Skotárás í Pittsburgh: Árásarmaðurinn í haldi lögreglu Andri Eysteinsson skrifar 27. október 2018 15:32 Lögreglumenn í Pittsburgh Vísir/EPA Skotið var á gesti Tree of Life bænahúsinu í Pittsburgh í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. CBS segir það staðfest að átta hafi látist í árásinni. Árásarmaðurinn, sem hefur eingöngu verið lýst sem hvítum skeggjuðum karlmanni, var handtekinn af lögreglu í kringum klukkan 15:30 á íslenskum tíma. Lögregluforinginn Jason Lando hvatti íbúa Squirrel Hill hverfisins til að halda sig innandyra, ástandið væri óöruggt. Lögreglan í Pittsburgh hafði klukkan 14:34 tilkynnt um byssumann á svæðinu í kringum Wilkins breiðgötuna og Shady breiðgötuna en þar er Tree of Life bænahúsið að finna.NBC segir að 12 manns hafi orðið fyrir skoti þar með taldir nokkrir lögreglumenn. Samkvæmt KDKA, útibúi CBS í Pittsburgh, mun maðurinn hafa gengið inn í bænahúsið og æpt „Allir gyðingar verða að deyja“. Þegar lögreglu bar að garði hóf maðurinn að skjóta á þá. Í kúlnahríðinni á maðurinn að hafa særst og eftir viðræður við lögreglumenn gaf hann sig fram og var handtekinn. Mikill fjöldi íbúa Squirrel Hill hverfisins aðhyllast gyðingdóm og var árásin gerð á sama tíma og bænastund átti að hefjast í Tree of Life. Donald Trump Bandaríkjaforseti bað guð um að blessa alla í Pittsburgh og hvatti líkt og Lando fólk til að halda sig heima fyrir.Watching the events unfolding in Pittsburgh, Pennsylvania. Law enforcement on the scene. People in Squirrel Hill area should remain sheltered. Looks like multiple fatalities. Beware of active shooter. God Bless All! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 27, 2018Fréttin hefur verið uppfærð Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Skotið var á gesti Tree of Life bænahúsinu í Pittsburgh í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. CBS segir það staðfest að átta hafi látist í árásinni. Árásarmaðurinn, sem hefur eingöngu verið lýst sem hvítum skeggjuðum karlmanni, var handtekinn af lögreglu í kringum klukkan 15:30 á íslenskum tíma. Lögregluforinginn Jason Lando hvatti íbúa Squirrel Hill hverfisins til að halda sig innandyra, ástandið væri óöruggt. Lögreglan í Pittsburgh hafði klukkan 14:34 tilkynnt um byssumann á svæðinu í kringum Wilkins breiðgötuna og Shady breiðgötuna en þar er Tree of Life bænahúsið að finna.NBC segir að 12 manns hafi orðið fyrir skoti þar með taldir nokkrir lögreglumenn. Samkvæmt KDKA, útibúi CBS í Pittsburgh, mun maðurinn hafa gengið inn í bænahúsið og æpt „Allir gyðingar verða að deyja“. Þegar lögreglu bar að garði hóf maðurinn að skjóta á þá. Í kúlnahríðinni á maðurinn að hafa særst og eftir viðræður við lögreglumenn gaf hann sig fram og var handtekinn. Mikill fjöldi íbúa Squirrel Hill hverfisins aðhyllast gyðingdóm og var árásin gerð á sama tíma og bænastund átti að hefjast í Tree of Life. Donald Trump Bandaríkjaforseti bað guð um að blessa alla í Pittsburgh og hvatti líkt og Lando fólk til að halda sig heima fyrir.Watching the events unfolding in Pittsburgh, Pennsylvania. Law enforcement on the scene. People in Squirrel Hill area should remain sheltered. Looks like multiple fatalities. Beware of active shooter. God Bless All! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 27, 2018Fréttin hefur verið uppfærð
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira