Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2018 10:52 Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambandsins (SGS). Formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) vísar á bug útreikningum um að kröfur þess fyrir komandi kjaraviðræður leiði til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja tvöfaldist. Hann telur kröfur sambandsins sanngjarnar og innan þeirra marka sem atvinnurekendur ráði við. Fréttablaðið vitnar í útreikninga sem það segir byggða á kröfugerð samninganefndar SGS sem var kynnt fyrir viku. Í henni er meðal annars farið fram á að lágmarkslaun hækki í 425 þúsund krónur við lok þriggja ára samningstíma. Gangi kröfur um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðinga gætu laun sumra stétta tvöfaldast. Í sumum tilfellum gæti launakostnaður fyrirtækja hækkað um 150% samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Blaðið hefur eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að kröfurnar gangi alltof langt og að afleiðingarnar verði vaxandi verðbólga, veikari króna og minni kaupmáttur launa. „Menn geta reiknað sig algerlega upp til tunglsins ef þeir vilja en menn skulu þá líka ekki búa til forsendur sem eru allt aðrar en þær sem við erum að tala um,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins í samtali við Vísi.Ekki hugmyndin að fólk vinni áfram jafnmikið Hann hafnar forsendum sem virðast liggja að baki útreikningum Fréttablaðsins og segir að verið sé að mála skrattann á vegginn með þeim. Þar virðist gert ráð fyrir að félagar sambandsins vinni áfram sama fjölda vinnustunda þrátt fyrir að vinnuvikan verði stytt og fái þá greidda fleiri yfirvinnutíma. „Við erum ekki að fara fram á styttingu vinnuvikunnar til þess að menn bara bæti við sig yfirvinnu. Það er ekki það sem við erum að tala um. Við erum að tala um að stytta vinnuvikuna raunverulega. Við erum ekki að tala um að stytta vinnuvikuna til þess að það sem menn vinna í dag sé greitt sem yfirvinna ,“ segir Björn. Markmið sambandsins sé að gera félagsmönnum sínum kleift að lifa af dagvinnulaunum sínum með því að knýja fram launahækkanir. Björn segist telja kröfur sambandsins sanngjarnar. Starfsgreinasambandið hefur ekki lagt mat á kostnað fyrirtækja við að fallast á kröfur þess. Björn segist telja að fyrirtækin geti staðið undir kröfunum jafnvel þó að launahækkanir og stytting vinnuvikunnar komi til með að kosta þau. „Við teljum að þetta sé innan þeirra marka sem fyrirtækin geta borið,“ segir Björn. Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagnvart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu. 13. október 2018 07:30 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar ræddu yfirvofandi kjaraviðræður í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun. 14. október 2018 13:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) vísar á bug útreikningum um að kröfur þess fyrir komandi kjaraviðræður leiði til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja tvöfaldist. Hann telur kröfur sambandsins sanngjarnar og innan þeirra marka sem atvinnurekendur ráði við. Fréttablaðið vitnar í útreikninga sem það segir byggða á kröfugerð samninganefndar SGS sem var kynnt fyrir viku. Í henni er meðal annars farið fram á að lágmarkslaun hækki í 425 þúsund krónur við lok þriggja ára samningstíma. Gangi kröfur um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðinga gætu laun sumra stétta tvöfaldast. Í sumum tilfellum gæti launakostnaður fyrirtækja hækkað um 150% samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Blaðið hefur eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að kröfurnar gangi alltof langt og að afleiðingarnar verði vaxandi verðbólga, veikari króna og minni kaupmáttur launa. „Menn geta reiknað sig algerlega upp til tunglsins ef þeir vilja en menn skulu þá líka ekki búa til forsendur sem eru allt aðrar en þær sem við erum að tala um,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins í samtali við Vísi.Ekki hugmyndin að fólk vinni áfram jafnmikið Hann hafnar forsendum sem virðast liggja að baki útreikningum Fréttablaðsins og segir að verið sé að mála skrattann á vegginn með þeim. Þar virðist gert ráð fyrir að félagar sambandsins vinni áfram sama fjölda vinnustunda þrátt fyrir að vinnuvikan verði stytt og fái þá greidda fleiri yfirvinnutíma. „Við erum ekki að fara fram á styttingu vinnuvikunnar til þess að menn bara bæti við sig yfirvinnu. Það er ekki það sem við erum að tala um. Við erum að tala um að stytta vinnuvikuna raunverulega. Við erum ekki að tala um að stytta vinnuvikuna til þess að það sem menn vinna í dag sé greitt sem yfirvinna ,“ segir Björn. Markmið sambandsins sé að gera félagsmönnum sínum kleift að lifa af dagvinnulaunum sínum með því að knýja fram launahækkanir. Björn segist telja kröfur sambandsins sanngjarnar. Starfsgreinasambandið hefur ekki lagt mat á kostnað fyrirtækja við að fallast á kröfur þess. Björn segist telja að fyrirtækin geti staðið undir kröfunum jafnvel þó að launahækkanir og stytting vinnuvikunnar komi til með að kosta þau. „Við teljum að þetta sé innan þeirra marka sem fyrirtækin geta borið,“ segir Björn.
Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagnvart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu. 13. október 2018 07:30 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar ræddu yfirvofandi kjaraviðræður í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun. 14. október 2018 13:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15
Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagnvart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu. 13. október 2018 07:30
Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00
Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar ræddu yfirvofandi kjaraviðræður í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun. 14. október 2018 13:01