Katrín segir Hringborð norðurslóða hafa breytt umræðunni Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2018 13:42 Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Hanna Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. Þingið sækja um 2000 þátttakendur frá rúmlega 50 löndum. Meðal þeirra eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í upphafi þess í morgun. „Ég ræddi fyrst og fremst um loftlagsmál. Enda birtast loftslagsbreytingar mjög klárlega á norðurheimskautinu. Birtast í gegnum bráðnandi ís og hækkandi sjávarborð,” segir forsætisráðherra. Á þinginu verður fjallað um stefnu og þátttöku Bandaríkjanna, Rússlands, Kína, Japan, Kóreu, Kanada, Ítalíu, Singapúr, Skotlands og fleiri landa í málefnum Norðurslóða, áhrif loftslagsbreytinga, vísindarannsóknir og aukin umsvif á sviði viðskipta og auðlindanýtingar. Katrín segir nauðsynlegt að líta á norðurheimskautið sem svæði alls heimsins. „Að við sinnum og eigum þar pólitísk samskipti en vígvæðum ekki norðurskautið. Svo ræddi ég auðvitað líka sérstaklega þá sem búa á norðurskautinu og mikilvægi þess að við hlustum á þeirra rödd í öllum þeim ákvörðunum sem teknar eru um framtíð þessa svæðis,” segir Katrín. Þessa dagana stendur yfir ein stærsta heræfing NATO á Íslandi en æfingin færist síðan yfir á hafið norður af Noregi. Rússar hafa líka hnyklað vöðvana á norðurslóðum og við landamærin að Noregi og Eystrasaltsríkjunum undanfarin misseri. Forsætisráðherra segir alla þekkja söguna hvað þetta varðar frá kaldastríðs árunum þegar norðurslóðir voru mjög vígvæddar. Meðal annars þess vegna sé Hringborð norðurslóða mikilvægur vettvangur. „Hér eru til að mynda fulltrúar öldungadeildarfulltrúar bæði frá Bandaríkjunum og Rússlandi sem töluðu hér í morgun. Ræddu bæði nákvæmlega þetta; nauðsyn þess að við eigum gott samstarf á pólitískum grunni í kringum þetta svæði. Því það er mjög viðkvæmt og það er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur ef við erum að stefna í aukna vígvæðingu á þessum slóðum,” segir forsætisráðherra. Aðgerðir í loftlagsmálum séu mjög mikilvægar fyrir íbúa norðurslóða þar sem loftslagsbreytinganna gæti hraðar þar með bráðnun íss og súrnun sjávar sem Íslendingar reiði sig mjög á vegna fiskveiða. Það sé mikilvægt að hafa þennan ráðstefnuvettvang á Íslandi. „Þetta hefur náttúrlega að mínu viti breytt umræðu um norðurheimskautið. Sú nálgun sem er hér á þessari ráðstefnu sem Ólafur Ragnar Grímsson auðvitað er upphafsmaður að,” segir Katrín Jakobsdóttir. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. Þingið sækja um 2000 þátttakendur frá rúmlega 50 löndum. Meðal þeirra eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í upphafi þess í morgun. „Ég ræddi fyrst og fremst um loftlagsmál. Enda birtast loftslagsbreytingar mjög klárlega á norðurheimskautinu. Birtast í gegnum bráðnandi ís og hækkandi sjávarborð,” segir forsætisráðherra. Á þinginu verður fjallað um stefnu og þátttöku Bandaríkjanna, Rússlands, Kína, Japan, Kóreu, Kanada, Ítalíu, Singapúr, Skotlands og fleiri landa í málefnum Norðurslóða, áhrif loftslagsbreytinga, vísindarannsóknir og aukin umsvif á sviði viðskipta og auðlindanýtingar. Katrín segir nauðsynlegt að líta á norðurheimskautið sem svæði alls heimsins. „Að við sinnum og eigum þar pólitísk samskipti en vígvæðum ekki norðurskautið. Svo ræddi ég auðvitað líka sérstaklega þá sem búa á norðurskautinu og mikilvægi þess að við hlustum á þeirra rödd í öllum þeim ákvörðunum sem teknar eru um framtíð þessa svæðis,” segir Katrín. Þessa dagana stendur yfir ein stærsta heræfing NATO á Íslandi en æfingin færist síðan yfir á hafið norður af Noregi. Rússar hafa líka hnyklað vöðvana á norðurslóðum og við landamærin að Noregi og Eystrasaltsríkjunum undanfarin misseri. Forsætisráðherra segir alla þekkja söguna hvað þetta varðar frá kaldastríðs árunum þegar norðurslóðir voru mjög vígvæddar. Meðal annars þess vegna sé Hringborð norðurslóða mikilvægur vettvangur. „Hér eru til að mynda fulltrúar öldungadeildarfulltrúar bæði frá Bandaríkjunum og Rússlandi sem töluðu hér í morgun. Ræddu bæði nákvæmlega þetta; nauðsyn þess að við eigum gott samstarf á pólitískum grunni í kringum þetta svæði. Því það er mjög viðkvæmt og það er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur ef við erum að stefna í aukna vígvæðingu á þessum slóðum,” segir forsætisráðherra. Aðgerðir í loftlagsmálum séu mjög mikilvægar fyrir íbúa norðurslóða þar sem loftslagsbreytinganna gæti hraðar þar með bráðnun íss og súrnun sjávar sem Íslendingar reiði sig mjög á vegna fiskveiða. Það sé mikilvægt að hafa þennan ráðstefnuvettvang á Íslandi. „Þetta hefur náttúrlega að mínu viti breytt umræðu um norðurheimskautið. Sú nálgun sem er hér á þessari ráðstefnu sem Ólafur Ragnar Grímsson auðvitað er upphafsmaður að,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira