Nú þarf að bretta upp ermarnar segir Drífa Snædal Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2018 19:00 Nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins segir tíma til kominn að bretta upp ermarnar því gríðarleg verkefni bíði verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. Styrkur hreyfingarinnar og árangur ráðist af því hvernig takist til við að skapa breiða samstöðu aðildarfélaga ASÍ við samningaborðið. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri Afls starfsgreinasambands buðu sig bæði fram til embættis forseta Alþýðusambandsins. Að lokum fór það svo að Drífa var kjörin með afgerandi meirihluta atkvæða eða 65,8 prósentum en Sverrir Mar hlaut 34,2 prósent. Drífa sem er fyrsta konan til að verða kjörin forseti ASÍ þakkaði stuðninginn í aðdraganda kosninganna og mótframbjóðanda sínum fyrir góða baráttu. „Það er ekkert sérstaklega félagslegt við það að etja samherjum hverjum gegn öðrum. Því er það mjög mikilvægt eftir kosningar að leggja til hliðar hver studdi hvern gegn hverjum og líta á alla sem samherja í baráttunni. Það mun ég vanda mig við að gera og vinna fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga innan ASÍ,“ sagði Drífa eftir að kjöri hennar var lýst. Þá þakkaði hún baráttu kvenna í gegnum tíðina að hún hefði nú náð kjöri í embætti forseta ASÍ. „Allar fyrirmyndirnar á opinberum vettvangi og í einkalífinu. Formæður, vinkonur og félagar í baráttunni. Allt stórkostlegar konur sem hafa rutt brautina hver með sínum hætti,“ sagði nýkjörinn forseti ASÍ.Styrkurinn ræðst af samstöðunni Hvað sem öllum óskum um einingu varðar hafa verið deilur innan ASÍ undanfarin misseri þar sem fráfarandi forysta sat m.a. undir gagnrýni nýlega kjörinna formanna VR og Eflingar. Sá armur innan ASÍ vann nokkurn sigur með kjöri Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags- og sjómannafélags Akraness í embætti fyrsta varaforseta með 59,8 prósentum atkvæða gegn 40,2 prósentum atkvæða Guðbrands Einarssonar formanns Landssambands verslunarmanna. Þá var Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins kjörinn annar varaforseti. Ærin verkefni bíða nýrrar forystu Alþýðusambandsins við að sameina kröfur allra þeirra fjölmörgu félaga og sambanda sem eru innan ASÍ. En gildandi kjarasamningar renna út um áramótin.Skiptir það máli að kona er nú komin í brúna? „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,“ sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir fyrsta ávarp sitt til þingfulltrúa eftir að hún var kjörin. Bæta þurfi lífskjörin meðal annars í gegnum skattkerfið. „Baráttan gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn.“Ertu að vonast til að það takist að skapa stóra breiðfylkingu ykkar megin borðsins við samningana? „Já það vona ég svo sannarlega. Því styrkurinn og árangurinn ræðst af því,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins segir tíma til kominn að bretta upp ermarnar því gríðarleg verkefni bíði verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum. Styrkur hreyfingarinnar og árangur ráðist af því hvernig takist til við að skapa breiða samstöðu aðildarfélaga ASÍ við samningaborðið. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri Afls starfsgreinasambands buðu sig bæði fram til embættis forseta Alþýðusambandsins. Að lokum fór það svo að Drífa var kjörin með afgerandi meirihluta atkvæða eða 65,8 prósentum en Sverrir Mar hlaut 34,2 prósent. Drífa sem er fyrsta konan til að verða kjörin forseti ASÍ þakkaði stuðninginn í aðdraganda kosninganna og mótframbjóðanda sínum fyrir góða baráttu. „Það er ekkert sérstaklega félagslegt við það að etja samherjum hverjum gegn öðrum. Því er það mjög mikilvægt eftir kosningar að leggja til hliðar hver studdi hvern gegn hverjum og líta á alla sem samherja í baráttunni. Það mun ég vanda mig við að gera og vinna fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga innan ASÍ,“ sagði Drífa eftir að kjöri hennar var lýst. Þá þakkaði hún baráttu kvenna í gegnum tíðina að hún hefði nú náð kjöri í embætti forseta ASÍ. „Allar fyrirmyndirnar á opinberum vettvangi og í einkalífinu. Formæður, vinkonur og félagar í baráttunni. Allt stórkostlegar konur sem hafa rutt brautina hver með sínum hætti,“ sagði nýkjörinn forseti ASÍ.Styrkurinn ræðst af samstöðunni Hvað sem öllum óskum um einingu varðar hafa verið deilur innan ASÍ undanfarin misseri þar sem fráfarandi forysta sat m.a. undir gagnrýni nýlega kjörinna formanna VR og Eflingar. Sá armur innan ASÍ vann nokkurn sigur með kjöri Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags- og sjómannafélags Akraness í embætti fyrsta varaforseta með 59,8 prósentum atkvæða gegn 40,2 prósentum atkvæða Guðbrands Einarssonar formanns Landssambands verslunarmanna. Þá var Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins kjörinn annar varaforseti. Ærin verkefni bíða nýrrar forystu Alþýðusambandsins við að sameina kröfur allra þeirra fjölmörgu félaga og sambanda sem eru innan ASÍ. En gildandi kjarasamningar renna út um áramótin.Skiptir það máli að kona er nú komin í brúna? „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,“ sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir fyrsta ávarp sitt til þingfulltrúa eftir að hún var kjörin. Bæta þurfi lífskjörin meðal annars í gegnum skattkerfið. „Baráttan gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn.“Ertu að vonast til að það takist að skapa stóra breiðfylkingu ykkar megin borðsins við samningana? „Já það vona ég svo sannarlega. Því styrkurinn og árangurinn ræðst af því,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira