Endurkomusigur hjá Íslandsvininum Mahomes í Denver Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. október 2018 07:30 Patrick Mahomes fór úr blokk í Mosó í að verða stórstjarna í NFL. vísir/getty Kansas City Chiefs er enn ósigrað í NFL-deildinni í amerískum fótbolta en liðið hafði betur gegn Denver Broncos, 27-23, í mánudagsleiknum í nótt sem markaði lok fjórðu leikviku.Íslandsvinurinn Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fór enn einu sinni á kostum en þó lítið sé búið af deildinni er þessi 23 ára gamli leikmaður líklegur að sumra mati til að verða valinn sá besti í ár. Hann og Kansas-liðið fóru rólega af stað en hann átti frekar erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Denver var í fínni stöðu fyrir síðasta leikhlutann en það leiddi með sjö stigum, 20-13, eftir þrjá leikhluta. Þá fór Mahomes almennilega af stað og keyrði sitt lið til glæsilegs endurkomusigurs, 27-23, með því að skora tvö snertimörk í síðasta leikhlutanum. Geggjaður endir hjá geggjuðum leikmanni. Mahomes endaði á því að kasta 304 jarda en hann kláraði 28 sendingar af 45 og kastaði fyrir einu snertimarki. Hann skoraði svo eitt sjálfur með því að hlaupa með boltann inn í endamarkið. Eftir fjóra fyrstu leikina sem byrjunarliðsmaður í NFL-deildinni á Mahomes enn þá eftir að kasta boltanum frá sér en hann er búinn að kasta fyrir fjórtan snertimörkum án þess að missa boltann. Kansas er eina ósigra liðið í AFC-deildinni en leikurinn í nótt var innan vesturriðilsins þar sem að LA Chargers og Oakland Raiders eru einnig. Chiefs og LA Rams eru einu ósigruðu liðin í NFL-deildinni eftir fjórar leikvikur. NFL Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira
Kansas City Chiefs er enn ósigrað í NFL-deildinni í amerískum fótbolta en liðið hafði betur gegn Denver Broncos, 27-23, í mánudagsleiknum í nótt sem markaði lok fjórðu leikviku.Íslandsvinurinn Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fór enn einu sinni á kostum en þó lítið sé búið af deildinni er þessi 23 ára gamli leikmaður líklegur að sumra mati til að verða valinn sá besti í ár. Hann og Kansas-liðið fóru rólega af stað en hann átti frekar erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Denver var í fínni stöðu fyrir síðasta leikhlutann en það leiddi með sjö stigum, 20-13, eftir þrjá leikhluta. Þá fór Mahomes almennilega af stað og keyrði sitt lið til glæsilegs endurkomusigurs, 27-23, með því að skora tvö snertimörk í síðasta leikhlutanum. Geggjaður endir hjá geggjuðum leikmanni. Mahomes endaði á því að kasta 304 jarda en hann kláraði 28 sendingar af 45 og kastaði fyrir einu snertimarki. Hann skoraði svo eitt sjálfur með því að hlaupa með boltann inn í endamarkið. Eftir fjóra fyrstu leikina sem byrjunarliðsmaður í NFL-deildinni á Mahomes enn þá eftir að kasta boltanum frá sér en hann er búinn að kasta fyrir fjórtan snertimörkum án þess að missa boltann. Kansas er eina ósigra liðið í AFC-deildinni en leikurinn í nótt var innan vesturriðilsins þar sem að LA Chargers og Oakland Raiders eru einnig. Chiefs og LA Rams eru einu ósigruðu liðin í NFL-deildinni eftir fjórar leikvikur.
NFL Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira