Geggjað ef Selfoss yrði jólabær Íslands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2018 19:45 Eitt hús ber af á Selfossi þegar jólaskreytingar eru annars vegar en það er hús er kallað jólahúsið við Austurveginn þar sem þjóðvegur eitt liggur í gegnum Selfoss. Húsmóðirin á heimilinu segir að með þessu sé fjölskyldan að halda í jólabarnið í sér og henni finnst ekkert of snemmt að kveikja jólaljósin um miðjan nóvember. Það eru hjónin Gísli Þór Guðmundsson og Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir sem eiga og búa í húsinu, ásamt börnum sínum og hundi. Á neðri hæðinni er Sólveig Ósk með hárgreiðslustofu. Hún segist vera mikið jólabarn og elski jólaskreytingar og jólin. „Þetta gefur okkur rosalega mikið því okkur finnst þetta öllum svo gaman, annars værum við ekki að þessu, maður verður að halda í barnið í sér“, segir Sólveig Ósk.Sólveig Ósk segist vera mikið jólabarn og vill helst gera Selfoss að jólabæ Íslands.Magnús HlynurHús Gísla Þórs og Sólveigar Óskar fær mikla athygli út af fallegu jólaskreytingunum. „Það er mjög gaman að sjá hvað fólk fylgist með húsinu og er duglegt að taka myndir. Það sjá allir húsið sem keyra hérna fram hjá enda er húsið við þjóðveg númer eitt. Útlendingar ganga aðallega að húsinu og taka myndir af sér við húsið, spyrja ekkert um leyfi, , það er allt í lagi. Það vantar bara jólasvein í ruggustólinn ef einhver býður sig fram“, segir Sólveig Ósk kát og hress. Hún segist vera ánægð með hvað Selfyssingar eru duglegir að skreyta fyrir jólin, hvort sem það er við heimili fólks eða hjá fyrirtækjum. „Já, ég er mjög ánægð með okkar bæ allavega, ég væri alveg til í að bærinn myndi breytast í jólabæ ef allir myndu vera duglegir eins og við, það væri alveg geggjað“, bætir Sólveig Ósk við. Jólaskraut Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Eitt hús ber af á Selfossi þegar jólaskreytingar eru annars vegar en það er hús er kallað jólahúsið við Austurveginn þar sem þjóðvegur eitt liggur í gegnum Selfoss. Húsmóðirin á heimilinu segir að með þessu sé fjölskyldan að halda í jólabarnið í sér og henni finnst ekkert of snemmt að kveikja jólaljósin um miðjan nóvember. Það eru hjónin Gísli Þór Guðmundsson og Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir sem eiga og búa í húsinu, ásamt börnum sínum og hundi. Á neðri hæðinni er Sólveig Ósk með hárgreiðslustofu. Hún segist vera mikið jólabarn og elski jólaskreytingar og jólin. „Þetta gefur okkur rosalega mikið því okkur finnst þetta öllum svo gaman, annars værum við ekki að þessu, maður verður að halda í barnið í sér“, segir Sólveig Ósk.Sólveig Ósk segist vera mikið jólabarn og vill helst gera Selfoss að jólabæ Íslands.Magnús HlynurHús Gísla Þórs og Sólveigar Óskar fær mikla athygli út af fallegu jólaskreytingunum. „Það er mjög gaman að sjá hvað fólk fylgist með húsinu og er duglegt að taka myndir. Það sjá allir húsið sem keyra hérna fram hjá enda er húsið við þjóðveg númer eitt. Útlendingar ganga aðallega að húsinu og taka myndir af sér við húsið, spyrja ekkert um leyfi, , það er allt í lagi. Það vantar bara jólasvein í ruggustólinn ef einhver býður sig fram“, segir Sólveig Ósk kát og hress. Hún segist vera ánægð með hvað Selfyssingar eru duglegir að skreyta fyrir jólin, hvort sem það er við heimili fólks eða hjá fyrirtækjum. „Já, ég er mjög ánægð með okkar bæ allavega, ég væri alveg til í að bærinn myndi breytast í jólabæ ef allir myndu vera duglegir eins og við, það væri alveg geggjað“, bætir Sólveig Ósk við.
Jólaskraut Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira