Leikmaður í heimsmeistaraliði Ítala dæmdur í mafíumáli Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2018 22:30 Vincenzo Iaquinta kyssir bikarinn eftir að Ítalir unni Frakka í úrslitaleik HM í Berlín árið 2006. Getty/Andreas Rentz Dómstóll á Ítalíu hefur dæmt knattspyrnumanninn Vincenzo Iaquinta í tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn skotvopnalögum í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri glæpastarfsemi í landinu. Iaquinta spilaði meðal annars með stórliði Juventus og var í heimsmeistaraliði Ítalíu árið 2006. Hinn 38 ára Iaquinta var í hópi 148 manna sem réttað var yfir en sakborningar voru ákærðir fyrir tengsl við 'Ndrangheta-mafíuna. Dómarinn sýknaði Iaquinta af ákæru um að tengjast mafíunni, en faðir hans var fundinn sekur var dæmdur til nítján ára fangelsisvistar. Alls voru rúmlega 120 manns fundnir sekir í málinu, að því er fram kemur í grein BBC.Kom vopnum í hendur föður síns Vincenzo Iaquinta var þó fundinn sekur um að hafa komið tveimur skotvopnum í hendur föður síns með ólöglegum hætti, en dómari hafði áður, í öðru máli, bannað Iaquinta eldri að vera með skotvopn í sinni vörslu. „Fáránlegt! Skömm!“ hrópuðu þeir feðgar þegar dómarinn kvað upp sinn dóm. Lög á Ítalíu kveða á um að sakborningar geti áfrýjað í tvígang áður en dómur er staðfestur. Reuters greinir frá því að ólíklegt sé að Iaquinta yngri komi til með að þurfa að afplána dóminn.Sex þúsund liðsmenn Bandaríska alríkislögreglan FBI áætlar að liðsmenn 'Ndrangheta-mafíunnar, sem er starfandi í Calabria, einu fátækasta héraði Ítalíu, séu um sex þúsund talsins. Framherjinn Iaquinta sló í gegn með liði Udinese þar sem hann spilaði á árunum 2000 til 2007. Þá gekk hann til liðs við Juventus þar sem hann spilaði til ársins 2013. Hann spilaði alls fjörutíu leiki með ítalska landsliðinu og skoraði í þeim sex mörk. Hann kom inn á sem vara maður í úrslitaleik Ítalíu og Frakka á HM 2006. Ítalía Ítalski boltinn Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Dómstóll á Ítalíu hefur dæmt knattspyrnumanninn Vincenzo Iaquinta í tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn skotvopnalögum í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri glæpastarfsemi í landinu. Iaquinta spilaði meðal annars með stórliði Juventus og var í heimsmeistaraliði Ítalíu árið 2006. Hinn 38 ára Iaquinta var í hópi 148 manna sem réttað var yfir en sakborningar voru ákærðir fyrir tengsl við 'Ndrangheta-mafíuna. Dómarinn sýknaði Iaquinta af ákæru um að tengjast mafíunni, en faðir hans var fundinn sekur var dæmdur til nítján ára fangelsisvistar. Alls voru rúmlega 120 manns fundnir sekir í málinu, að því er fram kemur í grein BBC.Kom vopnum í hendur föður síns Vincenzo Iaquinta var þó fundinn sekur um að hafa komið tveimur skotvopnum í hendur föður síns með ólöglegum hætti, en dómari hafði áður, í öðru máli, bannað Iaquinta eldri að vera með skotvopn í sinni vörslu. „Fáránlegt! Skömm!“ hrópuðu þeir feðgar þegar dómarinn kvað upp sinn dóm. Lög á Ítalíu kveða á um að sakborningar geti áfrýjað í tvígang áður en dómur er staðfestur. Reuters greinir frá því að ólíklegt sé að Iaquinta yngri komi til með að þurfa að afplána dóminn.Sex þúsund liðsmenn Bandaríska alríkislögreglan FBI áætlar að liðsmenn 'Ndrangheta-mafíunnar, sem er starfandi í Calabria, einu fátækasta héraði Ítalíu, séu um sex þúsund talsins. Framherjinn Iaquinta sló í gegn með liði Udinese þar sem hann spilaði á árunum 2000 til 2007. Þá gekk hann til liðs við Juventus þar sem hann spilaði til ársins 2013. Hann spilaði alls fjörutíu leiki með ítalska landsliðinu og skoraði í þeim sex mörk. Hann kom inn á sem vara maður í úrslitaleik Ítalíu og Frakka á HM 2006.
Ítalía Ítalski boltinn Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira