Einn „grjótharður“ ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2018 09:45 Árásin varð fyrir utan Subway við Hamraborg í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Ívar Smári Guðmundsson, 38 ára karlmaður, sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á veitingastaðnum Subway við Hamraborg í Kópavogi í janúar síðastliðnum. Aðalmeðferð í málinu lýkur síðar í mánuðinum en á sama tíma er tekið fyrir stórfellt fíkniefnalegabrot sem Ívar Smári er sakaður um og Vísir hefur fjallað um. Ívar Smári er sakaður um að hafa slegið 34 ára karlmann með flötum lófa í andlitið þannig að maðurinn féll aftur fyrir sig og lenti á gangstéttinni. Maðurinn sem fyrir árásinni varð komst í fréttirnar á dögunum þegar hann var sömuleiðis dæmdur í fangelsi fyrir að hafa meðal annars platað gjaldkera hjá Arion banka til að millifæra milljón krónur inn á reikning sinn.Blæddi inn á heila Afleiðingarnar, að því er segir í ákæru, voru þær að maðurinn hlaut bráða innanbastblæðingu við ennisblað heila hægra megin, innanskúbsblæðingu og litla marbletti á heila hægra megin. Auk þess fékk hann ótilfært brot í kúpubotni vinstra megin sem gekk upp eftir vinstra hnakkabeini. Farið er fram á 3,5 milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd brotaþolans í málinu. Framhald aðalmeðferðar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. nóvember. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan við fjórum vikum frá þeim tíma.Ívar Smári Guðmundsson.Fjölmargir dómar að baki Ívar Smári hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarna tvo áratugi. Árið 2006 komst hann í fréttirnar þegar hann strauk frá fangaflutningsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá afplánaði hann 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Þá hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm síðla sama árs fyrir fjölmörg brot, þar á meðal rán, fjársvik og fíkniefnabrot. Vakti athygli tilraun hans til ráns í Bónusvídeó í Hafnarfirði þar sem starfsstúlku tókst að læsa hann inni í herbergi vídeóleigunnar eftir að hann hafði komist yfir 1,5 milljón króna í reiðufé. Ívar Smári hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2015 fyrir þjófnað á tölvubúnaði úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá vakti athygli í júlí í fyrra þegar hann stofnaði fyrirtækið 4 grjótharðir ásamt þremur öðrum dæmdum ofbeldismönnum. Í lýsingu á fyrirtækinu segir að það hyggi á byggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Lítill rekstur virðist hafa verið af félaginu sem skilaði 131 þúsund krónum í tapi á síðasta ári en um var að ræða rekstrarkostnað af skrifstofu samkvæmt ársreikningi.Uppfært klukkan 13:14 Fyrirsögn var lítillega breytt til að skýra að verið væri að vísa til fyrirtækisins sem Ívar Smári stofnaði. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Ívar Smári Guðmundsson, 38 ára karlmaður, sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á veitingastaðnum Subway við Hamraborg í Kópavogi í janúar síðastliðnum. Aðalmeðferð í málinu lýkur síðar í mánuðinum en á sama tíma er tekið fyrir stórfellt fíkniefnalegabrot sem Ívar Smári er sakaður um og Vísir hefur fjallað um. Ívar Smári er sakaður um að hafa slegið 34 ára karlmann með flötum lófa í andlitið þannig að maðurinn féll aftur fyrir sig og lenti á gangstéttinni. Maðurinn sem fyrir árásinni varð komst í fréttirnar á dögunum þegar hann var sömuleiðis dæmdur í fangelsi fyrir að hafa meðal annars platað gjaldkera hjá Arion banka til að millifæra milljón krónur inn á reikning sinn.Blæddi inn á heila Afleiðingarnar, að því er segir í ákæru, voru þær að maðurinn hlaut bráða innanbastblæðingu við ennisblað heila hægra megin, innanskúbsblæðingu og litla marbletti á heila hægra megin. Auk þess fékk hann ótilfært brot í kúpubotni vinstra megin sem gekk upp eftir vinstra hnakkabeini. Farið er fram á 3,5 milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd brotaþolans í málinu. Framhald aðalmeðferðar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. nóvember. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan við fjórum vikum frá þeim tíma.Ívar Smári Guðmundsson.Fjölmargir dómar að baki Ívar Smári hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarna tvo áratugi. Árið 2006 komst hann í fréttirnar þegar hann strauk frá fangaflutningsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá afplánaði hann 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Þá hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm síðla sama árs fyrir fjölmörg brot, þar á meðal rán, fjársvik og fíkniefnabrot. Vakti athygli tilraun hans til ráns í Bónusvídeó í Hafnarfirði þar sem starfsstúlku tókst að læsa hann inni í herbergi vídeóleigunnar eftir að hann hafði komist yfir 1,5 milljón króna í reiðufé. Ívar Smári hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2015 fyrir þjófnað á tölvubúnaði úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá vakti athygli í júlí í fyrra þegar hann stofnaði fyrirtækið 4 grjótharðir ásamt þremur öðrum dæmdum ofbeldismönnum. Í lýsingu á fyrirtækinu segir að það hyggi á byggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Lítill rekstur virðist hafa verið af félaginu sem skilaði 131 þúsund krónum í tapi á síðasta ári en um var að ræða rekstrarkostnað af skrifstofu samkvæmt ársreikningi.Uppfært klukkan 13:14 Fyrirsögn var lítillega breytt til að skýra að verið væri að vísa til fyrirtækisins sem Ívar Smári stofnaði.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira