Umdeild mál ekki leyfð á veggjum Leifsstöðvar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. október 2018 06:00 Skiltið hékk í innritunarsal Leifsstöðvar í tíu daga en var þá tekið niður að ákvörðun Isavia. Ákvörðun sem kom Icelandic Wildlife Fund mjög á óvart. IWF „Mér finnst þetta nú fyrst og fremst snúast um tjáningarfrelsi og hvort þetta opinbera félag megi koma í veg fyrir að félagasamtök birti auglýsingu, sem varðar almannahagsmuni og á því erindi til almennings, í rými þar sem auglýsingar eru almennt leyfðar,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, en nýtt og breytt auglýsingaskilti samtakanna fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð, þrátt fyrir breytingar sem gerðar hafa verið á texta þess eftir niðurstöðu siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Eins og Fréttablaðið greindi frá lét Isavia fjarlægja skilti samtakanna úr komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í júlí, þegar skiltið hafði hangið þar í tíu daga. Rök Isavia fyrir því að taka auglýsinguna niður voru meðal annars að hún lyti að álitaefni sem tveir hópar tækjust á um í samfélaginu og Isavia hefði litið svo á að auglýsingin bryti í bága við siðareglur SÍA sem kveði á um að auglýsingar skuli ekki vera rangar og hvorki vega að öðru fólki né fyrirtækjum. Á skiltinu umdeilda var fjallað um neikvæð áhrif stórfellds laxeldis í opnum sjókvíum á umhverfið og einkum á villta Atlantshafslaxinn og vísað til Íslands sem síðasta vígis stofnsins. Samtökin kvörtuðu til siðanefndarinnar, sem komst, eftir langa yfirlegu, að þeirri niðurstöðu að ekki væri vegið að öðrum fyrirtækjum með efni skiltisins og helstu rök Isavia fyrir því að taka skiltið niður stæðust því ekki. Í áliti nefndarinnar kemur fram að hún hafni því ekki að fullyrðingar á skiltinu um að Ísland sé síðasta vígi Atlantshafslaxins og að laxeldi í opnum sjókvíum leiði til útrýmingar hinna einstöku villtu laxastofna Íslands, kunni að vera sannar, en telur þó að með fullyrðingunum sé engu að síður of fast að orði kveðið. Í kjölfar niðurstöðu siðanefndarinnar sendu samtökin tillögu um nýtt skilti, þar sem ekki er eins fast að orði kveðið, til Isavia með ósk um uppsetningu. Isavia hefur nú synjað uppsetningu skiltisins með þeim rökum að auglýsingarými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli séu nýtt til að kynna vörur eða þjónustu en verði ekki vettvangur deilna um viðkvæm og umdeild málefni. Svo segir í rökstuðningi Isavia: „Það er ljóst að auglýsing IWF fjallar um viðkvæmt málefni sem er mikið deilumál í íslensku þjóðlífi og stjórnmálum nú um stundir. Isavia mun því ekki veita heimild fyrir því að sú auglýsing sem borist hefur frá IWF verði sett upp í flugstöðinni. Það sama gildir um allar auglýsingar sama eðlis, algjörlega óháð málefnum eða þeirri afstöðu sem fram í þeim kemur.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
„Mér finnst þetta nú fyrst og fremst snúast um tjáningarfrelsi og hvort þetta opinbera félag megi koma í veg fyrir að félagasamtök birti auglýsingu, sem varðar almannahagsmuni og á því erindi til almennings, í rými þar sem auglýsingar eru almennt leyfðar,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, en nýtt og breytt auglýsingaskilti samtakanna fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð, þrátt fyrir breytingar sem gerðar hafa verið á texta þess eftir niðurstöðu siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Eins og Fréttablaðið greindi frá lét Isavia fjarlægja skilti samtakanna úr komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í júlí, þegar skiltið hafði hangið þar í tíu daga. Rök Isavia fyrir því að taka auglýsinguna niður voru meðal annars að hún lyti að álitaefni sem tveir hópar tækjust á um í samfélaginu og Isavia hefði litið svo á að auglýsingin bryti í bága við siðareglur SÍA sem kveði á um að auglýsingar skuli ekki vera rangar og hvorki vega að öðru fólki né fyrirtækjum. Á skiltinu umdeilda var fjallað um neikvæð áhrif stórfellds laxeldis í opnum sjókvíum á umhverfið og einkum á villta Atlantshafslaxinn og vísað til Íslands sem síðasta vígis stofnsins. Samtökin kvörtuðu til siðanefndarinnar, sem komst, eftir langa yfirlegu, að þeirri niðurstöðu að ekki væri vegið að öðrum fyrirtækjum með efni skiltisins og helstu rök Isavia fyrir því að taka skiltið niður stæðust því ekki. Í áliti nefndarinnar kemur fram að hún hafni því ekki að fullyrðingar á skiltinu um að Ísland sé síðasta vígi Atlantshafslaxins og að laxeldi í opnum sjókvíum leiði til útrýmingar hinna einstöku villtu laxastofna Íslands, kunni að vera sannar, en telur þó að með fullyrðingunum sé engu að síður of fast að orði kveðið. Í kjölfar niðurstöðu siðanefndarinnar sendu samtökin tillögu um nýtt skilti, þar sem ekki er eins fast að orði kveðið, til Isavia með ósk um uppsetningu. Isavia hefur nú synjað uppsetningu skiltisins með þeim rökum að auglýsingarými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli séu nýtt til að kynna vörur eða þjónustu en verði ekki vettvangur deilna um viðkvæm og umdeild málefni. Svo segir í rökstuðningi Isavia: „Það er ljóst að auglýsing IWF fjallar um viðkvæmt málefni sem er mikið deilumál í íslensku þjóðlífi og stjórnmálum nú um stundir. Isavia mun því ekki veita heimild fyrir því að sú auglýsing sem borist hefur frá IWF verði sett upp í flugstöðinni. Það sama gildir um allar auglýsingar sama eðlis, algjörlega óháð málefnum eða þeirri afstöðu sem fram í þeim kemur.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00