Formaður Flugfreyjufélagsins segir óvissuna versta fyrir félagsmenn Sveinn Arnarsson skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. „Það er eiginlega hægt að segja að það er óvissan sem er verst fyrir félagsmenn okkar. Þeir vita ekkert hvað tekur við og það veit svo sem enginn hvað bíður okkar og hvað verður,“ segir Berglind. „Við munum bara standa við bakið á okkar félagsmönnum og verðum til taks og munum boða til félagsfundar eftir þörfum. Frekari upplýsingar höfum við ekki í augnablikinu.“ Í dag eru félagsmenn FFÍ rúmlega 700. Þeir starfa hjá Icelandair, Air Iceland Connect og WOW air. Ljóst er að nú eru allir félagsmenn FFÍ starfandi undir sama félaginu sem er Icelandair Group. „Það hafa þó nokkrir félagsmenn okkar haft samband og eru að velta fyrir sér stöðunni,“ bætir Berglind við. „Rétt er þó að taka fram að þó Icelandair taki yfir WOW air þá þarf það ekkert að vera að flugfreyjurnar fari á annan kjarasamning. Nú fyrir er Icelandair Group með tvö fyrirtæki, annars vegar Icelandair og hins vegar Air Iceland Connect og þar eru tveir mismunandi kjarasamningar. Þetta verða því samkvæmt okkar skilningi enn þrír kjarasamningar og félagsmenn ættu að geta gengið að því sem vísu.“ Margir starfsmenn WOW air hafa talað vel um fyrirtækið á samfélagsmiðlum í gær. Berglind segir það til marks um hvað félagsmenn séu stoltir af að vinna hjá fyrirtækinu. „Það sýnir bara að fyrir þennan hóp er fyrirtækið þeim mjög kært og sýnir góðan anda innan þess.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15 Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. „Það er eiginlega hægt að segja að það er óvissan sem er verst fyrir félagsmenn okkar. Þeir vita ekkert hvað tekur við og það veit svo sem enginn hvað bíður okkar og hvað verður,“ segir Berglind. „Við munum bara standa við bakið á okkar félagsmönnum og verðum til taks og munum boða til félagsfundar eftir þörfum. Frekari upplýsingar höfum við ekki í augnablikinu.“ Í dag eru félagsmenn FFÍ rúmlega 700. Þeir starfa hjá Icelandair, Air Iceland Connect og WOW air. Ljóst er að nú eru allir félagsmenn FFÍ starfandi undir sama félaginu sem er Icelandair Group. „Það hafa þó nokkrir félagsmenn okkar haft samband og eru að velta fyrir sér stöðunni,“ bætir Berglind við. „Rétt er þó að taka fram að þó Icelandair taki yfir WOW air þá þarf það ekkert að vera að flugfreyjurnar fari á annan kjarasamning. Nú fyrir er Icelandair Group með tvö fyrirtæki, annars vegar Icelandair og hins vegar Air Iceland Connect og þar eru tveir mismunandi kjarasamningar. Þetta verða því samkvæmt okkar skilningi enn þrír kjarasamningar og félagsmenn ættu að geta gengið að því sem vísu.“ Margir starfsmenn WOW air hafa talað vel um fyrirtækið á samfélagsmiðlum í gær. Berglind segir það til marks um hvað félagsmenn séu stoltir af að vinna hjá fyrirtækinu. „Það sýnir bara að fyrir þennan hóp er fyrirtækið þeim mjög kært og sýnir góðan anda innan þess.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15 Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15
Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25
Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda