Verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera stjórnmálaflokkur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. október 2018 10:58 Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ segist ganga sáttur frá borði. Vísir/Vilhelm Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslandssegir margt hafa unnist í verkalýðsbaráttunni síðan hann tók við fyrir tíu árum og segir að verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera stjórnmálaflokkur. Þetta sagði Gylfi í setningarræðu sinni á 43. þingi ASÍ sem hófst í morgun. Hanntelur að þrátt fyrri að verkalýðshreyfingunni hafi tekist með samstöðu sinni að hækka lægstu laun langt umfram almenna launaþróun hafi það ekki leitt til þeirra bættu lífskjara þeirra hópa sem að var stefnt. Ástæðan sé að stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum á undanförnum árum hirt lungann af þeim ávinningi sem kjarasamningar hafi trygg þeim launalægstu. „Við erum að tala um skerðingu skattleysismarka, lækkun barnabóta, lækkun vaxta- og húsnæðisbóta á sama tíma og stjórnvöld hafa vanrækt hlutverk sitt á húsnæðismarkaði og fasteignaverð og húsaleiga hækkar upp úr öllu valdi. Fólk veigrar sér við að leita læknis vegna hárrar gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu. Skerðingar á greiðslum almannatrygginga með miklum tekjutengingum gagnvart greiðslum lífeyrissjóðanna eru enn eitt dæmið um hvernig ríkið hefur höggvið þar sem hlífa skyldi.,“ sagði Gylfi og hélt áfram og nefndi umdeildar launahækkanir Kjararáðs, sem nú hefur verið lagt niður. „Tillaga ASÍ var samstaða allra um nýjan þjóðarsáttmála, þar sem auknum tekjum ríkis og sveitarfélaga af hagvexti yrði varið til eflingar velferðar- og félagsmála. Því miður var ríkisstjórnin, undir forsæti Vinstri Grænna, ekki tilbúin til þess þessa verks og því var miðstjórn ASÍ nauðugur sá kostur að hafna þátttöku í þjóðhagsráði sem átti að vera samráðsvettvangur aðila til þess að tryggja hér efnahagslegan og félagslegan stöðugleika. Í allri þessari umræðu hefur það alltaf legið ljóst fyrir, að ASÍ myndi aldrei sætta sig við aukin ójöfnuð og misrétti.“ Taldi hann að þetta væri rót þeirrar reiði sem birtist í samfélaginu og hefði meðal annars teygt anga sína inn í verkalýðshreyfinguna, en mikið umrót hefur verið þar undanfarin misseri.Erfið staða á árunum eftir hrun Gylfi lætur nú af embætti forseta ASÍ eftir tíu ára starf. Hann tók við embættinu í október 2008, eða stuttu eftir að Geir H. Haarde bað Guð að blessa Ísland, eins og hann orðaði það. Hann segir að valkostirnir hafi ekki verið margir þegar hann tók við og að þeir hafi allir verið erfiðir. „Ríkissjóður var ekki bara tómur, heldur var hallareksturinn af óþekktu umfangi og ljóst að geta hans til að axla miklar byrðar var lítil sem engin. En það var eitt og aðeins eitt sem kom aldrei til greina og það var að leggja árar í bát og láta hrekjast undan fárviðrinu.“ Hann segir að verkalýðshreyfingin hafi ákveðið að stinga sér á kafi í það verkefni að tryggja framfærslu, atvinnu og afkomu félagsmanna. Þá hafi raunverulegur styrkur ASÍ og félagsmanna komið í ljós. „Ég vil leyfa mér að fullyrða að sá styrkur birtist ekki í því hverjir fóru fremstir í átökunum og mótmælunum á Austurvelli,“ sagði Gylfi. „Alþýðusambandið og forysta þess hefur verið gagnrýnd fyrir að gera sig ekki gildandi á Austurvelli og ég get alveg viðurkennt hér að það kom svo sannarlega til álita á sínum tíma. Þegar málið var tekið upp við þá sem stóðu að mótmælunum á Austurvelli – Hörð Torfason og félaga – vorum við einfaldlega beðin um að halda okkur fjarri! Þetta var og átti að vera vettvangur grasrótarinnar en ekki skipulagðra samtaka, hvort sem það væru stjórnmálaflokkar eða verkalýðsfélög. Við sem skipuðum forystusveit ASÍ þá féllumst einfaldlega á þessa nálgun, því okkar beið annað hlutverk og engu minna.“ASÍ hafi einungis eina hagsmuni og eitt pólitískt markmið Gylfi segir að Alþýðusambandið sé og eigi að vera stór og áhrifamikil samtök í íslensku samfélagi. „Við höfum einungis eina hagsmuni og eitt pólitískt markmið og það er að tryggja velferð, menntun og öryggi alls vinnandi fólks og þeirra félaga okkar sem misst hafa vinnu, örkumlast eða hverfa af vinnumarkaði sökum aldurs. Að því leiti erum við stjórnmálaafl en við erum ekki og eigum ekki að vera stjórnmálaflokkur. Innan okkar raða eru stuðningsmenn og andstæðingar allra stjórnmálaflokka en sem sameinast innan okkar raða sem samstæður hópur vegna þess að þeir vilja vinna að þeim grundvallarhagsmunum sem við eigum saman þvert á alla stjórnmálaflokka og stefnur.“ Hann segir að aflið sem verkalýðshreyfingin hafi sé ekki sótt í kosningar á fjögurra ára fresti heldur í þá samstöðu sem verður til við gerð kjarasamninga og vitund atvinnurekenda og stjórnvalda um að þau vopn sem hreyfingin búi yfir séu öflug, þurfi að grípa til þeirra. Hann segir ASÍ og íslenskt samfélag standa frammi fyrir miklum áskorunum nú þegar undirbúningur kjarasamninga stendur sem hæst og toppi hagsveiflunnar hefur verið náð.Miklar áskoranir framundan „Í þeirri baráttu sem framundan er megum við ekki missa sjónar af þeim grundvallaratriðum sem ég hef fjallað um hér að framan og reynslan hefur kennt okkur, hvort sem mönnum líkar það betur eða ver, að sígandi lukka og aukinn kaupmáttur lægstu launa á grundvelli kjarasamninga sem gerðir eru í samhengi við stöðu atvinnuveganna á hverjum tíma hafa fært okkur mestan árangur.“ Hann segir að verkalýðshreyfingin njóti enn baráttuaðferðarinnar sem notuð var í kjölfar efnahagshrunsins. Staðan sé þó viðkvæm og ýmis teikn á lofti um að landið stefni í aðra efnahagslægð. „Við þær aðstæður er það skylda okkar að koma einhuga og fumlaust að verki, líkt og við gerðum fyrir 10 árum,“ sagði Gylfi. En allt er breytingum háð og margt bendir til þess að áherslur og baráttuaðferðir stærstu aðildarsamtaka ASÍ verði með nokkuð öðrum hætti en verið hefur um lagt skeið. Hann sagði að það væri ekki sitt að dæma hvort það muni verða félagsmönnum ASÍ til heilla í framtíðinni, þar sem hann hefði ákveðið að stíga til hliðar en vitnaði í Sókrates í málsvörn hans í síðustu samræðu hans við félaga sína:„Nú skiljast leiðir en hvor fer betri för er öllum hulið nema guðinum.“ Að lokum þakkaði Gylfi fyrir stuðningin síðustu tíu ár og þakkaði félagsmönnum fyrir að hafa leyft honum að þjóna þeim og sinna verkefnum sem hafi verið honum hjartans mál. Sagðist hann ganga sáttur frá borði og sagðist treysta grasrót hreyfingarinnar til að halda merki ASÍ og íslenskrar verkalýðshreyfingar á lofti. Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: 43. þing Alþýðusambands Íslands Þrjú hundruð fulltrúar frá 48 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 43. þingi ASÍ á morgun. Þar verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin á föstudag. 24. október 2018 09:46 Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. 23. október 2018 13:28 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslandssegir margt hafa unnist í verkalýðsbaráttunni síðan hann tók við fyrir tíu árum og segir að verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera stjórnmálaflokkur. Þetta sagði Gylfi í setningarræðu sinni á 43. þingi ASÍ sem hófst í morgun. Hanntelur að þrátt fyrri að verkalýðshreyfingunni hafi tekist með samstöðu sinni að hækka lægstu laun langt umfram almenna launaþróun hafi það ekki leitt til þeirra bættu lífskjara þeirra hópa sem að var stefnt. Ástæðan sé að stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum á undanförnum árum hirt lungann af þeim ávinningi sem kjarasamningar hafi trygg þeim launalægstu. „Við erum að tala um skerðingu skattleysismarka, lækkun barnabóta, lækkun vaxta- og húsnæðisbóta á sama tíma og stjórnvöld hafa vanrækt hlutverk sitt á húsnæðismarkaði og fasteignaverð og húsaleiga hækkar upp úr öllu valdi. Fólk veigrar sér við að leita læknis vegna hárrar gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu. Skerðingar á greiðslum almannatrygginga með miklum tekjutengingum gagnvart greiðslum lífeyrissjóðanna eru enn eitt dæmið um hvernig ríkið hefur höggvið þar sem hlífa skyldi.,“ sagði Gylfi og hélt áfram og nefndi umdeildar launahækkanir Kjararáðs, sem nú hefur verið lagt niður. „Tillaga ASÍ var samstaða allra um nýjan þjóðarsáttmála, þar sem auknum tekjum ríkis og sveitarfélaga af hagvexti yrði varið til eflingar velferðar- og félagsmála. Því miður var ríkisstjórnin, undir forsæti Vinstri Grænna, ekki tilbúin til þess þessa verks og því var miðstjórn ASÍ nauðugur sá kostur að hafna þátttöku í þjóðhagsráði sem átti að vera samráðsvettvangur aðila til þess að tryggja hér efnahagslegan og félagslegan stöðugleika. Í allri þessari umræðu hefur það alltaf legið ljóst fyrir, að ASÍ myndi aldrei sætta sig við aukin ójöfnuð og misrétti.“ Taldi hann að þetta væri rót þeirrar reiði sem birtist í samfélaginu og hefði meðal annars teygt anga sína inn í verkalýðshreyfinguna, en mikið umrót hefur verið þar undanfarin misseri.Erfið staða á árunum eftir hrun Gylfi lætur nú af embætti forseta ASÍ eftir tíu ára starf. Hann tók við embættinu í október 2008, eða stuttu eftir að Geir H. Haarde bað Guð að blessa Ísland, eins og hann orðaði það. Hann segir að valkostirnir hafi ekki verið margir þegar hann tók við og að þeir hafi allir verið erfiðir. „Ríkissjóður var ekki bara tómur, heldur var hallareksturinn af óþekktu umfangi og ljóst að geta hans til að axla miklar byrðar var lítil sem engin. En það var eitt og aðeins eitt sem kom aldrei til greina og það var að leggja árar í bát og láta hrekjast undan fárviðrinu.“ Hann segir að verkalýðshreyfingin hafi ákveðið að stinga sér á kafi í það verkefni að tryggja framfærslu, atvinnu og afkomu félagsmanna. Þá hafi raunverulegur styrkur ASÍ og félagsmanna komið í ljós. „Ég vil leyfa mér að fullyrða að sá styrkur birtist ekki í því hverjir fóru fremstir í átökunum og mótmælunum á Austurvelli,“ sagði Gylfi. „Alþýðusambandið og forysta þess hefur verið gagnrýnd fyrir að gera sig ekki gildandi á Austurvelli og ég get alveg viðurkennt hér að það kom svo sannarlega til álita á sínum tíma. Þegar málið var tekið upp við þá sem stóðu að mótmælunum á Austurvelli – Hörð Torfason og félaga – vorum við einfaldlega beðin um að halda okkur fjarri! Þetta var og átti að vera vettvangur grasrótarinnar en ekki skipulagðra samtaka, hvort sem það væru stjórnmálaflokkar eða verkalýðsfélög. Við sem skipuðum forystusveit ASÍ þá féllumst einfaldlega á þessa nálgun, því okkar beið annað hlutverk og engu minna.“ASÍ hafi einungis eina hagsmuni og eitt pólitískt markmið Gylfi segir að Alþýðusambandið sé og eigi að vera stór og áhrifamikil samtök í íslensku samfélagi. „Við höfum einungis eina hagsmuni og eitt pólitískt markmið og það er að tryggja velferð, menntun og öryggi alls vinnandi fólks og þeirra félaga okkar sem misst hafa vinnu, örkumlast eða hverfa af vinnumarkaði sökum aldurs. Að því leiti erum við stjórnmálaafl en við erum ekki og eigum ekki að vera stjórnmálaflokkur. Innan okkar raða eru stuðningsmenn og andstæðingar allra stjórnmálaflokka en sem sameinast innan okkar raða sem samstæður hópur vegna þess að þeir vilja vinna að þeim grundvallarhagsmunum sem við eigum saman þvert á alla stjórnmálaflokka og stefnur.“ Hann segir að aflið sem verkalýðshreyfingin hafi sé ekki sótt í kosningar á fjögurra ára fresti heldur í þá samstöðu sem verður til við gerð kjarasamninga og vitund atvinnurekenda og stjórnvalda um að þau vopn sem hreyfingin búi yfir séu öflug, þurfi að grípa til þeirra. Hann segir ASÍ og íslenskt samfélag standa frammi fyrir miklum áskorunum nú þegar undirbúningur kjarasamninga stendur sem hæst og toppi hagsveiflunnar hefur verið náð.Miklar áskoranir framundan „Í þeirri baráttu sem framundan er megum við ekki missa sjónar af þeim grundvallaratriðum sem ég hef fjallað um hér að framan og reynslan hefur kennt okkur, hvort sem mönnum líkar það betur eða ver, að sígandi lukka og aukinn kaupmáttur lægstu launa á grundvelli kjarasamninga sem gerðir eru í samhengi við stöðu atvinnuveganna á hverjum tíma hafa fært okkur mestan árangur.“ Hann segir að verkalýðshreyfingin njóti enn baráttuaðferðarinnar sem notuð var í kjölfar efnahagshrunsins. Staðan sé þó viðkvæm og ýmis teikn á lofti um að landið stefni í aðra efnahagslægð. „Við þær aðstæður er það skylda okkar að koma einhuga og fumlaust að verki, líkt og við gerðum fyrir 10 árum,“ sagði Gylfi. En allt er breytingum háð og margt bendir til þess að áherslur og baráttuaðferðir stærstu aðildarsamtaka ASÍ verði með nokkuð öðrum hætti en verið hefur um lagt skeið. Hann sagði að það væri ekki sitt að dæma hvort það muni verða félagsmönnum ASÍ til heilla í framtíðinni, þar sem hann hefði ákveðið að stíga til hliðar en vitnaði í Sókrates í málsvörn hans í síðustu samræðu hans við félaga sína:„Nú skiljast leiðir en hvor fer betri för er öllum hulið nema guðinum.“ Að lokum þakkaði Gylfi fyrir stuðningin síðustu tíu ár og þakkaði félagsmönnum fyrir að hafa leyft honum að þjóna þeim og sinna verkefnum sem hafi verið honum hjartans mál. Sagðist hann ganga sáttur frá borði og sagðist treysta grasrót hreyfingarinnar til að halda merki ASÍ og íslenskrar verkalýðshreyfingar á lofti.
Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: 43. þing Alþýðusambands Íslands Þrjú hundruð fulltrúar frá 48 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 43. þingi ASÍ á morgun. Þar verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin á föstudag. 24. október 2018 09:46 Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. 23. október 2018 13:28 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Bein útsending: 43. þing Alþýðusambands Íslands Þrjú hundruð fulltrúar frá 48 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 43. þingi ASÍ á morgun. Þar verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin á föstudag. 24. október 2018 09:46
Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. 23. október 2018 13:28