Fjöruferð ferðamanns endaði með gjörónýtum bílaleigubíl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2018 14:45 Bíllinn er gjörónýtur Mynd/Halldór Gíslason Hann var ansi illa leikinn, bílaleigubíllinn sem meðlimir í björgunarsveitinni Dýra á Þingeyri fiskuðu upp úr fjörunni við Skútubjörg í Arnarfirði í síðustu viku. Þangað hafði ferðamaður álpast og ekki komist til baka á bílnum.Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Dýra, var þar erlendur ferðamaður einn á ferð, á akstri eftir vegarslóða sem heimamenn kalla stundum „Hringveginn um vestfirsku Alpana“. Segir Kjartan að eiginlega sé varla hægt að tala um veg, heldur sé þetta meira slóði sem fær sé jeppum á sumrin, en alls ekki fólksbílum, enda liggi slóðinn á köflum alveg við fjöruborðið á stórgrýttum fjörum.Ferðamaðurinn sem um ræðir var á ferð um veginn að kvöldi til síðastliðinn fimmtudag og virðist hafa fest bílinn í fjörunni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði náði ökumaðurinn að gera vart við sig og komst viðkomandi óskaddaður frá bílferðinni. Eins og sjá má er bíllinn afar illa leikinn.Mynd/Halldór GíslasonVar aðeins tólf tíma í fjörunni Það sama verður hins vegar ekki sagt um bílinn, nýlegan bíl af gerðinni Skoda Octavia, sem er gjörónýtur eftir veruna í fjörunni. Þar velktist hann um í tólf tíma áður en lagt var af stað í leiðangur til þess að ná í bílinn. „Það er ekki til á honum hreinn blettur. Hann er búinn að veltast þarna upp og niður. Þarna eru dálítið sterkar öldur sem skella á. Það er rosalegt afl í þessu.“ segir Kristján í samtali við Vísi. Eins og sjá má á myndum er húddið á bílnum meira og minna farið. Hvorki bólar á hjólabúnaði né afturhjólum bílsins. Segir Kristján ekki muna eftir viðlíka björgunarleiðangri en að þó hafi komið fyrir að bjargað hafi þurft fólki í svipuðum aðstæðum á þessum slóðum, en í þau skipti hafi tekist að ná bílnum upp og aftur upp á veg áður en sjórinn kom við sögu.Sjórinn straujaði bílnúmerið af að aftan.Mynd/Halldór GíslasonKristján segist skilja að ferðamenn vilji fara þessa leið enda sé hún bæði skemmtileg og „mikil ævintýraleið.“ Eftir henni eigi þó ekki erindi neinir nema þeir sem séu á vel útbúnum bílum á sumrin og þekki til. Því þyrfti helst að loka slóðanum með keðju á veturna, til þess að koma í veg fyrir að svona gerist. Bíllinn sem um ræðir var bílaleigubíll frá Höldi og segist Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri hafa séð myndir frá vettvangi. Miðað við þær sé hægt að afskrifa bílinn og því sé um eitthvað fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið að ræða. Mikilvægast sé þó að ökumaðurinn hafi sloppið ómeiddur að sögn Bergþórs.Á þessum slóðum velktist bíllinn um í fjörunni. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Hann var ansi illa leikinn, bílaleigubíllinn sem meðlimir í björgunarsveitinni Dýra á Þingeyri fiskuðu upp úr fjörunni við Skútubjörg í Arnarfirði í síðustu viku. Þangað hafði ferðamaður álpast og ekki komist til baka á bílnum.Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Dýra, var þar erlendur ferðamaður einn á ferð, á akstri eftir vegarslóða sem heimamenn kalla stundum „Hringveginn um vestfirsku Alpana“. Segir Kjartan að eiginlega sé varla hægt að tala um veg, heldur sé þetta meira slóði sem fær sé jeppum á sumrin, en alls ekki fólksbílum, enda liggi slóðinn á köflum alveg við fjöruborðið á stórgrýttum fjörum.Ferðamaðurinn sem um ræðir var á ferð um veginn að kvöldi til síðastliðinn fimmtudag og virðist hafa fest bílinn í fjörunni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði náði ökumaðurinn að gera vart við sig og komst viðkomandi óskaddaður frá bílferðinni. Eins og sjá má er bíllinn afar illa leikinn.Mynd/Halldór GíslasonVar aðeins tólf tíma í fjörunni Það sama verður hins vegar ekki sagt um bílinn, nýlegan bíl af gerðinni Skoda Octavia, sem er gjörónýtur eftir veruna í fjörunni. Þar velktist hann um í tólf tíma áður en lagt var af stað í leiðangur til þess að ná í bílinn. „Það er ekki til á honum hreinn blettur. Hann er búinn að veltast þarna upp og niður. Þarna eru dálítið sterkar öldur sem skella á. Það er rosalegt afl í þessu.“ segir Kristján í samtali við Vísi. Eins og sjá má á myndum er húddið á bílnum meira og minna farið. Hvorki bólar á hjólabúnaði né afturhjólum bílsins. Segir Kristján ekki muna eftir viðlíka björgunarleiðangri en að þó hafi komið fyrir að bjargað hafi þurft fólki í svipuðum aðstæðum á þessum slóðum, en í þau skipti hafi tekist að ná bílnum upp og aftur upp á veg áður en sjórinn kom við sögu.Sjórinn straujaði bílnúmerið af að aftan.Mynd/Halldór GíslasonKristján segist skilja að ferðamenn vilji fara þessa leið enda sé hún bæði skemmtileg og „mikil ævintýraleið.“ Eftir henni eigi þó ekki erindi neinir nema þeir sem séu á vel útbúnum bílum á sumrin og þekki til. Því þyrfti helst að loka slóðanum með keðju á veturna, til þess að koma í veg fyrir að svona gerist. Bíllinn sem um ræðir var bílaleigubíll frá Höldi og segist Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri hafa séð myndir frá vettvangi. Miðað við þær sé hægt að afskrifa bílinn og því sé um eitthvað fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið að ræða. Mikilvægast sé þó að ökumaðurinn hafi sloppið ómeiddur að sögn Bergþórs.Á þessum slóðum velktist bíllinn um í fjörunni.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira