Oklahoma hafði betur gegn Milwaukee í spennutrylli, 119-115. Framlengja þurfti leikinn eftir að staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma.
Christian Wood var stigahæstur hjá Milwaukee með nítján stig en næstur kom Tyler Zeller með sautján og Tim Frazier með fjórtán.
Hjá Oklahoma var Paul George stigahæstur með 26 stig. Hamidou Diallo gerði nítján og Deonte Burton bætti við sextán stigum.
Í hinum leik næturinnar hafði LA Clippers betur gegn Denver á heimavelli en LA Clippers vann að lokum með sex stigum, 109-103.
Það voru margir sem lögðu lóð á vogaskálarnar hjá Denver. Stigahæstur var Trey Lyles með fimmtán stig en hjá LA Clippers var það Danilo Gallinari sem skoraði flest stig, eða sextán talsins.