Nýjar borgir, nýtt fólk og nýtt efni Benedikt Bóas skrifar 8. nóvember 2018 08:00 Stefán Ari Stefánsson, Óskar og Alexander í Vínarborg þar sem uppselt var á tónleika hljómsveitarinnar. „Þetta er svakaleg keyrsla, fimm og hálf vika allt í allt. Við erum búnir með rúmlega þrjár vikur og í rauninni hafa bara verið tveir dagar í frí,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari Vintage Caravan, en hljómsveitin hefur verið á hljómleikaferðalagi um Evrópu undanfarnar vikur. Hljómsveitin gaf út Gateways ekki alls fyrir löngu og segir Óskar að prógrammið sem þeir eru að spila sé ögn lengra en þeir eru vanir, rúmar 85 mínútur. Hann segir að rokklífið á ferðalagi sé ekki eitt stórt partí þó það sé gaman. Það sé einnig hörkuvinna. „Ég hef séð voðalega lítið annað en bara staðina og götuna sem við spiluðum í. Reyndar í París gerði ég mér ferð í gítarbúðir sem selja gamla og verðmæta gítara, sem var gríðarlega gaman. Og í Porto sáum við Eiffel-brúna, gríðarlega falleg borg Porto.“„Mér þykir það merkilegt og gríðarlega gaman hvað þetta hefur verið að ganga vel, uppselt á tónleikana og allir að taka verulega vel í nýja efnið,“ segir Óskar.Aðspurður segir hann að venjulegur dagur sé í svipuðum dúr þó það sé í nýrri borg með nýju fólki. „Maður vaknar í nýrri borg í rútunni, vanalega um hádegi og fer þá inn á tónleikastaðinn, maður fær sér að borða þar og svo berum við allar græjurnar inn og setjum upp. Svo er hljóðprufa, sem endist í allt að 40 mínútur. Svo höfum við verið að bjóða upp á valmöguleikann að vinna svona „meet and greet“, þá kemur aðdáandi eða tveir og við bjóðum þeim upp á drykk og spjöllum í svona hálftíma. Þá er klukkan að detta í 18.00 og við borðum kvöldmat, maturinn á þessu tónleikaferðalagi hefur verið sérstaklega góður. Við erum með alls kyns reglur, það verða til dæmis að líða að minnsta kosti tveir tímar frá því að við borðum og þangað til við spilum, svo erum við algjörlega edrú fyrir tónleika og á meðan á tónleikum stendur. Svo fer maður bara í það að gera sig tilbúinn, hlusta á upphitunarböndin sem ferðuðust með okkur, komast í rétt hugarfar, ég gerði t.d. nokkrum sinnum jóga til að hita mig upp. Svo spilum við í 70-85 mínútur og er hvert einasta sjóv mismunandi spuni og mismunandi lagauppröðun. Engin tvö kvöld eins. Eftir tónleikana förum við þangað sem varningurinn okkar er seldur og spjöllum við aðdáendur, gefum eiginhandaráritanir og skálum við þá. Svo pökkum við niður, setjum græjurnar í vagninn, förum upp í rútu og þá er haldið til næsta staðar. Oftast er svo fagnað í rútunni, hlustað á góða tónlist og tjúttað. Svo byrjar næsti dagur.“Stuðið í París var rafmagnað.Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og uppselt á þrenna tónleika og segir Óskar að þeim hafi verið vel tekið. „Þetta er allt að stækka og erum við að skemmta okkur svo vel.“ Þann þriðja nóvember kláraðist túr þeirra félaga um Íberíuskagann. Þeir spiluðu með hljómsveitunum Wucan frá Þýskalandi og Black Mirrors frá Belgíu sem Óskar mælir eindregið með fyrir rokkþyrsta. „Fólk á þessu svæði er gríðarlega hrifið af okkur, það eru mjög opið og maður finnur mikla orku frá því, sem er mikilvægt á tónleikum, finnst mér. Mætingin var mjög góð og mikið stuð. Margir að ferðast fleiri hundruð kílómetra til að sjá okkur, sem er fallegt.“ Næst er það Bretland og taka þeir sex gigg á sjö dögum. „Bretland er ekki auðveldasti staðurinn fyrir bönd til að spila á, ekki í uppáhaldi hjá mörgum, en við erum mjög spenntir og mér finnst mjög gaman að spila fyrir Breta.“ Eftir svona törn taka strákarnir örlítið frí áður en þeir rífa allt upp aftur, stilla upp á Hard Rock Cafe í miðbænum og hækka í botn. „Það verða síðustu tónleikar okkar á árinu. Það er óhætt að segja að við verðum í góðu spilaformi þá eftir þessa keyrslu.