Einar setur fram þrjár til hugsanlegar skýringar á þessu en treystir sér ekki til að kveða úr um hugsanlega orsakaþætti. Og segir ábyrgðarlaust að spá fyrir um framhaldið. En, bendir á að sjávarhitabreytingar á úthafi séu afar hægar og því sé um ótrúlega mikil umskipti á árunum 2012 til 2018 að ræða á stóru hafsvæði NV-Atlantshafs.

1. „Óvenjuþrálátir vestan- og norðvestan vindar að vetri og vori frá Kanada og langt út á haf hafa valdið kælingu yfirborssjávarins og vindarnir einnig aukið á útbreiðslu svalsjávarins frá Labradorhafi út á NV-vert Atlantshaf.“
2. Mikil bráðnun hafíss undanfarin 20-30 ár sem borist hefur með köldum straumum, einkum með A-Grænlandi hefur aukið lagskiptingu sjávar sem aftur dregur úr djúpsjávarmyndun og þar með "hita- og seltufæribandinu". Þetta er ekki einfalt í mælingum, en niðurstaðan er engu að síður hægfara kólnun. Bráðnun Grænlandsjökuls kemur þarna líka við sögu.
3. Norður-Atlantshafs-straumkerfið (Golfstraumurinn) er að breytast með hlýnun veðurfars. Kvíslin með hlýsjó fyrir sunnan Grænland og inn í Labradorhafið hafi veikst á meðan meginkvíslin til norðurs fyrir vestan Noreg sé óbreytt eða jafnvel styrktist.
Þá nefnir Einar fjórðu skýringuna sem stundum er nefnd og þá í samhengi við einhverjar hinna:
„Hún er sú að síðustu árin hafi óvenjumikið „lekið“ af ferskum og ísköldum sjó á milli Kanadísku eyjanna norðan úr Bauforthafi (Íshafinu), en þar hefur safnast upp ferskur sjór sem hringsólar þar hálfinnilokaður.“