„Heræfingar eru ekki eitthvað sem mér hugnast“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2018 15:18 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að henni hugnist ekki heræfingar. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að heræfingar væru ekki eitthvað sem henni hugnast. Kom þetta fram í svari hennar við óundirbúinni fyrirspurn frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, sem spurði ráðherra út í heræfingu NATO, Trident Juncture, sem nú fer fram hér á landi. Þórhildur Sunna spurði Katrínu meðal annars út í það sem sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytisins að sérstaklega yrði gætt að því að ekki yrði umhverfisrask vegna æfinganna. Spurði þingmaðurinn hvort að tryggt hafi verið tíu herskip sem muni leggjast hér að bryggju vegna æfingarinnar brenni ekki svartolíu og hvort gert hafi verið mat á umhverfisáhrifum af komu þessara skipa. Þá spurði Þórhildur einnig út í það hvort að forsætisráðherra fyndist það líklegt til þess að tryggja frið og öryggi Íslendinga að hýsa hér á landi hernaðaræfingu „sem líta mætti á sem beina ögrun við kjarnorkuveldið Rússland.“ Katrín svaraði því til að henni væri ekki kunnugt um að mat á umhverfisáhrifum heræfingarinnar hefði farið fram. Hins vegar væri það svo að það þyrfti að huga að svartolíumengun. Landgönguliðar undirbúa æfinguna umkomandi helgi.Vísir/ViilhelmSagði Katrín að Ísland hefði verið í fararbroddi í alþjóðasamstarfi varðandi það að hvetja til banns við notkun svartolíu á höfum úti. Það ætti við um herskip jafnt sem önnur skip. Varðandi svo þann hluta fyrirspurnarinnar sem sneri að friðsamlegum lausnum benti Katrín á að skipulagning heræfingarinnar hefði hafist áður en hún tók við sem forsætisráðherra. „Heræfingar eru ekki eitthvað sem mér hugnast, enda er háttvirtum þingmanni kunnugt um mína afstöðu og hreyfingar minnar til veru okkar í Atlantshafsbandalaginu, en þetta er auðvitað hluti af starfsemi bandalagsins,“ sagði Katrín á þingi í dag en umræðuna í heild má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Stærðarinnar herskip við bryggju í Reykjavík Umfangsmiklar heræfingar Atlantshafsbandalagsins standa nú yfir á norðurslóðum. 18. október 2018 11:55 Bandarískir landgönguliðar æfðu í Keflavík Fjölmennt lið bandarískra landgönguliða tók þátt í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli í dag. Stórar flutningaþyrlur voru notaðar til að flytja hermennina á svæðið. 17. október 2018 18:45 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að heræfingar væru ekki eitthvað sem henni hugnast. Kom þetta fram í svari hennar við óundirbúinni fyrirspurn frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, sem spurði ráðherra út í heræfingu NATO, Trident Juncture, sem nú fer fram hér á landi. Þórhildur Sunna spurði Katrínu meðal annars út í það sem sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytisins að sérstaklega yrði gætt að því að ekki yrði umhverfisrask vegna æfinganna. Spurði þingmaðurinn hvort að tryggt hafi verið tíu herskip sem muni leggjast hér að bryggju vegna æfingarinnar brenni ekki svartolíu og hvort gert hafi verið mat á umhverfisáhrifum af komu þessara skipa. Þá spurði Þórhildur einnig út í það hvort að forsætisráðherra fyndist það líklegt til þess að tryggja frið og öryggi Íslendinga að hýsa hér á landi hernaðaræfingu „sem líta mætti á sem beina ögrun við kjarnorkuveldið Rússland.“ Katrín svaraði því til að henni væri ekki kunnugt um að mat á umhverfisáhrifum heræfingarinnar hefði farið fram. Hins vegar væri það svo að það þyrfti að huga að svartolíumengun. Landgönguliðar undirbúa æfinguna umkomandi helgi.Vísir/ViilhelmSagði Katrín að Ísland hefði verið í fararbroddi í alþjóðasamstarfi varðandi það að hvetja til banns við notkun svartolíu á höfum úti. Það ætti við um herskip jafnt sem önnur skip. Varðandi svo þann hluta fyrirspurnarinnar sem sneri að friðsamlegum lausnum benti Katrín á að skipulagning heræfingarinnar hefði hafist áður en hún tók við sem forsætisráðherra. „Heræfingar eru ekki eitthvað sem mér hugnast, enda er háttvirtum þingmanni kunnugt um mína afstöðu og hreyfingar minnar til veru okkar í Atlantshafsbandalaginu, en þetta er auðvitað hluti af starfsemi bandalagsins,“ sagði Katrín á þingi í dag en umræðuna í heild má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Stærðarinnar herskip við bryggju í Reykjavík Umfangsmiklar heræfingar Atlantshafsbandalagsins standa nú yfir á norðurslóðum. 18. október 2018 11:55 Bandarískir landgönguliðar æfðu í Keflavík Fjölmennt lið bandarískra landgönguliða tók þátt í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli í dag. Stórar flutningaþyrlur voru notaðar til að flytja hermennina á svæðið. 17. október 2018 18:45 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Stærðarinnar herskip við bryggju í Reykjavík Umfangsmiklar heræfingar Atlantshafsbandalagsins standa nú yfir á norðurslóðum. 18. október 2018 11:55
Bandarískir landgönguliðar æfðu í Keflavík Fjölmennt lið bandarískra landgönguliða tók þátt í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli í dag. Stórar flutningaþyrlur voru notaðar til að flytja hermennina á svæðið. 17. október 2018 18:45