Suarez skoraði þrjú er Barcelona niðurlægði Real Anton Ingi Leifsson skrifar 28. október 2018 17:00 Börsungar fagna. vísir/getty Barcelona gerði sér lítið fyrir og skellti Real Madrid, 5-1, í El Clasico en leikið var á Camp Nou í kvöld. Barcelona var 2-0 yfir í hálfleik. Þetta var í fyrsta skipti síðan 2007 sem Barcelona lék án Leo Messi og Real Madrid án Cristiano Ronaldo svo það biðu margir spenntir eftir leik dagsins. Það voru ekki liðnar nema ellefu mínútur er Philippe Coutinho kom Börsungum yfir eftir frábæra sókn þar sem leikmenn Börsunga spiluðu 30 sendingar á milli sín áður en Alba spilaði á Coutinho sem skoraði. Börsungar fengu svo VAR-vítaspyrnu eftir að Raphael Varane braut á Luis Suarez. Dómarinn skoðaði það í myndbandsupptökum og dæmdi víti. Suarez sjálfur á punktinn og tvöfaldaði forystuna. Það var allt annað að sjá Real Madrid í upphafi síðari hálfleiks. Þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var það vinstri bakvörðurinn Marcelo sem minnkaði muninn í 2-1. Veislan var rétt að byrja. Real hafði átt nokkrar álitlegar sóknir en það var Luis Suarez sem skoraði næsta mark. Hann skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok með stórkostlegum skalla eftir sendingu Sergi Robero. Úrúgvæinn var ekki hættur. Átta mínútum síðar skoraði Suarez þriðja mark sitt og fjórða mark Real eftir hörmuleg mistök Sergio Ramos í vörn Real Madrid. Niðurlægingin var ekki fullkomnuð fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok er varamennirnir Arturo Vidal og Ousmane Dembele bjuggu til síðasta markið. Dembele gaf frábæra sendingu fyrir markið þar sem Vidal kom á fullri ferð og kláraði færið vel. Lokatölur 5-1. Barcelona er á toppnum með 21 stig en Real Madrid er í níunda sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir erkifjendunum í Barcelona. Spænski boltinn
Barcelona gerði sér lítið fyrir og skellti Real Madrid, 5-1, í El Clasico en leikið var á Camp Nou í kvöld. Barcelona var 2-0 yfir í hálfleik. Þetta var í fyrsta skipti síðan 2007 sem Barcelona lék án Leo Messi og Real Madrid án Cristiano Ronaldo svo það biðu margir spenntir eftir leik dagsins. Það voru ekki liðnar nema ellefu mínútur er Philippe Coutinho kom Börsungum yfir eftir frábæra sókn þar sem leikmenn Börsunga spiluðu 30 sendingar á milli sín áður en Alba spilaði á Coutinho sem skoraði. Börsungar fengu svo VAR-vítaspyrnu eftir að Raphael Varane braut á Luis Suarez. Dómarinn skoðaði það í myndbandsupptökum og dæmdi víti. Suarez sjálfur á punktinn og tvöfaldaði forystuna. Það var allt annað að sjá Real Madrid í upphafi síðari hálfleiks. Þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var það vinstri bakvörðurinn Marcelo sem minnkaði muninn í 2-1. Veislan var rétt að byrja. Real hafði átt nokkrar álitlegar sóknir en það var Luis Suarez sem skoraði næsta mark. Hann skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok með stórkostlegum skalla eftir sendingu Sergi Robero. Úrúgvæinn var ekki hættur. Átta mínútum síðar skoraði Suarez þriðja mark sitt og fjórða mark Real eftir hörmuleg mistök Sergio Ramos í vörn Real Madrid. Niðurlægingin var ekki fullkomnuð fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok er varamennirnir Arturo Vidal og Ousmane Dembele bjuggu til síðasta markið. Dembele gaf frábæra sendingu fyrir markið þar sem Vidal kom á fullri ferð og kláraði færið vel. Lokatölur 5-1. Barcelona er á toppnum með 21 stig en Real Madrid er í níunda sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir erkifjendunum í Barcelona.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti