Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginn Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2018 23:00 Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. AP/NASA Mars fær nýjan gest á mánudaginn og er það í fyrsta sinn frá árinu 2012. Lendingarfar NASA, InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. InSight er meðal annars ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka sýni þaðan og að kortleggja Mars inn að kjarna. Þó enn séu fimm dagar í að geimskipið á að lenda er það þó í rúmlega 1,3 milljóna kílómetra fjarlægð fyrir yfirborði Mars, þegar þetta er skrifað. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Í samtali við AP fréttaveituna segja vísindamenn NASA að það verði að gefa Insight lokaskipanir einni og hálfri klukkustund fyrir lendingu.„Það er ástæða fyrir því að verkfræðingar kalla lendingu á Mars „Sjö mínútur í helvíti,“ segir Rob Grover, sem er yfirmaður lendingarferlis InShight. „Við getum ekki stýrt lendingunni, svo við verðum að reiða á skipanir sem við höfum þegar forritað í geimfarið. Við höfum varið árum í að prófa áætlanir okkar, lært af öðrum lendingum og kynnt okkur allar þær aðstæður sem Mars getur boðið upp á og við verðum á varðbergi þar til InSight er komið á sitt nýja heimili í Elysium Planitia-svæði Mars.“Fylgjast má með stöðu InSight og sjá frekari upplýsingar á vef geimfarsins.Þegar á hólminn er komið munu vísindamennirnir þó líklegast ekki vita hvort lendingin hafi tekist fyrr en átta mínútum eftir að af henni varð. Haft er eftir Thomas Zurbuchen, einum af yfirmönnum vísindadeildar geimvísindastofnunarinnar, á vef NASA að mjög erfitt sé að lenda geimfari á Mars. Það þarfnist hæfileika, æfingar og vilja.„Hafandi í huga að okkar metnaðarfulla markmið er að koma manneskjum til tunglsins og síðan til Mars, þá veit ég að okkar ótrúlega teymi, eina teymið í heiminum sem hefur tekist að lenda geimfar á yfirborði Mars, mun gera allt sem það getur til að lenda InSight á rauðu plánetunni.“ Hér má sjá nokkra af vísindamönnum NASA ræða hvernig lendingin mun fara fram.Eins og áður segir lenti síðasti gestur á Mars árið 2012 og var það hið víðfræga far Curiosity. Mörg sýni hafa verið tekin með því fari en InSight er ætlað að kíkja undir yfirborð Mars. Eftir lendingu mun það þó taka þrjá mánuði að undirbúa vísindaleiðangra InSight og búnaðinn sem farið býr yfir. Það fyrsta sem farið mun þó gera er að taka mynd og senda til jarðarinnar. Hún mun að öllum líkindum vera birt á Twitter-síðu InSight.InSight er búið margvíslegum tækjum og tólum. Meðal þess sem vísindamenn ætla sér að kanna með farinu er hvernig plánetur verða til og þróast. Þar að auki verður farið notað til að kanna skjálftavirkni á Mars og hve oft loftsteinar lenda á plánetunni. Hér má sjá vísindamenn ræða hvaða upplýsingar þeir vonast til þess að fá frá InSight.InSight var skotið á loft frá vesturströnd Bandaríkjanna þann 5. maí. Sama eldflaug var þó notuð til að skjóta tveimur öðrum smáförum á loft sem eru einnig á leiðinni til Mars. Þar er um að ræða tvo CubeSat gervihnetti sem eru þó ekki nema á við skjalatöskur að stærð. Markmið NASA er að gera tilraunir með nýja tegund sendinga út í geim og er þetta í fyrsta sinn sem tilraun með CubeSat fer fram við aðra plánetu en jörðina. Vísindamenn NASA vonast til þess að gervihnettirnir geti sent upplýsingar um lendingarferli InSight á Mars til jarðarinnar nánast í rauntíma. Hér má sjá útskýringarmyndband um hvernig gervihnettirnir virka. Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Mars fær nýjan gest á mánudaginn og er það í fyrsta sinn frá árinu 2012. Lendingarfar NASA, InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. InSight er meðal annars ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka sýni þaðan og að kortleggja Mars inn að kjarna. Þó enn séu fimm dagar í að geimskipið á að lenda er það þó í rúmlega 1,3 milljóna kílómetra fjarlægð fyrir yfirborði Mars, þegar þetta er skrifað. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Í samtali við AP fréttaveituna segja vísindamenn NASA að það verði að gefa Insight lokaskipanir einni og hálfri klukkustund fyrir lendingu.„Það er ástæða fyrir því að verkfræðingar kalla lendingu á Mars „Sjö mínútur í helvíti,“ segir Rob Grover, sem er yfirmaður lendingarferlis InShight. „Við getum ekki stýrt lendingunni, svo við verðum að reiða á skipanir sem við höfum þegar forritað í geimfarið. Við höfum varið árum í að prófa áætlanir okkar, lært af öðrum lendingum og kynnt okkur allar þær aðstæður sem Mars getur boðið upp á og við verðum á varðbergi þar til InSight er komið á sitt nýja heimili í Elysium Planitia-svæði Mars.“Fylgjast má með stöðu InSight og sjá frekari upplýsingar á vef geimfarsins.Þegar á hólminn er komið munu vísindamennirnir þó líklegast ekki vita hvort lendingin hafi tekist fyrr en átta mínútum eftir að af henni varð. Haft er eftir Thomas Zurbuchen, einum af yfirmönnum vísindadeildar geimvísindastofnunarinnar, á vef NASA að mjög erfitt sé að lenda geimfari á Mars. Það þarfnist hæfileika, æfingar og vilja.„Hafandi í huga að okkar metnaðarfulla markmið er að koma manneskjum til tunglsins og síðan til Mars, þá veit ég að okkar ótrúlega teymi, eina teymið í heiminum sem hefur tekist að lenda geimfar á yfirborði Mars, mun gera allt sem það getur til að lenda InSight á rauðu plánetunni.“ Hér má sjá nokkra af vísindamönnum NASA ræða hvernig lendingin mun fara fram.Eins og áður segir lenti síðasti gestur á Mars árið 2012 og var það hið víðfræga far Curiosity. Mörg sýni hafa verið tekin með því fari en InSight er ætlað að kíkja undir yfirborð Mars. Eftir lendingu mun það þó taka þrjá mánuði að undirbúa vísindaleiðangra InSight og búnaðinn sem farið býr yfir. Það fyrsta sem farið mun þó gera er að taka mynd og senda til jarðarinnar. Hún mun að öllum líkindum vera birt á Twitter-síðu InSight.InSight er búið margvíslegum tækjum og tólum. Meðal þess sem vísindamenn ætla sér að kanna með farinu er hvernig plánetur verða til og þróast. Þar að auki verður farið notað til að kanna skjálftavirkni á Mars og hve oft loftsteinar lenda á plánetunni. Hér má sjá vísindamenn ræða hvaða upplýsingar þeir vonast til þess að fá frá InSight.InSight var skotið á loft frá vesturströnd Bandaríkjanna þann 5. maí. Sama eldflaug var þó notuð til að skjóta tveimur öðrum smáförum á loft sem eru einnig á leiðinni til Mars. Þar er um að ræða tvo CubeSat gervihnetti sem eru þó ekki nema á við skjalatöskur að stærð. Markmið NASA er að gera tilraunir með nýja tegund sendinga út í geim og er þetta í fyrsta sinn sem tilraun með CubeSat fer fram við aðra plánetu en jörðina. Vísindamenn NASA vonast til þess að gervihnettirnir geti sent upplýsingar um lendingarferli InSight á Mars til jarðarinnar nánast í rauntíma. Hér má sjá útskýringarmyndband um hvernig gervihnettirnir virka.
Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira