Hinsti pistill Khashoggi birtur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2018 08:27 Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu í um tvær vikur. Vísir/AP Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. Khashoggi var reglulegur pistlahöfundur í Post og í tilkynningu frá ritstjóra skoðanagreina blaðsins sem fylgir grein Khashoggi segir að pistillinn hafi borist blaðinu deginum áður en hann var tilkynntur týndur. Ætlunin hafi verið að bíða með að birta pistilinn þangað til að Khashoggi kæmi í leitirnar. Blaðið hafi hins vegar áttað sig á því að ólíklegt væri að hann kæmi aftur og því hafi verið tekin ákvörðun um að birta pistilinn sem fjallar um tjáningarfrelsi í Arabaheiminum. Khashoggi hafði starfað fyrir Post í um eitt ár eftir að hann fór í sjálfskipaða útlegð þegar hann var varaður við því að gagnrýni hans á stefnu krónprins Sádí-Arabíu félli ekki í kramið hjá yfirvöldum. „Þessi pistill nær að fanga fullkomnlega ástríðuna sem hann hafði fyrir frelsi í Arabaheiminum. Frelsi sem hann virðist hafa gefið líf sitt fyrir,“ segir í tilkynningu ritstjórans. Ekkert hefur spurst til Khashoggi eftir að hann fór inn á ræðismannsskrifstofuna fyrir um tveimur vikum. Telja tyrknesk yfirvöld víst að honum hafi verið ráðinn bani inn á skrifstofunni og að lík hans hafi verið bútað niður. Sem fyrr segir snýst síðasti pistill Khashoggi um skort á tjáningafrelsi í Arabaríkjum. Hann segir íbúa þessara ríkja þjást vegna „Járntjalds“ sem innlend yfirvöld hafi reist. „Arabaheimurinn þarf nútímalega útgáfu af hinum gömlu þverþjóðlegu fjölmiðlum svo að ríkisborgarar geti verið upplýstir um gang mála á alheimsvísu. Enn mikilvægara er að skapa stökkpall fyrir raddir Araba,“ skrifar Khashoggi.Pistil hans má lesa hér. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. Khashoggi var reglulegur pistlahöfundur í Post og í tilkynningu frá ritstjóra skoðanagreina blaðsins sem fylgir grein Khashoggi segir að pistillinn hafi borist blaðinu deginum áður en hann var tilkynntur týndur. Ætlunin hafi verið að bíða með að birta pistilinn þangað til að Khashoggi kæmi í leitirnar. Blaðið hafi hins vegar áttað sig á því að ólíklegt væri að hann kæmi aftur og því hafi verið tekin ákvörðun um að birta pistilinn sem fjallar um tjáningarfrelsi í Arabaheiminum. Khashoggi hafði starfað fyrir Post í um eitt ár eftir að hann fór í sjálfskipaða útlegð þegar hann var varaður við því að gagnrýni hans á stefnu krónprins Sádí-Arabíu félli ekki í kramið hjá yfirvöldum. „Þessi pistill nær að fanga fullkomnlega ástríðuna sem hann hafði fyrir frelsi í Arabaheiminum. Frelsi sem hann virðist hafa gefið líf sitt fyrir,“ segir í tilkynningu ritstjórans. Ekkert hefur spurst til Khashoggi eftir að hann fór inn á ræðismannsskrifstofuna fyrir um tveimur vikum. Telja tyrknesk yfirvöld víst að honum hafi verið ráðinn bani inn á skrifstofunni og að lík hans hafi verið bútað niður. Sem fyrr segir snýst síðasti pistill Khashoggi um skort á tjáningafrelsi í Arabaríkjum. Hann segir íbúa þessara ríkja þjást vegna „Járntjalds“ sem innlend yfirvöld hafi reist. „Arabaheimurinn þarf nútímalega útgáfu af hinum gömlu þverþjóðlegu fjölmiðlum svo að ríkisborgarar geti verið upplýstir um gang mála á alheimsvísu. Enn mikilvægara er að skapa stökkpall fyrir raddir Araba,“ skrifar Khashoggi.Pistil hans má lesa hér.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23
Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49
Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00