Lögregla mun ekki aðhafast í máli Björns Braga Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 30. október 2018 17:08 Vísir Lögreglan á Norðurlandi eystra mun ekki aðhafast í máli Björns Braga Arnarssonar, nema að framburður táningsstúlku sem hann hefur viðurkennt að hafa káfað á komi fram. Þetta kemur fram í skriflegu svari Bergs Jónssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í rannsóknardeild lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, til fréttastofu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum í dag hefur Björn Bragi stigið til hliðar sem spyrill í Gettu betur eftir að myndband af honum að káfa á sautján ára stúlku komst í dreifingu.Sjá einnig: Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlkuBjörn Bragi sendi yfirlýsingu frá sér í morgun vegna málsins það sem hann biður stúlkuna afsökunar á framferði sínu sem hann segir með öllu óásættanlega. Jafnframt kemur fram í yfirlýsingunni að Björn hafi átt samtal við móður stúlkunnar sem hann lýsir sem góðu.Fram kom á DV.is í dag að Lögreglan á Norðurlandi eystra hefði staðfest að málið væri komið til formlegrar skoðunar hjá embættinu. Í svari Bergs til fréttastofu í dag kemur fram að myndbandið hafi verið skoðað eftir hádegi og að niðurstaða rannsóknardeildar hafi verið sú að ekkert verði aðhafst af hálfu lögreglunnar, nema að fram komi framburður þolanda.Áreitt en engin afsökunarbeiðni Önnur ung kona, Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, steig fram á Twitter í dag og sagðist hafa verið áreitt kynferðislega af Birni Braga. Hún sagðist vita um fleiri stúlkur sem hefðu lent í grínistanum. Engin afsökunarbeiðni hafi þó borist frá Birni Braga vegna þessa. Hún segir það minnsta sem einstaklingur geti gert sé að biðjast afsökunar, það eigi að vera sjálfsagt mál. Þórhildur Gyða veltir því þó fyrir sér hvað hefði gerst ef atvikið hefði ekki náðst á myndband. Hvort stúlkunni hefði verið trúað eða ekki. Eftir að myndbandið fór í dreifingu hafi hún ekki getað setið á sér lengur.Get ekki haldið aftur að mér lengur pic.twitter.com/D59RczyXPh— Þórhildur Gyða (@torii_96) October 30, 2018 „Ég hef verið áreitt kynferðislega af honum og fleirum. Hann er alls ekki sá eini. Ég hef aldrei sagt frá þessari kynferðislegu áreitni hans vegna þess að ég hélt að það myndi enginn trúa mér. Af því að ég á engar myndir. Ég á engin myndbönd. Samfélagið virðist einhvern veginn trúa þessu núna en mér finnst það svolítið bara vera út af þessu myndbandi,“ segir Þórhildur Gyða í samtali við Fréttablaðið. Hún hvetur ungu stúlkuna sem tók myndbandið til að kæra áreitnina til lögreglu og fá rétti sínum framgengt. Stúlkan er sautján ára og því undir lögaldri.Dóri DNA, Björn Bragi, Ari Eldjárn, Bergur Ebbi og Jóhann Alfreð skipa Mið-Ísland.Fréttablaðið/ValliLykilmaður í Mið-Íslandi Björn Bragi hefur um árabil verið einn vinsælasti grínisti landsins. Hann er hluti af hinum vinsæla hópi Mið-Ísland sem notið hefur mikillar hylli og sýnt fyrir fullum Þjóðleikhúskjallara og víða undanfarin ár. Jóhann Alfreð Kristinsson, vinur og félagi Björns Braga í Mið-Íslandi, vildi ekki tjá sig um stöðu Björns Braga í grínhópnum þegar Mbl.is heyrði í honum hljóðið í dag. Mið-Ísland hefur ekki tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum sínum í dag.Uppistand Björns Braga sem fara átti fram í lok nóvember var blásið af í dag. Mikið hefur verið rætt um Björn Braga á samfélagsmiðlum í dag og sýnist sitt hverjum. Hugleikur Dagsson skopmyndateiknari er meðal þeirra sem lagt hafa orð í belg.pic.twitter.com/AFq1DPpbWv— hugleikur dagsson (@hugleikur) October 30, 2018 Þá velta Valsmenn fyrir sér hvort Björn Bragi verði á meðal þeirra sem troði upp á herrakvöldi félagsins á föstudaginn.Þetta gæti orðið athyglisvert pic.twitter.com/zgr5IlsrIK— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) October 30, 2018 MeToo Tengdar fréttir Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Uppistand Björns Braga hjá Íslandsbanka blásið af Verkefnastaða skemmtikraftsins Björns Braga í uppnámi eftir að hann áreitti 17 ára gamla stúlku kynferðislega. 30. október 2018 14:48 Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Björn Bragi segist axla ábyrgð á kynferðislegu áreiti sínu í garð 17 ára stúlku. 