Virkum fjárfestum fækkar Ragnar Dyer skrifar 24. október 2018 08:00 Dagleg meðalvelta á verðbréfamarkaði hefur dregist saman um nærri 30% frá 2013. Helsta ástæðan framan af var minnkandi velta á skuldabréfamarkaði, en leiðrétt fyrir vísitölu neysluverðs hafa skuldabréfaviðskipti það sem af er ári ekki verið jafn lítil síðan 2000. Ef skoðaðar eru tölur frá 2017 og það sem af er 2018, hvort heldur sem er í hlutabréfum eða skuldabréfum, er samdrátturinn um 20% milli ára. Líta má svo á að dagleg meðalvelta skráðra verðbréfa á Íslandi sé einn mælikvarði á viðskiptavilja markaðsaðila. Fleiri viðskipti, og þar með aukin velta, gefa til kynna fjölbreyttari skoðanaskipti markaðsaðila, og er auk þess einn mælikvarði á seljanleika. Markaðsverð endurspeglar því undirliggjandi áhættu betur ef veltan er meiri. Eina árið frá 2013 þar sem veltan jókst á milli ára í báðum verðbréfaflokkum var 2015, eða um 30%. Nýfjárfesting erlendra aðila í verðbréfum var kraftmikil það ár, en erlend nýfjárfesting nam um 60 milljörðum, um 90% af þeirri upphæð fór í skuldabréf. Heildarupphæð nýfjárfestingar minnkaði í 40 milljarða árið eftir, en þá fór að bera meira á hlutabréfafjárfestingum. Sama ár var tilkynnt um innflæðishöft á fjármagn sem áður hafði leitað á skuldabréfamarkaðinn. Á fyrstu 8 mánuðum þessa árs leituðu aðeins 100 milljónir af erlendu innflæði inn á skuldabréfamarkaðinn, á sama tíma komu um 11 milljarðar inn á hlutabréfamarkaðinn. Ljóst er að verulega hefur hægt á erlendu innflæði inn á verðbréfamarkað. Það er varla tilviljun að samdráttur í erlendu innflæði hafi farið saman með minnkandi veltu. Erlendar rannsóknir benda til þess að velta sé meiri á mörkuðum með erlent innflæði. Það kann að skýrast af því að eðli erlendra fjárfesta er annað en innlendra. Stærstu fjárfestarnir hér á landi eru lífeyrissjóðir sem hreyfa sig mun sjaldnar en aðrir þegar kemur að fjárfestingarákvörðunum. Þá hafa sjóðirnir einbeitt sér í auknum mæli síðastu misseri að erlendum fjárfestingum og sjóðsfélagalánum, sem dregur úr fjármagni sem leitar á íslenskan verðbréfamarkað. Samhliða hafa innlendir verðbréfa- og fjárfestingasjóðir farið minnkandi. Þetta hefur haft þau áhrif að velta innlendra stofnanafjárfesta hefur minnkað. Hlutfall erlendra fjárfesta á hlutabréfamarkaði er tæplega 19% um þessar mundir, en hlutfallið var rúmlega 25% árið 2017 eftir ágætis aukningu milli ára. Fór það hæst árið 2007 þegar hlutfallið var tæplega 39%, ekki ósvipað og á Norðurlöndunum í dag. Minnkandi hlutfall erlendra fjárfesta hefur þannig dregið úr hlutfalli virkra fjárfesta á markaðnum, samhliða því sem stórir innlendir fjárfestir hafa dregið úr viðskiptum sínum. Þá hefur hlutabréfaeign almennings lítið breyst frá 2010, þegar hlutfallið minnkaði í 4,5%, en meiri virkni fylgir oft á tíðum minni fjárfestum. Hlutfallið var rúmlega 13% að meðaltali 2002-2007. Minni velta á hlutabréfamörkuðum getur þó einnig verið birtingarmynd þess að dregið hafi úr áhuga fjárfesta sökum lélegrar ávöxtunar. Uppgjör þó nokkurra fyrirtækja hafa valdið vonbrigðum að undanförnu auk þess sem stærð hlutabréfamarkaðarins og fjöldi skráðra fyrirtækja er umhugsunarefni. Margir fjárfestar treysta sér aðeins til að eiga ákveðið hlutfall í hverju fyrirtæki sökum áhættu. Því er fyrir öllu að fá fjölbreyttari fjárfestaflóru inn á íslenskan verðbréfamarkað. Fjölga þarf virkum fjárfestum ef tryggja á eðlilega verðmyndun á fjármálamörkuðum hér á landi. Víða erlendis er litið á aðkomu erlendra fjárfesta sem styrkleikamerki – til marks um traust þeirra á hagkerfinu. Auk þess fylgir slíkum fjárfestum agi, þar sem erlendir sjóðir starfa oftast nær eftir ströngum fjárfestingaskilyrðum. Þannig getur aðkoma þeirra stutt við framþróun fjármálakerfisins hér á landi. Að sama skapi þarf að leita leiða til virkja betur innlenda fjárfesta. Banka- og fjármálakerfið þarf að koma betur til móts við einstaka fjárfesta með lausnum sem henta nýjum fjárfestingarveruleika. Nánar verður fjallað um slíkar lausnir í næstu greinum á vegum Kviku og Júpíter. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Dagleg meðalvelta á verðbréfamarkaði hefur dregist saman um nærri 30% frá 2013. Helsta ástæðan framan af var minnkandi velta á skuldabréfamarkaði, en leiðrétt fyrir vísitölu neysluverðs hafa skuldabréfaviðskipti það sem af er ári ekki verið jafn lítil síðan 2000. Ef skoðaðar eru tölur frá 2017 og það sem af er 2018, hvort heldur sem er í hlutabréfum eða skuldabréfum, er samdrátturinn um 20% milli ára. Líta má svo á að dagleg meðalvelta skráðra verðbréfa á Íslandi sé einn mælikvarði á viðskiptavilja markaðsaðila. Fleiri viðskipti, og þar með aukin velta, gefa til kynna fjölbreyttari skoðanaskipti markaðsaðila, og er auk þess einn mælikvarði á seljanleika. Markaðsverð endurspeglar því undirliggjandi áhættu betur ef veltan er meiri. Eina árið frá 2013 þar sem veltan jókst á milli ára í báðum verðbréfaflokkum var 2015, eða um 30%. Nýfjárfesting erlendra aðila í verðbréfum var kraftmikil það ár, en erlend nýfjárfesting nam um 60 milljörðum, um 90% af þeirri upphæð fór í skuldabréf. Heildarupphæð nýfjárfestingar minnkaði í 40 milljarða árið eftir, en þá fór að bera meira á hlutabréfafjárfestingum. Sama ár var tilkynnt um innflæðishöft á fjármagn sem áður hafði leitað á skuldabréfamarkaðinn. Á fyrstu 8 mánuðum þessa árs leituðu aðeins 100 milljónir af erlendu innflæði inn á skuldabréfamarkaðinn, á sama tíma komu um 11 milljarðar inn á hlutabréfamarkaðinn. Ljóst er að verulega hefur hægt á erlendu innflæði inn á verðbréfamarkað. Það er varla tilviljun að samdráttur í erlendu innflæði hafi farið saman með minnkandi veltu. Erlendar rannsóknir benda til þess að velta sé meiri á mörkuðum með erlent innflæði. Það kann að skýrast af því að eðli erlendra fjárfesta er annað en innlendra. Stærstu fjárfestarnir hér á landi eru lífeyrissjóðir sem hreyfa sig mun sjaldnar en aðrir þegar kemur að fjárfestingarákvörðunum. Þá hafa sjóðirnir einbeitt sér í auknum mæli síðastu misseri að erlendum fjárfestingum og sjóðsfélagalánum, sem dregur úr fjármagni sem leitar á íslenskan verðbréfamarkað. Samhliða hafa innlendir verðbréfa- og fjárfestingasjóðir farið minnkandi. Þetta hefur haft þau áhrif að velta innlendra stofnanafjárfesta hefur minnkað. Hlutfall erlendra fjárfesta á hlutabréfamarkaði er tæplega 19% um þessar mundir, en hlutfallið var rúmlega 25% árið 2017 eftir ágætis aukningu milli ára. Fór það hæst árið 2007 þegar hlutfallið var tæplega 39%, ekki ósvipað og á Norðurlöndunum í dag. Minnkandi hlutfall erlendra fjárfesta hefur þannig dregið úr hlutfalli virkra fjárfesta á markaðnum, samhliða því sem stórir innlendir fjárfestir hafa dregið úr viðskiptum sínum. Þá hefur hlutabréfaeign almennings lítið breyst frá 2010, þegar hlutfallið minnkaði í 4,5%, en meiri virkni fylgir oft á tíðum minni fjárfestum. Hlutfallið var rúmlega 13% að meðaltali 2002-2007. Minni velta á hlutabréfamörkuðum getur þó einnig verið birtingarmynd þess að dregið hafi úr áhuga fjárfesta sökum lélegrar ávöxtunar. Uppgjör þó nokkurra fyrirtækja hafa valdið vonbrigðum að undanförnu auk þess sem stærð hlutabréfamarkaðarins og fjöldi skráðra fyrirtækja er umhugsunarefni. Margir fjárfestar treysta sér aðeins til að eiga ákveðið hlutfall í hverju fyrirtæki sökum áhættu. Því er fyrir öllu að fá fjölbreyttari fjárfestaflóru inn á íslenskan verðbréfamarkað. Fjölga þarf virkum fjárfestum ef tryggja á eðlilega verðmyndun á fjármálamörkuðum hér á landi. Víða erlendis er litið á aðkomu erlendra fjárfesta sem styrkleikamerki – til marks um traust þeirra á hagkerfinu. Auk þess fylgir slíkum fjárfestum agi, þar sem erlendir sjóðir starfa oftast nær eftir ströngum fjárfestingaskilyrðum. Þannig getur aðkoma þeirra stutt við framþróun fjármálakerfisins hér á landi. Að sama skapi þarf að leita leiða til virkja betur innlenda fjárfesta. Banka- og fjármálakerfið þarf að koma betur til móts við einstaka fjárfesta með lausnum sem henta nýjum fjárfestingarveruleika. Nánar verður fjallað um slíkar lausnir í næstu greinum á vegum Kviku og Júpíter.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun