Kistubrot fundust við ljósleiðara í Víkurgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. nóvember 2018 06:15 Kistuleifar fundust í kverkinni vestan Landsímahússins, í norðausturhorni Víkurgarðs og bíða skráningar undir plasthlífum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það var engin beinagrind, heldur bara kistuleifar,“ segir Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur um fréttir af líkkistufundi með beinagrind á Landsímareitnum. Að sögn Jóhannesar Stefánssonar, framkvæmdastjóra Lindarvatns ehf., fundust viðarbútar vestan við Landsímahúsið, í kverkinni upp við Aðalstræti 11 þar sem Landsbankinn var áður í viðbyggingu frá 1967. Þar undir er mikið af ýmsum lögnum, meðal annars ljósleiðari sem þurfti að fjarlægja vegna jarðvegsskipta og steypuvinnu sem er að fara í gang.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdarstjóri Lindarvatns ehf.„Þar undir komu í ljós viðarbrot og þá stoppuðum við gröfuna, hringdum í Minjastofnun og sögðumst hafa fundið mögulegar minjar,“ segir Jóhannes. Minjastofnun stöðvaði síðan framkvæmdir á þessum afmarkaða bletti á byggingarreitnum. Minjastofnun fól Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, sem stýrði minjauppgreftri í Víkurgarði, að kanna málið. Vala segir ekki rétt sem fram hafi komið í Morgunblaðinu að fundist hafi kista og beinagrind undir Landsímahúsinu. „Það var ekki það sem gerðist heldur fundum við kistubrot í lagnaskurði,“ segir Vala. Engin bein hafi fundist. „Við mælum upp, teiknum, ljósmyndum og skráum og mokum svo yfir því þetta er náttúrlega ekki á framkvæmdasvæðinu heldur var bara verið að skipta um lagnir og setja í hólka,“ segir Vala. Aðspurð segist hún telja kistuna vera frá sautjándu eða átjándu öld.Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur.Fréttablaðið/StefánFyrir átta dögum vísaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar vegna byggingarleyfis sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík veitti í maí fyrir áformaðri hótelbyggingu á Landsímareitnum. Í september hafði úrskurðarnefndin vísað frá sambærilegri kæru félagsins Kvosarinnar, sem er félagsskapur hóps sem einnig hefur kallað sig Varðmenn Víkurgarðs. Báðum kærunum var vísað frá nefndinni þar sem þessir kærendur eru ekki taldir eiga aðild að málinu. Sóknarnefndin taldi sig eiga aðild að málinu, meðal annars þar sem Dómkirkjan hefði eignar- og umráðarétt yfir landi Víkurgarðs. „Hinn 15. ágúst 2018 var móttekið til þinglýsingar skjal undirritað af ráðherra Íslands, dags. 21. október 1904. Kunngjörir ráðherra þar að Reykjavíkurkaupstað sé afsöluð lóð kirkjugarðs í Reykjavík er lagður hefði verið niður á árinu 1837. Var skjalið fært inn í þinglýsingarbækur 6. september 2018. Getur sóknarnefnd Dómkirkjunnar því ekki byggt aðild sína á eignar- og umráðarétti yfir Víkurgarði,“ segir úrskurðarnefndin meðal annars. Fornminjar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Það var engin beinagrind, heldur bara kistuleifar,“ segir Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur um fréttir af líkkistufundi með beinagrind á Landsímareitnum. Að sögn Jóhannesar Stefánssonar, framkvæmdastjóra Lindarvatns ehf., fundust viðarbútar vestan við Landsímahúsið, í kverkinni upp við Aðalstræti 11 þar sem Landsbankinn var áður í viðbyggingu frá 1967. Þar undir er mikið af ýmsum lögnum, meðal annars ljósleiðari sem þurfti að fjarlægja vegna jarðvegsskipta og steypuvinnu sem er að fara í gang.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdarstjóri Lindarvatns ehf.„Þar undir komu í ljós viðarbrot og þá stoppuðum við gröfuna, hringdum í Minjastofnun og sögðumst hafa fundið mögulegar minjar,“ segir Jóhannes. Minjastofnun stöðvaði síðan framkvæmdir á þessum afmarkaða bletti á byggingarreitnum. Minjastofnun fól Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, sem stýrði minjauppgreftri í Víkurgarði, að kanna málið. Vala segir ekki rétt sem fram hafi komið í Morgunblaðinu að fundist hafi kista og beinagrind undir Landsímahúsinu. „Það var ekki það sem gerðist heldur fundum við kistubrot í lagnaskurði,“ segir Vala. Engin bein hafi fundist. „Við mælum upp, teiknum, ljósmyndum og skráum og mokum svo yfir því þetta er náttúrlega ekki á framkvæmdasvæðinu heldur var bara verið að skipta um lagnir og setja í hólka,“ segir Vala. Aðspurð segist hún telja kistuna vera frá sautjándu eða átjándu öld.Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur.Fréttablaðið/StefánFyrir átta dögum vísaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar vegna byggingarleyfis sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík veitti í maí fyrir áformaðri hótelbyggingu á Landsímareitnum. Í september hafði úrskurðarnefndin vísað frá sambærilegri kæru félagsins Kvosarinnar, sem er félagsskapur hóps sem einnig hefur kallað sig Varðmenn Víkurgarðs. Báðum kærunum var vísað frá nefndinni þar sem þessir kærendur eru ekki taldir eiga aðild að málinu. Sóknarnefndin taldi sig eiga aðild að málinu, meðal annars þar sem Dómkirkjan hefði eignar- og umráðarétt yfir landi Víkurgarðs. „Hinn 15. ágúst 2018 var móttekið til þinglýsingar skjal undirritað af ráðherra Íslands, dags. 21. október 1904. Kunngjörir ráðherra þar að Reykjavíkurkaupstað sé afsöluð lóð kirkjugarðs í Reykjavík er lagður hefði verið niður á árinu 1837. Var skjalið fært inn í þinglýsingarbækur 6. september 2018. Getur sóknarnefnd Dómkirkjunnar því ekki byggt aðild sína á eignar- og umráðarétti yfir Víkurgarði,“ segir úrskurðarnefndin meðal annars.
Fornminjar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira