Rústik greiðir laun: „Það var búið að segja að við myndum ekki fá borgað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. nóvember 2018 22:20 Veitingastaðurinn Rústik, sem nú hefur verið lokað. Vísir/Bára Guðmundsdóttir Veitingastaðurinn Rústik við Hafnarstræti, sem var lokað í síðustu viku, hefur greitt starfsmönnum sínum laun þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis að ekki yrði hægt að greiða starfsmönnum staðarins fyrir vinnu sína í októbermánuði. Samkvæmt Sigurlaugu Sunnu Hjaltested, 19 ára starfsmanni veitingastaðarins, hafa allir starfsmenn fengið greidd laun. Þá hafi stjórnendur staðarins beðist afsökunar á „tveggja daga töf á greiðslunum,“ þrátt fyrir að hafa tilkynnt starfsfólki sínu í síðustu viku að engin laun yrðu greidd.Starfsfólki hafði verið lofað að laun þeirra yrðu greidd út við mánaðamót en það var dregið til baka á fimmtudag.SkjáskotÍ samtali við fréttastofu sagði Sigurlaug að um þremur tímum eftir að Vísir fjallaði um málið hafi stjórnendur staðarins sett færslu inn í lokaðan Facebook-hóp þar sem tilkynnt var að allir hefðu fengið laun og afsökunar var beðist á seinagangi við launagreiðslur. Sigurlaug sagði starfsfólk þó ekki hafa fengið neina útskýringu á því hvers vegna eigendur staðarins hafi ekki ætlað að greiða starfsfólki sínu laun eins og áður hafði verið tilkynnt, eða þá hvað varð til þess að þeir sáu sér fært að greiða starfsfólki staðarins fyrir vinnu sína.Í kvöld var starfsmönnum Rústik tilkynnt að þeim yrðu greidd laun. Þá báðust stjórnendur staðarins afsökunar á töfum við launagreiðslurnar.Skjáskot„Það var búið að segja að við myndum ekki fá borgað yfir höfuð,“ sagði Sigurlaug að lokum í samtali við fréttastofu. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Samúel Guðmundsson og Sæmund Kristjánsson, eigendur staðarins, án árangurs.Viðbót klukkan 23:25Jón Guðmundur Ottósson, stjórnarformaður Rústik, sendi fréttastofu neðangreinda tilkynningu í kvöld. „Vegna frétta af málefnum veitingastaðarins Rústik, vill stjórn félagsins upplýsa að unnið er að lausn málsins. Ógreidd laun voru greidd í dag og kröfur ríkissjóðs verða gerðar upp á næstu dögum.“ Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólki hefur verið tjáð að það fái ekki greidd laun. 4. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Veitingastaðurinn Rústik við Hafnarstræti, sem var lokað í síðustu viku, hefur greitt starfsmönnum sínum laun þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis að ekki yrði hægt að greiða starfsmönnum staðarins fyrir vinnu sína í októbermánuði. Samkvæmt Sigurlaugu Sunnu Hjaltested, 19 ára starfsmanni veitingastaðarins, hafa allir starfsmenn fengið greidd laun. Þá hafi stjórnendur staðarins beðist afsökunar á „tveggja daga töf á greiðslunum,“ þrátt fyrir að hafa tilkynnt starfsfólki sínu í síðustu viku að engin laun yrðu greidd.Starfsfólki hafði verið lofað að laun þeirra yrðu greidd út við mánaðamót en það var dregið til baka á fimmtudag.SkjáskotÍ samtali við fréttastofu sagði Sigurlaug að um þremur tímum eftir að Vísir fjallaði um málið hafi stjórnendur staðarins sett færslu inn í lokaðan Facebook-hóp þar sem tilkynnt var að allir hefðu fengið laun og afsökunar var beðist á seinagangi við launagreiðslur. Sigurlaug sagði starfsfólk þó ekki hafa fengið neina útskýringu á því hvers vegna eigendur staðarins hafi ekki ætlað að greiða starfsfólki sínu laun eins og áður hafði verið tilkynnt, eða þá hvað varð til þess að þeir sáu sér fært að greiða starfsfólki staðarins fyrir vinnu sína.Í kvöld var starfsmönnum Rústik tilkynnt að þeim yrðu greidd laun. Þá báðust stjórnendur staðarins afsökunar á töfum við launagreiðslurnar.Skjáskot„Það var búið að segja að við myndum ekki fá borgað yfir höfuð,“ sagði Sigurlaug að lokum í samtali við fréttastofu. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Samúel Guðmundsson og Sæmund Kristjánsson, eigendur staðarins, án árangurs.Viðbót klukkan 23:25Jón Guðmundur Ottósson, stjórnarformaður Rústik, sendi fréttastofu neðangreinda tilkynningu í kvöld. „Vegna frétta af málefnum veitingastaðarins Rústik, vill stjórn félagsins upplýsa að unnið er að lausn málsins. Ógreidd laun voru greidd í dag og kröfur ríkissjóðs verða gerðar upp á næstu dögum.“
Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólki hefur verið tjáð að það fái ekki greidd laun. 4. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólki hefur verið tjáð að það fái ekki greidd laun. 4. nóvember 2018 16:00