Messi meiddur af velli í sex marka leik Arnar Geir Halldórsson skrifar 20. október 2018 20:45 Lionel Messi var sárþjáður er hann fór af velli. Barcelona vann 4-2 sigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld í viðburðaríkum leik. Lionel Messi var allt í öllu eins og stundum áður en hann lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Philippe Coutinho strax á 2.mínútu. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Messi svo forystuna. Eftir tæplega hálftíma leik urðu Börsungar hins vegar fyrir áfalli þegar Messi þurfti að fara af velli vegna axlarmeiðsla. Virkaði kappinn sárþjáður þegar hann yfirgaf völlinn. Luis Suarez kom Börsungum í 3-0 með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik áður en Pablo Sarabia kom Sevilla á blað. Ivan Rakitic jók hins vegar aftur við forystuna þegar hann kom Barcelona í 4-1. Gestirnir náðu svo að skora eitt sárabótamark því Luis Muriel minnkaði muninn í 4-2 í uppbótartíma. Börsungar á toppi deildarinnar með 18 stig, einu stigi meira en Alaves sem er í 2.sæti. Spænski boltinn
Barcelona vann 4-2 sigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld í viðburðaríkum leik. Lionel Messi var allt í öllu eins og stundum áður en hann lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Philippe Coutinho strax á 2.mínútu. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Messi svo forystuna. Eftir tæplega hálftíma leik urðu Börsungar hins vegar fyrir áfalli þegar Messi þurfti að fara af velli vegna axlarmeiðsla. Virkaði kappinn sárþjáður þegar hann yfirgaf völlinn. Luis Suarez kom Börsungum í 3-0 með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik áður en Pablo Sarabia kom Sevilla á blað. Ivan Rakitic jók hins vegar aftur við forystuna þegar hann kom Barcelona í 4-1. Gestirnir náðu svo að skora eitt sárabótamark því Luis Muriel minnkaði muninn í 4-2 í uppbótartíma. Börsungar á toppi deildarinnar með 18 stig, einu stigi meira en Alaves sem er í 2.sæti.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti