Angela Merkel ætlar að hætta sem kanslari Þýskalands árið 2021. Fyrr í morgun tilkynnti hún forsvarsmönnum Kristinlegra demókrata (CDU) að hún ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram til formanns flokksins á aðalfundi í desember. Hún fylgdi því svo eftir með blaðamannafundi í dag þar sem hún sagðist ætla að hætta sem formaður flokksins á næstu dögum.
Þá sagðist hún ætla að segja skilið við stjórnmálin eftir árið 2021.
Sjá einnig: Angela Merkel hættir eftir átján ára formennsku
Ástæða þessa er slæmt gengi CDU, systurflokka og annarra ríkisstjórnarflokka í kosningum að undanförnu. Merkel sagðist á blaðamannafundinum vera að axla ábyrgð á því slæma gengi. Hún sagðist þó hafa tekið þá ákvörðun að bjóða sig ekki aftur fram til formanns í sumar.
Hún sagði það hafa verið heiður að fá að vera formaður Kristilegra demókrata í öll þess ár og sagðist vera viss um að nú væri rétti tíminn til að opna á nýjan kafla fyrir flokkinn.
Angela Merkel hættir sem kanslari árið 2021
Samúel Karl Ólason skrifar