30. október 2018 13:35 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra mun ekki aðhafast í máli Björns Braga Arnarssonar, nema að framburður táningsstúlku sem hann hefur viðurkennt að hafa káfað á komi fram. Þetta kemur fram í skriflegu svari Bergs Jónssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í rannsóknardeild lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, til fréttastofu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum í dag hefur Björn Bragi stigið til hliðar sem spyrill í Gettu betur eftir að myndband af honum að káfa á sautján ára stúlku komst í dreifingu.Sjá einnig: Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlkuBjörn Bragi sendi yfirlýsingu frá sér í morgun vegna málsins það sem hann biður stúlkuna afsökunar á framferði sínu sem hann segir með öllu óásættanlega. Jafnframt kemur fram í yfirlýsingunni að Björn hafi átt samtal við móður stúlkunnar sem hann lýsir sem góðu.Fram kom á DV.is í dag að Lögreglan á Norðurlandi eystra hefði staðfest að málið væri komið til formlegrar skoðunar hjá embættinu. Í svari Bergs til fréttastofu í dag kemur fram að myndbandið hafi verið skoðað eftir hádegi og að niðurstaða rannsóknardeildar hafi verið sú að ekkert verði aðhafst af hálfu lögreglunnar, nema að fram komi framburður þolanda.Áreitt en engin afsökunarbeiðni Önnur ung kona, Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, steig fram á Twitter í dag og sagðist hafa verið áreitt kynferðislega af Birni Braga. Hún sagðist vita um fleiri stúlkur sem hefðu lent í grínistanum. Engin afsökunarbeiðni hafi þó borist frá Birni Braga vegna þessa. Hún segir það minnsta sem einstaklingur geti gert sé að biðjast afsökunar, það eigi að vera sjálfsagt mál. Þórhildur Gyða veltir því þó fyrir sér hvað hefði gerst ef atvikið hefði ekki náðst á myndband. Hvort stúlkunni hefði verið trúað eða ekki. Eftir að myndbandið fór í dreifingu hafi hún ekki getað setið á sér lengur.Get ekki haldið aftur að mér lengur pic.twitter.com/D59RczyXPh— Þórhildur Gyða (@torii_96) October 30, 2018 „Ég hef verið áreitt kynferðislega af honum og fleirum. Hann er alls ekki sá eini. Ég hef aldrei sagt frá þessari kynferðislegu áreitni hans vegna þess að ég hélt að það myndi enginn trúa mér. Af því að ég á engar myndir. Ég á engin myndbönd. Samfélagið virðist einhvern veginn trúa þessu núna en mér finnst það svolítið bara vera út af þessu myndbandi,“ segir Þórhildur Gyða í samtali við Fréttablaðið. Hún hvetur ungu stúlkuna sem tók myndbandið til að kæra áreitnina til lögreglu og fá rétti sínum framgengt. Stúlkan er sautján ára og því undir lögaldri.Dóri DNA, Björn Bragi, Ari Eldjárn, Bergur Ebbi og Jóhann Alfreð skipa Mið-Ísland.Fréttablaðið/ValliLykilmaður í Mið-Íslandi Björn Bragi hefur um árabil verið einn vinsælasti grínisti landsins. Hann er hluti af hinum vinsæla hópi Mið-Ísland sem notið hefur mikillar hylli og sýnt fyrir fullum Þjóðleikhúskjallara og víða undanfarin ár. Jóhann Alfreð Kristinsson, vinur og félagi Björns Braga í Mið-Íslandi, vildi ekki tjá sig um stöðu Björns Braga í grínhópnum þegar Mbl.is heyrði í honum hljóðið í dag. Mið-Ísland hefur ekki tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum sínum í dag.Uppistand Björns Braga sem fara átti fram í lok nóvember var blásið af í dag. Mikið hefur verið rætt um Björn Braga á samfélagsmiðlum í dag og sýnist sitt hverjum. Hugleikur Dagsson skopmyndateiknari er meðal þeirra sem lagt hafa orð í belg.pic.twitter.com/AFq1DPpbWv— hugleikur dagsson (@hugleikur) October 30, 2018 Þá velta Valsmenn fyrir sér hvort Björn Bragi verði á meðal þeirra sem troði upp á herrakvöldi félagsins á föstudaginn.Þetta gæti orðið athyglisvert pic.twitter.com/zgr5IlsrIK— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) October 30, 2018
MeToo Tengdar fréttir Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33 Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15 Uppistand Björns Braga hjá Íslandsbanka blásið af Verkefnastaða skemmtikraftsins Björns Braga í uppnámi eftir að hann áreitti 17 ára gamla stúlku kynferðislega. 30. október 2018 14:48 Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Björn Bragi segist axla ábyrgð á kynferðislegu áreiti sínu í garð 17 ára stúlku. 30. október 2018 13:35 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Mál Björns Braga til skoðunar hjá RÚV Skorað á RÚV að setja Björn Braga af sem spyril í Gettu betur. 30. október 2018 10:33
Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Björn Bragi segir hegðun sína hafa verið óásættanlega. 30. október 2018 07:15
Uppistand Björns Braga hjá Íslandsbanka blásið af Verkefnastaða skemmtikraftsins Björns Braga í uppnámi eftir að hann áreitti 17 ára gamla stúlku kynferðislega. 30. október 2018 14:48
Björn Bragi segir sig frá Gettu betur Björn Bragi segist axla ábyrgð á kynferðislegu áreiti sínu í garð 17 ára stúlku. 30. október 2018 13:35