Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2018 16:26 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands. EPA/WILL OLIVER Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir að verði þau drög að Brexit-samningi sem nú eru til viðræðna samþykkt, yrði það hrikalegt fyrir Skotland. Drögin fela í sér að Norður-Írland fái að vera áfram innan innri markaða Evrópusambandsins og að slíkt myndi vera ósanngjarnt gagnvart Skotlandi. Ríkisstjórn Sturgeon vill einnig vera innan innri markaða ESB. „Þetta yrði hrikalegt varðandi fjárfestingu og störf í Skotlandi,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Sturgeon.Þetta sagði Sturgeon í viðtali við fjölmiðla í Skotlandi og hún sagði enn fremur að þessi niðurstaða yrði sú versta af öllum. Þá sagði forsætisráðherrann að breska þingið gæti enn kosið gegn samkomulaginu og á væri hægt að leita betri lausna, eins og mögulegri áframhaldandi aðkomu alls Bretlands að innri markaði og tollasamastarfi ESB.WATCH: @NicolaSturgeon tells me a #Brexit deal which would leave Scotland outside the single market competing for investment and jobs with Northern Ireland would be the "worst of all possible worlds.'' pic.twitter.com/0x7IthUIAS — kathryn samson (@kathsamsonitv) November 14, 2018 AFP hefur einnig eftir þingmanninum Ross Thompson, sem er í íhaldsflokki Theresu May, að drögin séu óásættanleg. Hann segist hafa barist af mikilli hörku fyrir því að Skotland fengi ekki sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2014. Hins vegar væri þetta samkomulag í raun að slíta Bretlandi upp með því að veita Norður-Írlandi undanþágu og áframhaldandi aðgang að innri mörkuðum ESB. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 kusu 63 prósent Skota að vera áfram í ESB á meðan niðurstaðan yfir allt Bretland var sú að 52 prósent vildu yfirgefa sambandið. Tveimur árum höfðu 55 prósent Skota kosið að vera áfram í Bretlandi. Sturgeon segir að Brexit hafi breytt aðstæðum Skota verulega en enn sem komið er hefur hún ekki boðað til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Skotland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir að verði þau drög að Brexit-samningi sem nú eru til viðræðna samþykkt, yrði það hrikalegt fyrir Skotland. Drögin fela í sér að Norður-Írland fái að vera áfram innan innri markaða Evrópusambandsins og að slíkt myndi vera ósanngjarnt gagnvart Skotlandi. Ríkisstjórn Sturgeon vill einnig vera innan innri markaða ESB. „Þetta yrði hrikalegt varðandi fjárfestingu og störf í Skotlandi,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Sturgeon.Þetta sagði Sturgeon í viðtali við fjölmiðla í Skotlandi og hún sagði enn fremur að þessi niðurstaða yrði sú versta af öllum. Þá sagði forsætisráðherrann að breska þingið gæti enn kosið gegn samkomulaginu og á væri hægt að leita betri lausna, eins og mögulegri áframhaldandi aðkomu alls Bretlands að innri markaði og tollasamastarfi ESB.WATCH: @NicolaSturgeon tells me a #Brexit deal which would leave Scotland outside the single market competing for investment and jobs with Northern Ireland would be the "worst of all possible worlds.'' pic.twitter.com/0x7IthUIAS — kathryn samson (@kathsamsonitv) November 14, 2018 AFP hefur einnig eftir þingmanninum Ross Thompson, sem er í íhaldsflokki Theresu May, að drögin séu óásættanleg. Hann segist hafa barist af mikilli hörku fyrir því að Skotland fengi ekki sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2014. Hins vegar væri þetta samkomulag í raun að slíta Bretlandi upp með því að veita Norður-Írlandi undanþágu og áframhaldandi aðgang að innri mörkuðum ESB. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 kusu 63 prósent Skota að vera áfram í ESB á meðan niðurstaðan yfir allt Bretland var sú að 52 prósent vildu yfirgefa sambandið. Tveimur árum höfðu 55 prósent Skota kosið að vera áfram í Bretlandi. Sturgeon segir að Brexit hafi breytt aðstæðum Skota verulega en enn sem komið er hefur hún ekki boðað til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Skotland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira