„Þetta er spurning um fullkomnun“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar 20. október 2018 14:22 Valgerður Sigfinnsdóttir og Kolbrún Þöll Þorradóttir mynd/kristinn arason Kolbrún Þöll Þorradóttir sagði tilfinningarnar blendnar eftir að kvennalið Íslands fékk silfurverðlaun á EM í hópfimleikum í Portúgal í dag. Þriðja mótið í röð varð Ísland að láta í lægri hlut gegn Svíum. „Þetta eru frekar blendnar tilfinningar. Við komum inn í þennan dag og ætluðum að gefa allt í þetta sem við áttum inni,“ sagði Kolbrún Þöll þegar keppni var lokið í dag. „Smá hnökrar á trampólíninu sem var síðasta áhaldið eftir að við vorum á leiðinni upp. Áttum geggjaðan dans og mjög, mjög góða dýnu, lentum allt. Svo voru smá hnökrar á trampólíninu sem skiptu sköpum.“ „Annað sætið varð okkar, en ég held við verðum bara grimmari eftir tvö ár.“ Íslenska liðið bætti sig á öllum áhöldum frá undankeppninni en það dugði ekki til, sænska liðið virðist einfaldlega vera betra í dag. „Við unnum samt tvö áhöld af þremur, sem segir sitt. Þetta er spurning um fullkomnun, þú verður bara að eiga fullkominn dag.“ „Við misstum eina mjög sterka út sem meiddi sig á síðasta áhaldinu í undanúrslitunum, sem hefði hækkað okkur töluvert. Við þurftum bara að spila á mönnunum sem við höfðum, við gerðum það og kláruðum það.“ „Þetta er frekar súrt.“ Kolbrún var valin í úrvalslið síðustu tveggja móta. Hún segist ekkert hafa spáð í því hvort hún verði þar aftur en það yrði smá sárabót. „Ég átti mjög góðan dag og get ekki verið sáttari með mig. Það verður bara að koma í ljós. Það yrði ákveðinn toppur, ákveðin sárabót. Það var það fyrir tveimur árum en ég veit ekki hvað ég get sagt.“ „Ég er ánægð með að þetta sé búið, þakklát fyrir stelpurnar mínar. Við erum ótrúlega sterkt lið, ég hef aldrei verið í svona sterku og góðu liði. Ég er bara ótrúlega þakklát,“ sagði Kolbrún Þöll Þorradóttir. Fimleikar Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira
Kolbrún Þöll Þorradóttir sagði tilfinningarnar blendnar eftir að kvennalið Íslands fékk silfurverðlaun á EM í hópfimleikum í Portúgal í dag. Þriðja mótið í röð varð Ísland að láta í lægri hlut gegn Svíum. „Þetta eru frekar blendnar tilfinningar. Við komum inn í þennan dag og ætluðum að gefa allt í þetta sem við áttum inni,“ sagði Kolbrún Þöll þegar keppni var lokið í dag. „Smá hnökrar á trampólíninu sem var síðasta áhaldið eftir að við vorum á leiðinni upp. Áttum geggjaðan dans og mjög, mjög góða dýnu, lentum allt. Svo voru smá hnökrar á trampólíninu sem skiptu sköpum.“ „Annað sætið varð okkar, en ég held við verðum bara grimmari eftir tvö ár.“ Íslenska liðið bætti sig á öllum áhöldum frá undankeppninni en það dugði ekki til, sænska liðið virðist einfaldlega vera betra í dag. „Við unnum samt tvö áhöld af þremur, sem segir sitt. Þetta er spurning um fullkomnun, þú verður bara að eiga fullkominn dag.“ „Við misstum eina mjög sterka út sem meiddi sig á síðasta áhaldinu í undanúrslitunum, sem hefði hækkað okkur töluvert. Við þurftum bara að spila á mönnunum sem við höfðum, við gerðum það og kláruðum það.“ „Þetta er frekar súrt.“ Kolbrún var valin í úrvalslið síðustu tveggja móta. Hún segist ekkert hafa spáð í því hvort hún verði þar aftur en það yrði smá sárabót. „Ég átti mjög góðan dag og get ekki verið sáttari með mig. Það verður bara að koma í ljós. Það yrði ákveðinn toppur, ákveðin sárabót. Það var það fyrir tveimur árum en ég veit ekki hvað ég get sagt.“ „Ég er ánægð með að þetta sé búið, þakklát fyrir stelpurnar mínar. Við erum ótrúlega sterkt lið, ég hef aldrei verið í svona sterku og góðu liði. Ég er bara ótrúlega þakklát,“ sagði Kolbrún Þöll Þorradóttir.
Fimleikar Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira