Óttast fyrirvaraleysi í erlendum fjölmiðlum um „áróðursmeistarann“ og náinn vin Davíðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2018 10:11 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um efnahagshrunið á Íslandi rýri traust Háskóla Íslands. Þingmaður Viðreisnar segir fátt nýtt koma fram í skýrslunni. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær ásamt þeim Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar og Teiti Birni Einarssyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins. Skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sem skrifuð var fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið var meðal þess sem bar á góma. „Það er enginn fyrirvari um að höfundur skýrslunnar hefur verið einn aðal áróðursmeistari Sjálfstæðisflokksins um áratuga skeið, náinn vinur aðalleikara í íslenskum stjórnmálum um áratuga skeið. Mér finnst ekkert að því að Hannes, sem er lipur penni og allt það, skrifi skýrslu. En ég hef áhyggjur af trúverðugleika okkar og ég hef mjög miklar áhyggjur af trúverðugleika háskólans,“ sagði Helga Vala. Teitur Björn kvaðst ósammála því að skýrslan rýri með einhverjum hætti traust Háskólans. „Mér sýnist að þeir sem hafa tjáð sig um skýrsluna séu mest að fetta fingur út í hver sé höfundurinn og draga upp ýmislegt sem að eins og Helga Vala var að segja að sé komið meira að segja á þann stað að rýra einhvern veginn orðstýr Háskóla Íslands. Mér þykir það ansi stór orð og hún hlýtur að útskýra það einhvern veginn nánar,“ sagði Teitur Björn. Að mati Jóns Steindórs kemur fátt nýtt fram í skýrslunni. „Mér finnst eiginlega furðulega lítið í niðurstöðunum sem að er nýtt og það er nánast ekkert nýtt í þessum niðurstöðum og mér finnst þetta, ég verð að segja það, mér finnst þessi skýrslugerð með mestu ólíkindum,“ sagði Jón Steindór. Alþingi Tengdar fréttir Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni Hannes Hólmsteinn skilaði skýrslu sinni í dag. 25. september 2018 16:39 Enginn aukalegur kostnaður þrátt fyrir sein skil 27. september 2018 06:30 Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um efnahagshrunið á Íslandi rýri traust Háskóla Íslands. Þingmaður Viðreisnar segir fátt nýtt koma fram í skýrslunni. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær ásamt þeim Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar og Teiti Birni Einarssyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins. Skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sem skrifuð var fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið var meðal þess sem bar á góma. „Það er enginn fyrirvari um að höfundur skýrslunnar hefur verið einn aðal áróðursmeistari Sjálfstæðisflokksins um áratuga skeið, náinn vinur aðalleikara í íslenskum stjórnmálum um áratuga skeið. Mér finnst ekkert að því að Hannes, sem er lipur penni og allt það, skrifi skýrslu. En ég hef áhyggjur af trúverðugleika okkar og ég hef mjög miklar áhyggjur af trúverðugleika háskólans,“ sagði Helga Vala. Teitur Björn kvaðst ósammála því að skýrslan rýri með einhverjum hætti traust Háskólans. „Mér sýnist að þeir sem hafa tjáð sig um skýrsluna séu mest að fetta fingur út í hver sé höfundurinn og draga upp ýmislegt sem að eins og Helga Vala var að segja að sé komið meira að segja á þann stað að rýra einhvern veginn orðstýr Háskóla Íslands. Mér þykir það ansi stór orð og hún hlýtur að útskýra það einhvern veginn nánar,“ sagði Teitur Björn. Að mati Jóns Steindórs kemur fátt nýtt fram í skýrslunni. „Mér finnst eiginlega furðulega lítið í niðurstöðunum sem að er nýtt og það er nánast ekkert nýtt í þessum niðurstöðum og mér finnst þetta, ég verð að segja það, mér finnst þessi skýrslugerð með mestu ólíkindum,“ sagði Jón Steindór.
Alþingi Tengdar fréttir Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni Hannes Hólmsteinn skilaði skýrslu sinni í dag. 25. september 2018 16:39 Enginn aukalegur kostnaður þrátt fyrir sein skil 27. september 2018 06:30 Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni Hannes Hólmsteinn skilaði skýrslu sinni í dag. 25. september 2018 16:39
Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42