Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2018 08:58 Spor eftir Opportunity nærri Þrautseigjudal á ryðguðu yfirborði Mars í júní í fyrra. NASA/JPL-Caltech/Cornell/Ríkisháskóli Arizona Stjórnendur könnunarjeppans Opportunity hafa enn ekki gefið upp alla von um að ná aftur sambandi við geimfarið þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá því í fjóra mánuði eftir að tröllaukinn sandstormur gekk yfir reikistjörnuna Mars. Leiðangur Opportunity hefur staðið yfir í fjórtán ár. Talið er að könnunarjeppinn langlífi hafi lagst í dvala í sumar þegar ógurlegur stormur geisaði á yfirborði Mars sem skyggði á allt sólarljós. Jeppinn er knúinn sólarorku. Án hennar getur jeppinn ekki haldið hiturum gangandi sem verja viðkvæm mælitæki fyrir nístandi kuldanum á yfirborði Mars. Síðast spurðist til Opportunity 10. júní. Tíu dögum síðar teygði stomurinn sinn þvert yfir rauðu reikistjörnuna. Storminum slotaði ekki fyrr en seint í júlí þó að sandur og ryk væri enn í lofti næstu vikurnar á eftir. Um miðjan september gerðu stjórnendur leiðangursins ráð fyrir því að loftið væri orðið nógu hreint til að jeppinn gæti hlaðið sólarrafhlöður sínar. Síðan þá hefur sérstakt 45 daga hlustunarverkefni staðið yfir til að fylgjast með hvort að Opportunity kvikni aftur til lífsins. Aðeins þriðjungur þess tíma er nú eftir án þess að nokkuð hafi heyrst frá geimfarinu. Space.com segir að ef ekkert heyrist frekar frá geimfarinu muni bandaríska geimvísindastofnunin NASA endurskoða áform sín um að halda lífi í leiðangrinum. Verkfræðingar og tæknimenn muni þó áfram hlusta eftir merki frá Opportunity, að minnsta kosti út janúar.Vindatímabilið gæti enn komið Opportunity til bjargar Ekki er loku fyrir það skotið að jeppinn vakni aftur af værum blundi. Verkfræðingar NASA telja mögulegt að þrátt fyrir að storminum hafi slotað þá þeki sandur og ryk enn sólarsellur geimfarsins. Ómögulegt sé að segja til um hversu miklum sandi stormurinn hafi ausið yfir jeppann. Sé sú raunin gæti árstíðarbundið vindatímabil enn bjargað Opportunity. Það stendur yfir frá nóvember fram í janúar. Stjórnendur leiðangursins hafa nýtt sér það áður til þess að hreinsa ryk af sólarsellum jeppans með því að leggja honum þannig að vindurinn feyki því burt. „Teymið er enn vongott um að það gæti heyrst í jeppanum á þessu tímabili ef ryk hreinsast af honum,“ sagði NASA í síðustu viku. Opportunity lenti ásamt systurfari sínu Spirit á Mars í janúar árið 2004. Upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjá mánuði. Spirit hélt hins vegar ferð sinni áfram til ársins 2010. Opportunity hefur reynst enn langlífari. Það er nú það geimfar sem hefur ferðast lengst á yfirborði annars hnattar, alls um 45 kílómetra. Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Stjórnendur könnunarjeppans Opportunity hafa enn ekki gefið upp alla von um að ná aftur sambandi við geimfarið þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá því í fjóra mánuði eftir að tröllaukinn sandstormur gekk yfir reikistjörnuna Mars. Leiðangur Opportunity hefur staðið yfir í fjórtán ár. Talið er að könnunarjeppinn langlífi hafi lagst í dvala í sumar þegar ógurlegur stormur geisaði á yfirborði Mars sem skyggði á allt sólarljós. Jeppinn er knúinn sólarorku. Án hennar getur jeppinn ekki haldið hiturum gangandi sem verja viðkvæm mælitæki fyrir nístandi kuldanum á yfirborði Mars. Síðast spurðist til Opportunity 10. júní. Tíu dögum síðar teygði stomurinn sinn þvert yfir rauðu reikistjörnuna. Storminum slotaði ekki fyrr en seint í júlí þó að sandur og ryk væri enn í lofti næstu vikurnar á eftir. Um miðjan september gerðu stjórnendur leiðangursins ráð fyrir því að loftið væri orðið nógu hreint til að jeppinn gæti hlaðið sólarrafhlöður sínar. Síðan þá hefur sérstakt 45 daga hlustunarverkefni staðið yfir til að fylgjast með hvort að Opportunity kvikni aftur til lífsins. Aðeins þriðjungur þess tíma er nú eftir án þess að nokkuð hafi heyrst frá geimfarinu. Space.com segir að ef ekkert heyrist frekar frá geimfarinu muni bandaríska geimvísindastofnunin NASA endurskoða áform sín um að halda lífi í leiðangrinum. Verkfræðingar og tæknimenn muni þó áfram hlusta eftir merki frá Opportunity, að minnsta kosti út janúar.Vindatímabilið gæti enn komið Opportunity til bjargar Ekki er loku fyrir það skotið að jeppinn vakni aftur af værum blundi. Verkfræðingar NASA telja mögulegt að þrátt fyrir að storminum hafi slotað þá þeki sandur og ryk enn sólarsellur geimfarsins. Ómögulegt sé að segja til um hversu miklum sandi stormurinn hafi ausið yfir jeppann. Sé sú raunin gæti árstíðarbundið vindatímabil enn bjargað Opportunity. Það stendur yfir frá nóvember fram í janúar. Stjórnendur leiðangursins hafa nýtt sér það áður til þess að hreinsa ryk af sólarsellum jeppans með því að leggja honum þannig að vindurinn feyki því burt. „Teymið er enn vongott um að það gæti heyrst í jeppanum á þessu tímabili ef ryk hreinsast af honum,“ sagði NASA í síðustu viku. Opportunity lenti ásamt systurfari sínu Spirit á Mars í janúar árið 2004. Upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjá mánuði. Spirit hélt hins vegar ferð sinni áfram til ársins 2010. Opportunity hefur reynst enn langlífari. Það er nú það geimfar sem hefur ferðast lengst á yfirborði annars hnattar, alls um 45 kílómetra.
Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11
Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52