Erlent

Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá

Kjartan Kjartansson skrifar
Clifford höfðaði mál gegn Trump vegna tísts þar sem hann vændi hana um lygar.
Clifford höfðaði mál gegn Trump vegna tísts þar sem hann vændi hana um lygar. Vísir/EPA
Bandarískur alríkisdómari hefur vísað frá máli sem klámmyndaleikkonan Stephanie Clifford, betur þekkt sem Stormy Daniels, höfðaði gegn Donald Trump forseta. Dómarinn taldi tíst Trump um Clifford rúmast innan stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis hans.

Clifford segir að hún og Trump hafi átt í kynferðislegu sambandi árið 2006. Trump hefur hafnað því og tísti um að hún hefði logið um að henni hafi verið hótað fyrir að ræða um samband þeirra. Taldi Clifford að með þeirri ásökun hefði forsetinn meitt æru hennar.

Lögmenn Clifford segja að hún ætli að áfrýja niðurstöðunni. Hún hefur verið dæmd til að greiða málskostnað forsetans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, viðurkenndi fyrir dómi í ágúst að hann hefði brotið kosningalög þegar hann greiddi tveimur konum til að þegja um meint samband þeirra við Trump. Önnur þeirra kvenna var Clifford. Cohen fullyrðir að Trump hafi sjálfur skipað fyrir um greiðslurnar.


Tengdar fréttir

Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu

Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×