Kláraðu tölvuleik dj flugvélar og geimskips til að heyra nýtt lag Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 2. nóvember 2018 16:15 Leikurinn er litríkur. vísir/vilhelm/steinunn eldflaug Í morgun kom út tölvuleikur úr smiðju Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur og Þórðar Hermannssonar. Steinunn hefur vakið athygli fyrir óvenjulega tón- og myndlist sína og kannar nú nýjar víddir í slíkri sköpun með þessari útgáfu. Bæði er hægt að sækja leikinn og spila hann í vafra. Ef leikurinn er spilaður til enda og sigraður er umbunin í formi nýs lags með dj flugvél og geimskipi, laginu Have Fun at Home. Það er jafnframt fyrsta smáskífan af nýrri plötu Steinunnar sem ber nafnið Our Atlantis og kemur út 18. janúar á næsta ári. Titill smáskífunnar hittir beint í mark varðandi það sem bæði platan og leikurinn gengur út á sem ein heild, að hafa gaman heima hjá sér. „Það er alltaf verið að segja öllum að þeir verði að fara til Spánar til að hafa gaman, eða að þeir verði að vera heilsuhraustir til að geta haft gaman. Það er ekki endilega rétt, hugurinn getur ferðast vítt og breytt og skemmt sér nokkuð vel á eigin spýtur,“ segir Steinunn um boðskap nýja lagsins og leiksins. Leikurinn ber titilinn Our Atlantis: The Game og er ekki langur en þó erfiður ef marka má orð Steinunnar. „Ísak, kærastinn minn, er mjög góður í tölvuleikjum, hann segir að leikurinn sé allt of erfiður, en þannig vil ég hafa hann.“Myndskreyting fyrir smáskífuna í enda leiksins.Steinunn EldflaugLangt ferli án ákveðins enda Hugmyndina að leiknum fékk hún þegar hún spilaði leikinn Worldquest eftir Þorstein Cameron sem vinnufélagar hennar voru að spila í Bíó paradís á sínum tíma. „Ég fékk að prófa og ég hélt ég mundi kafna úr hlátri, ég hef sjaldan skemmt mér jafn mikið.“ Á svipuðum tíma prófaði hún leikinn LSD: Dream Emulator og saman urðu þessir leikir innblásturinn að leikjasmíði Steinunnar. Hún hóf að vinna að leiknum árið 2014 með því að teikna myndir af því hvernig hún myndi vilja að hann liti út. Hún kunni þó lítið í tölvuleikjagerð og hafði sjálf bara spilað tvo eða þrjá tölvuleiki áður. Hana langaði þrátt fyrir það að búa til nýja vídd þar sem allt er hægt og að fólk gæti þar á einhvern hátt labbað í gegnum tónlistina hennar. Árið 2015 var hún að vinna á Kalda bar og hitti forritara á barnum. Þau ákváðu að gera leikinn saman og fengu styrk en einn daginn hvarf þessi ónefndi aðili til útlanda með styrkinn í farteskinu. Hún segir samstarfið þrátt fyrir það hafa verið skemmtilegt, hann hafi verið hress og átti mjúkan kött. Þá ákvað Steinunn að reyna þetta upp á eigin spýtur. „Ég fór svo á námskeið í Tækniskólanum til að læra að gera leiki í Unity, það var gaman og ég náði að búa til borðin og óvinina og láta hluti hreyfast og þannig, en ég var í algjörum vandræðum með alla flóknari forritun, t.d. að búa til óvini sem eru í alvörunni hættulegir, gadda sem drepa mann, veggi sem er ekki hægt að labba í gegnum og svo framvegis.“ Leikjaþróunin fór því í biðstöðu í bili. Árið 2017 kom svo Þórður Hermannsson til sögunnar og unnu þau löngum stundum að leiknum saman. Þau höfðu hvorug gert tölvuleik áður og voru mjög ánægð með hvert atriði sem þeim tókst að klára við vinnslu leiksins. Þó að hann sé kominn út er hann enn í vinnslu að sögn Steinunnar. „Hann er aldrei alveg tilbúinn, við erum enn þá að bæta inn og laga og skipta út leiknum sem er núna á netinu, svo sá sem spilar leikinn á morgun eða í næstu viku spilar ekki endilega sama leik og sá sem er búinn að spila leikinn í morgun.“Mynd úr völundarhúsi sem finna má í leiknum.Steinunn EldflaugEndalaust þrívítt rými Í upphafi var Steinunn með skýra hugmynd að útliti og söguþræði leiksins en hann breyttist mikið við vinnsluna vegna þess hversu ólíkt vinnuumhverfið var því sem hún bjóst við. Það var því mun meiri spuni í vinnslu leiksins en hún taldi. Takmarkaleysið sem er fólgið í svona sköpun fannst Steinunni líka stórmerkilegt. „Maður getur sett inn ENDALAUST af dóti í leikinn, svo takmörkin eru bara hugurinn manns. Hvað dettur manni í hug að setja inní endalaust þrívítt rými sem er ekki til en er samt til og er alls staðar og samt hvergi, heima hjá öllum sem vilja spila leikinn en er samt ekki neins staðar?.. alveg magnað!,“ segir Steinunn að lokum um tölvuleikjaævintýrið. Leikjavísir Menning Myndlist Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Í morgun kom út tölvuleikur úr smiðju Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur og Þórðar Hermannssonar. Steinunn hefur vakið athygli fyrir óvenjulega tón- og myndlist sína og kannar nú nýjar víddir í slíkri sköpun með þessari útgáfu. Bæði er hægt að sækja leikinn og spila hann í vafra. Ef leikurinn er spilaður til enda og sigraður er umbunin í formi nýs lags með dj flugvél og geimskipi, laginu Have Fun at Home. Það er jafnframt fyrsta smáskífan af nýrri plötu Steinunnar sem ber nafnið Our Atlantis og kemur út 18. janúar á næsta ári. Titill smáskífunnar hittir beint í mark varðandi það sem bæði platan og leikurinn gengur út á sem ein heild, að hafa gaman heima hjá sér. „Það er alltaf verið að segja öllum að þeir verði að fara til Spánar til að hafa gaman, eða að þeir verði að vera heilsuhraustir til að geta haft gaman. Það er ekki endilega rétt, hugurinn getur ferðast vítt og breytt og skemmt sér nokkuð vel á eigin spýtur,“ segir Steinunn um boðskap nýja lagsins og leiksins. Leikurinn ber titilinn Our Atlantis: The Game og er ekki langur en þó erfiður ef marka má orð Steinunnar. „Ísak, kærastinn minn, er mjög góður í tölvuleikjum, hann segir að leikurinn sé allt of erfiður, en þannig vil ég hafa hann.“Myndskreyting fyrir smáskífuna í enda leiksins.Steinunn EldflaugLangt ferli án ákveðins enda Hugmyndina að leiknum fékk hún þegar hún spilaði leikinn Worldquest eftir Þorstein Cameron sem vinnufélagar hennar voru að spila í Bíó paradís á sínum tíma. „Ég fékk að prófa og ég hélt ég mundi kafna úr hlátri, ég hef sjaldan skemmt mér jafn mikið.“ Á svipuðum tíma prófaði hún leikinn LSD: Dream Emulator og saman urðu þessir leikir innblásturinn að leikjasmíði Steinunnar. Hún hóf að vinna að leiknum árið 2014 með því að teikna myndir af því hvernig hún myndi vilja að hann liti út. Hún kunni þó lítið í tölvuleikjagerð og hafði sjálf bara spilað tvo eða þrjá tölvuleiki áður. Hana langaði þrátt fyrir það að búa til nýja vídd þar sem allt er hægt og að fólk gæti þar á einhvern hátt labbað í gegnum tónlistina hennar. Árið 2015 var hún að vinna á Kalda bar og hitti forritara á barnum. Þau ákváðu að gera leikinn saman og fengu styrk en einn daginn hvarf þessi ónefndi aðili til útlanda með styrkinn í farteskinu. Hún segir samstarfið þrátt fyrir það hafa verið skemmtilegt, hann hafi verið hress og átti mjúkan kött. Þá ákvað Steinunn að reyna þetta upp á eigin spýtur. „Ég fór svo á námskeið í Tækniskólanum til að læra að gera leiki í Unity, það var gaman og ég náði að búa til borðin og óvinina og láta hluti hreyfast og þannig, en ég var í algjörum vandræðum með alla flóknari forritun, t.d. að búa til óvini sem eru í alvörunni hættulegir, gadda sem drepa mann, veggi sem er ekki hægt að labba í gegnum og svo framvegis.“ Leikjaþróunin fór því í biðstöðu í bili. Árið 2017 kom svo Þórður Hermannsson til sögunnar og unnu þau löngum stundum að leiknum saman. Þau höfðu hvorug gert tölvuleik áður og voru mjög ánægð með hvert atriði sem þeim tókst að klára við vinnslu leiksins. Þó að hann sé kominn út er hann enn í vinnslu að sögn Steinunnar. „Hann er aldrei alveg tilbúinn, við erum enn þá að bæta inn og laga og skipta út leiknum sem er núna á netinu, svo sá sem spilar leikinn á morgun eða í næstu viku spilar ekki endilega sama leik og sá sem er búinn að spila leikinn í morgun.“Mynd úr völundarhúsi sem finna má í leiknum.Steinunn EldflaugEndalaust þrívítt rými Í upphafi var Steinunn með skýra hugmynd að útliti og söguþræði leiksins en hann breyttist mikið við vinnsluna vegna þess hversu ólíkt vinnuumhverfið var því sem hún bjóst við. Það var því mun meiri spuni í vinnslu leiksins en hún taldi. Takmarkaleysið sem er fólgið í svona sköpun fannst Steinunni líka stórmerkilegt. „Maður getur sett inn ENDALAUST af dóti í leikinn, svo takmörkin eru bara hugurinn manns. Hvað dettur manni í hug að setja inní endalaust þrívítt rými sem er ekki til en er samt til og er alls staðar og samt hvergi, heima hjá öllum sem vilja spila leikinn en er samt ekki neins staðar?.. alveg magnað!,“ segir Steinunn að lokum um tölvuleikjaævintýrið.
Leikjavísir Menning Myndlist Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira