Ekki verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2018 20:00 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, bendir á að ekki hafi verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár. Verkalýðshreyfinging hefur lengi kallað eftir aðgerðaáætlun en segir pólitískan vilja vanta. Dómsmálaráðherra hafnar gagnrýninni og segir þessi mál tekin alvarlega. Í þætti Kveiks sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu í gær var fjallað um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir aðgerðum í málaflokknum og segir á heimasíðu Starfsgreinasambandsins að mansal, sem stundum kann að fylgja þessari brotastarfsemi, sé grófasta birtingarmynd mannréttindabrota og nauðsynlegt sé að stéttarfélög, stjórnvöld og almenningur sé meðvitaður um þá vaxandi ógn sem mansal sé hér á landi. Þetta sé þrælahald nútímans. „Það sem hefur sárlega skort er að einhver sé með yfirsýnina sem samhæfir aðgerðir og vald til að skilgreina hvað mansal er. Sárlega vantar peninga inn í málaflokkinn bæði hjá lögreglu og víðar og við erum ekki með aðgerðaáætlun gegn mansali hér á Íslandi," bendir Drífa á. Aðspurð hver beri ábyrgðina á að þessi vinna fari af stað segir hún liggja hjá dómsmálaráðuneytinu. „Dómsmálaráðherra hefur ekki sýnt vilja til þess að ganga í þessi mál,” segir hún.Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir aðgerðaráætlun í vinnslu.vísir/ernirÁætlun í vinnslu frá árinu 2017Frá árinu 2016 hefur Verkalýðshreyfingin þrýst á að aðgerðaáætlun verði virkjuð en þá rann formleg áætlun úr gildi. Í upphafi árs 2017 var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra spurð hvaða áform væru um áætlunina. Samkvæmt svari hófst vinna við hana um mitt sama ár og segir Sigríður áætlunina enn vera í vinnslu. „Drög að þeirri áætlun mun liggja fyrir nú í haust. Þau verða send í víðtækt umsagnarferli í framhaldi. Ég býst við að áætlunin verði tilbúin í upphafi næsta árs. Ég vil þó árétta það að jafnvel þó að aðgerðaráætlun er lýtur að mansali hafi náð til 2017 þá er ekki þar með sagt að menn séu ekki að vinna samkvæmt þeirri áætlun eða það sé ekki verið að vinna gegn mansali í stjórnkerfinu,” segir Sigríður.ViðbótSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tjáði sig frekar um málið á Facebook eftir að fréttin fór í loftið á Stöð 2. Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, bendir á að ekki hafi verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár. Verkalýðshreyfinging hefur lengi kallað eftir aðgerðaáætlun en segir pólitískan vilja vanta. Dómsmálaráðherra hafnar gagnrýninni og segir þessi mál tekin alvarlega. Í þætti Kveiks sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu í gær var fjallað um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir aðgerðum í málaflokknum og segir á heimasíðu Starfsgreinasambandsins að mansal, sem stundum kann að fylgja þessari brotastarfsemi, sé grófasta birtingarmynd mannréttindabrota og nauðsynlegt sé að stéttarfélög, stjórnvöld og almenningur sé meðvitaður um þá vaxandi ógn sem mansal sé hér á landi. Þetta sé þrælahald nútímans. „Það sem hefur sárlega skort er að einhver sé með yfirsýnina sem samhæfir aðgerðir og vald til að skilgreina hvað mansal er. Sárlega vantar peninga inn í málaflokkinn bæði hjá lögreglu og víðar og við erum ekki með aðgerðaáætlun gegn mansali hér á Íslandi," bendir Drífa á. Aðspurð hver beri ábyrgðina á að þessi vinna fari af stað segir hún liggja hjá dómsmálaráðuneytinu. „Dómsmálaráðherra hefur ekki sýnt vilja til þess að ganga í þessi mál,” segir hún.Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir aðgerðaráætlun í vinnslu.vísir/ernirÁætlun í vinnslu frá árinu 2017Frá árinu 2016 hefur Verkalýðshreyfingin þrýst á að aðgerðaáætlun verði virkjuð en þá rann formleg áætlun úr gildi. Í upphafi árs 2017 var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra spurð hvaða áform væru um áætlunina. Samkvæmt svari hófst vinna við hana um mitt sama ár og segir Sigríður áætlunina enn vera í vinnslu. „Drög að þeirri áætlun mun liggja fyrir nú í haust. Þau verða send í víðtækt umsagnarferli í framhaldi. Ég býst við að áætlunin verði tilbúin í upphafi næsta árs. Ég vil þó árétta það að jafnvel þó að aðgerðaráætlun er lýtur að mansali hafi náð til 2017 þá er ekki þar með sagt að menn séu ekki að vinna samkvæmt þeirri áætlun eða það sé ekki verið að vinna gegn mansali í stjórnkerfinu,” segir Sigríður.ViðbótSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tjáði sig frekar um málið á Facebook eftir að fréttin fór í loftið á Stöð 2.
Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22
Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00
Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30