“ Rokk og ról. Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er svakaleg keyrsla, fimm og hálf vika allt í allt. Við erum búnir með rúmlega þrjár vikur og í rauninni hafa bara verið tveir dagar í frí,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari Vintage Caravan, en hljómsveitin hefur verið á hljómleikaferðalagi um Evrópu undanfarnar vikur. Hljómsveitin gaf út Gateways ekki alls fyrir löngu og segir Óskar að prógrammið sem þeir eru að spila sé ögn lengra en þeir eru vanir, rúmar 85 mínútur. Hann segir að rokklífið á ferðalagi sé ekki eitt stórt partí þó það sé gaman. Það sé einnig hörkuvinna. „Ég hef séð voðalega lítið annað en bara staðina og götuna sem við spiluðum í. Reyndar í París gerði ég mér ferð í gítarbúðir sem selja gamla og verðmæta gítara, sem var gríðarlega gaman. Og í Porto sáum við Eiffel-brúna, gríðarlega falleg borg Porto.“„Mér þykir það merkilegt og gríðarlega gaman hvað þetta hefur verið að ganga vel, uppselt á tónleikana og allir að taka verulega vel í nýja efnið,“ segir Óskar.Aðspurður segir hann að venjulegur dagur sé í svipuðum dúr þó það sé í nýrri borg með nýju fólki. „Maður vaknar í nýrri borg í rútunni, vanalega um hádegi og fer þá inn á tónleikastaðinn, maður fær sér að borða þar og svo berum við allar græjurnar inn og setjum upp. Svo er hljóðprufa, sem endist í allt að 40 mínútur. Svo höfum við verið að bjóða upp á valmöguleikann að vinna svona „meet and greet“, þá kemur aðdáandi eða tveir og við bjóðum þeim upp á drykk og spjöllum í svona hálftíma. Þá er klukkan að detta í 18.00 og við borðum kvöldmat, maturinn á þessu tónleikaferðalagi hefur verið sérstaklega góður. Við erum með alls kyns reglur, það verða til dæmis að líða að minnsta kosti tveir tímar frá því að við borðum og þangað til við spilum, svo erum við algjörlega edrú fyrir tónleika og á meðan á tónleikum stendur. Svo fer maður bara í það að gera sig tilbúinn, hlusta á upphitunarböndin sem ferðuðust með okkur, komast í rétt hugarfar, ég gerði t.d. nokkrum sinnum jóga til að hita mig upp. Svo spilum við í 70-85 mínútur og er hvert einasta sjóv mismunandi spuni og mismunandi lagauppröðun. Engin tvö kvöld eins. Eftir tónleikana förum við þangað sem varningurinn okkar er seldur og spjöllum við aðdáendur, gefum eiginhandaráritanir og skálum við þá. Svo pökkum við niður, setjum græjurnar í vagninn, förum upp í rútu og þá er haldið til næsta staðar. Oftast er svo fagnað í rútunni, hlustað á góða tónlist og tjúttað. Svo byrjar næsti dagur.“Stuðið í París var rafmagnað.Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og uppselt á þrenna tónleika og segir Óskar að þeim hafi verið vel tekið. „Þetta er allt að stækka og erum við að skemmta okkur svo vel.“ Þann þriðja nóvember kláraðist túr þeirra félaga um Íberíuskagann. Þeir spiluðu með hljómsveitunum Wucan frá Þýskalandi og Black Mirrors frá Belgíu sem Óskar mælir eindregið með fyrir rokkþyrsta. „Fólk á þessu svæði er gríðarlega hrifið af okkur, það eru mjög opið og maður finnur mikla orku frá því, sem er mikilvægt á tónleikum, finnst mér. Mætingin var mjög góð og mikið stuð. Margir að ferðast fleiri hundruð kílómetra til að sjá okkur, sem er fallegt.“ Næst er það Bretland og taka þeir sex gigg á sjö dögum. „Bretland er ekki auðveldasti staðurinn fyrir bönd til að spila á, ekki í uppáhaldi hjá mörgum, en við erum mjög spenntir og mér finnst mjög gaman að spila fyrir Breta.“ Eftir svona törn taka strákarnir örlítið frí áður en þeir rífa allt upp aftur, stilla upp á Hard Rock Cafe í miðbænum og hækka í botn. „Það verða síðustu tónleikar okkar á árinu. Það er óhætt að segja að við verðum í góðu spilaformi þá eftir þessa keyrslu.“ Rokk og ról.
Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira