkstæði Brimborgar fyrir sömu vinnu þrátt fyir sömu menntun og reynslu. Egill sagði manninn hins vegar ekki hafa sýnt fram á menntun sína og að hann hafi haft minni reynslu en þeir sem unnu með honum. Þetta hafi fréttamanni Kveiks verið kunnugt um áður en þátturinn var sendur út.Sjónarmið Brimborgar komu fram í þættinum Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og Helgi Seljan, fréttamaður þáttarins sem nú er kominn í frí, hafna gagnrýni Egils í yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í dag. Sjónarmiðin sem forstjóri Brimborgar hafi lýst í yfirlýsingu sinni hafi komið efnislega fyrir í þættinum. Því hafi aldrei verið haldið fram í þættinum að Brimborg hafi brotið lög sem kveða á um að starfsmenn starfsmannaleiga eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinni og samstarfsmenn hjá notendafyrirtækjum leiganna. Lög þess efnis hafi ekki verið til staðar þegar pólski maðurinn vann fyrir Brimborg. Þau segjast ekki síst hafa leitað eftir afstöðu Brimborgar til málsins til að fá að vita hvort vitneskja hafi verið hjá fyrirtækinu um kjör þeirra sem þangað hafa verið leigðir frá starfsmannaleigum og hvort þau laun sem starfsmannaleigurnar greiddu væri sanngjörn að mati forstjórans. „Hann taldi svo vera með vísan til þess að þau væru innan ramma lágmarkslauna verkafólks. Við eftirlátum öðrum að meta hvort þeir deili þeirri sýn forstjórans og myndu sætta sig við að starfa við bílaviðgerðir fyrir 1700 krónur á tímann,“ segir í yfirlýsingu Þóru og Helga.Yfirlýsing Kveiksliða vegna gagnrýni Brimborgar í heild sinni:Frá Kveik, að gefnu tilefni, vegna yfirlýsingar forstjóra Brimborgar, Egils Jóhannssonar.Fyrir það fyrsta var efnislega nákvæmlega það sem fram kemur í yfirlýsingu Brimborgar birt í þættinum.Í annan stað kannast Sandrius ekki við að hafa verið krafinn um réttindi, þvert á móti hafi hann verið látinn reyna sig við ákveðin verkefni og í framhaldinu hafið vinnu á verkstæðinu án þess að nokkurn tímann hafi verið gerðar athugasemdir við störf hans og honum að sögn falið að annast flóknari viðgerðir, meðal annars við rafmagn fljótlega eftir að hann hóf þar störf.Því var aldrei haldið fram að Brimborg hefði brotið lög sem kveða á um að starfsmenn starfsmannaleiga eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og samstarfsmenn hjá notendafyrirtækjum. Til þess hefðu lög um keðjuábyrgð þurft að vera til staðar, sem eins og kom fram í þættinum, voru það ekki fyrr en nýlega. Það var vinnuveitanda hans, Verkleigunnar, að sjá til þess að hann fengi laun á pari við samstarfsmenn sína.Í viðtalinu var Sandrius öðru fremur að lýsa því hvernig var fyrir útlendan starfsmann, ókunnugan íslenskum vinnumarkaði, að fà upplýsingar um þau kjör sem hér byðust almennt í sambærilegum störfum. Ástæðan fyrir því að leitað var eftir afstöðu Brimborgar til málsins var ekki síst sú að fá að vita hvort vitneskja hafi verið hjá fyrirtækinu um kjör þeirra sem þangað hafa verið leigðir frá starfsmannaleigum. Og þá ekki síst hvort þau laun sem starfsmannaleigurnar greiddu væri sanngjörn að mati forstjórans. Hann taldi svo vera með vísan til þess að þau væru innan ramma lágmarkslauna verkafólks. Við eftirlátum öðrum að meta hvort þeir deili þeirri sýn forstjórans og myndu sætta sig við að starfa við bílaviðgerðir fyrir 1700 krónur á tímann.Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri KveiksHelgi Seljan, fréttamaður í fríi Kjaramál Tengdar fréttir Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Aldrei var haldið fram að bílaumboðið Brimborg hefði brotið á erlendum starfsmanni sem það leigði frá starfsmannaleigu í fréttaskýringarþættinum Kveik í vikunni, að sögn ritstjóra þáttarins og fréttamanns. Forstjóri Brimborgar fullyrti í dag að fréttamenn Kveiks hefðu brotið siðareglur með umfjöllun um fyrirtækið í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi á þriðjudag. Í yfirlýsingu sem Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, sendi frá sér í dag sakaði hann fréttamenn Kveiks um að hafa vísvitandi sjónvarpað röngum fullyrðingum þegar þeir fjölluðu um pólskan mann sem starfaði fyrir umboðið um tíma á vegum starfsmannaleigu. Maðurinn taldi sig fá lægri laun en samstarfsmenn á verkstæði Brimborgar fyrir sömu vinnu þrátt fyir sömu menntun og reynslu. Egill sagði manninn hins vegar ekki hafa sýnt fram á menntun sína og að hann hafi haft minni reynslu en þeir sem unnu með honum. Þetta hafi fréttamanni Kveiks verið kunnugt um áður en þátturinn var sendur út.Sjónarmið Brimborgar komu fram í þættinum Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og Helgi Seljan, fréttamaður þáttarins sem nú er kominn í frí, hafna gagnrýni Egils í yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í dag. Sjónarmiðin sem forstjóri Brimborgar hafi lýst í yfirlýsingu sinni hafi komið efnislega fyrir í þættinum. Því hafi aldrei verið haldið fram í þættinum að Brimborg hafi brotið lög sem kveða á um að starfsmenn starfsmannaleiga eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinni og samstarfsmenn hjá notendafyrirtækjum leiganna. Lög þess efnis hafi ekki verið til staðar þegar pólski maðurinn vann fyrir Brimborg. Þau segjast ekki síst hafa leitað eftir afstöðu Brimborgar til málsins til að fá að vita hvort vitneskja hafi verið hjá fyrirtækinu um kjör þeirra sem þangað hafa verið leigðir frá starfsmannaleigum og hvort þau laun sem starfsmannaleigurnar greiddu væri sanngjörn að mati forstjórans. „Hann taldi svo vera með vísan til þess að þau væru innan ramma lágmarkslauna verkafólks. Við eftirlátum öðrum að meta hvort þeir deili þeirri sýn forstjórans og myndu sætta sig við að starfa við bílaviðgerðir fyrir 1700 krónur á tímann,“ segir í yfirlýsingu Þóru og Helga.Yfirlýsing Kveiksliða vegna gagnrýni Brimborgar í heild sinni:Frá Kveik, að gefnu tilefni, vegna yfirlýsingar forstjóra Brimborgar, Egils Jóhannssonar.Fyrir það fyrsta var efnislega nákvæmlega það sem fram kemur í yfirlýsingu Brimborgar birt í þættinum.Í annan stað kannast Sandrius ekki við að hafa verið krafinn um réttindi, þvert á móti hafi hann verið látinn reyna sig við ákveðin verkefni og í framhaldinu hafið vinnu á verkstæðinu án þess að nokkurn tímann hafi verið gerðar athugasemdir við störf hans og honum að sögn falið að annast flóknari viðgerðir, meðal annars við rafmagn fljótlega eftir að hann hóf þar störf.Því var aldrei haldið fram að Brimborg hefði brotið lög sem kveða á um að starfsmenn starfsmannaleiga eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og samstarfsmenn hjá notendafyrirtækjum. Til þess hefðu lög um keðjuábyrgð þurft að vera til staðar, sem eins og kom fram í þættinum, voru það ekki fyrr en nýlega. Það var vinnuveitanda hans, Verkleigunnar, að sjá til þess að hann fengi laun á pari við samstarfsmenn sína.Í viðtalinu var Sandrius öðru fremur að lýsa því hvernig var fyrir útlendan starfsmann, ókunnugan íslenskum vinnumarkaði, að fà upplýsingar um þau kjör sem hér byðust almennt í sambærilegum störfum. Ástæðan fyrir því að leitað var eftir afstöðu Brimborgar til málsins var ekki síst sú að fá að vita hvort vitneskja hafi verið hjá fyrirtækinu um kjör þeirra sem þangað hafa verið leigðir frá starfsmannaleigum. Og þá ekki síst hvort þau laun sem starfsmannaleigurnar greiddu væri sanngjörn að mati forstjórans. Hann taldi svo vera með vísan til þess að þau væru innan ramma lágmarkslauna verkafólks. Við eftirlátum öðrum að meta hvort þeir deili þeirri sýn forstjórans og myndu sætta sig við að starfa við bílaviðgerðir fyrir 1700 krónur á tímann.Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri KveiksHelgi Seljan, fréttamaður í fríi
Kjaramál Tengdar fréttir Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26