Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 12:00 Birgitta Jónsdóttir, fyrrum formaður þingflokks Borgarahreyfingarinnar, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. Flokkarnir þrír eru Borgarahreyfingin, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins en þeir eru merktir inn á graf sem sýnir hvaða popúlistaflokkar hafa fengið atkvæði í kosningum í Evrópu undanfarin tuttugu ár.„Hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni“ Á grafinu er Miðflokkurinn staðsettur lengst til vinstri á vinstri/hægri ásnum og Borgarahreyfingin lengst til hægri. Leiða má líkum að því að þarna gæti einhvers misskilnings í úttektinni þar sem Miðflokkurinn er frekar skilgreindur sem hægri flokkur og Borgarahreyfingin sem vinstri flokkur. Á milli þeirra er svo Flokkur fólksins sem skilgreindur er frekar til vinstri en hægri. Í umfjöllun Guardian eru popúlistaflokkar skilgreindir á eftirfarandi hátt: „Flokkar sem styðja þá hugmyndafræði að samfélagið skiptist í tvo einsleita hópa sem eru andsnúnir hvor öðrum, það er „hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni,“ og færa flokkarnir rök fyrir því að stjórnmál eigi að snúast um almennan vilja fólks (volonté générale).“Píratar ekki popúlistaflokkur samkvæmt Guardian Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur sem var Guardian innan handar varðandi Íslandshluta úttektarinnar, segir að auk fyrrnefndra flokka hafi Píratar haft popúlískar tilhneigingar, samkvæmt skilgreiningu Guardian. Hann bendir á að mat kjósenda liggi ekki fyrir hendi varðandi hvort einstaka flokkar séu popúlískir, það sé mat rannsóknarmanna. „Mikilvægt er að hafa í huga þá skilgreiningu sem notuð er hverju sinni. Skilgreining á borð við þá sem Guardian notar er algeng í stjórnmálafræði, en oft er hugtakið notað losaralega í almennri umræðu, stundum bara um popúlíska, þjóðernissinnaða hægri flokka. En skv. skilgreiningu Guardian geta popúlískir flokkar verið til hægri, til vinstri eða á miðjunni. Þeir geta verið þjóðernissinnaðir eða ekki, andvígir innflytjendum eða ekki, o.s.frv.“ Segja má að flokkurinn sé nokkurs konar óskilgetið afkvæmi Borgarahreyfingarinnar, ekki aðeins þegar litið er til stefnumála heldur einnig þess að Birgitta Jónsdóttir, sem kom að stofnun Pírata, var ein af þeim þingmönnum Borgarahreyfingarinnar sem náði kjöri á þing árið 2009. Flokkurinn var meðal annars sagður popúlistaflokkur í umfjöllun Time í tengslum við þingkosningarnar 2016. Ólafur segist það álitamál hvort Píratar séu popúlískur flokkur en sjálfur hafi hann ekki gengið svo langt. Kallar hann eftir fekari rannsóknum. Auk Ólafs var stjórnmálafræðingurinn Hulda Þórisdóttir Guardian innan handar við úttektina varðandi þá þætti sem sneru að Íslandi.Popúlistar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á tuttugu árum Umfjöllun Guardian er eins og áður segir ítarleg en í henni kemur meðal annars fram að einn af hverjum fjórum Evrópubúum kýs popúlistaflokka. Þannig hafa popúlistaflokkar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á síðustu tuttugu árum og fengið það mikið fylgi að leiðtogar þeirra hafa komist í ríkisstjórnir í alls ellefu löndum. Þar á meðal er Noregur þar sem Framfaraflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn síðan árið 2013.Fréttin var uppfærð klukkan 15:48 með viðbrögðum Ólafs Þ. Harðarsonar við úttekt Guardian. Hvorki hafði náðst í Ólaf né Huldu við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. Flokkarnir þrír eru Borgarahreyfingin, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins en þeir eru merktir inn á graf sem sýnir hvaða popúlistaflokkar hafa fengið atkvæði í kosningum í Evrópu undanfarin tuttugu ár.„Hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni“ Á grafinu er Miðflokkurinn staðsettur lengst til vinstri á vinstri/hægri ásnum og Borgarahreyfingin lengst til hægri. Leiða má líkum að því að þarna gæti einhvers misskilnings í úttektinni þar sem Miðflokkurinn er frekar skilgreindur sem hægri flokkur og Borgarahreyfingin sem vinstri flokkur. Á milli þeirra er svo Flokkur fólksins sem skilgreindur er frekar til vinstri en hægri. Í umfjöllun Guardian eru popúlistaflokkar skilgreindir á eftirfarandi hátt: „Flokkar sem styðja þá hugmyndafræði að samfélagið skiptist í tvo einsleita hópa sem eru andsnúnir hvor öðrum, það er „hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni,“ og færa flokkarnir rök fyrir því að stjórnmál eigi að snúast um almennan vilja fólks (volonté générale).“Píratar ekki popúlistaflokkur samkvæmt Guardian Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur sem var Guardian innan handar varðandi Íslandshluta úttektarinnar, segir að auk fyrrnefndra flokka hafi Píratar haft popúlískar tilhneigingar, samkvæmt skilgreiningu Guardian. Hann bendir á að mat kjósenda liggi ekki fyrir hendi varðandi hvort einstaka flokkar séu popúlískir, það sé mat rannsóknarmanna. „Mikilvægt er að hafa í huga þá skilgreiningu sem notuð er hverju sinni. Skilgreining á borð við þá sem Guardian notar er algeng í stjórnmálafræði, en oft er hugtakið notað losaralega í almennri umræðu, stundum bara um popúlíska, þjóðernissinnaða hægri flokka. En skv. skilgreiningu Guardian geta popúlískir flokkar verið til hægri, til vinstri eða á miðjunni. Þeir geta verið þjóðernissinnaðir eða ekki, andvígir innflytjendum eða ekki, o.s.frv.“ Segja má að flokkurinn sé nokkurs konar óskilgetið afkvæmi Borgarahreyfingarinnar, ekki aðeins þegar litið er til stefnumála heldur einnig þess að Birgitta Jónsdóttir, sem kom að stofnun Pírata, var ein af þeim þingmönnum Borgarahreyfingarinnar sem náði kjöri á þing árið 2009. Flokkurinn var meðal annars sagður popúlistaflokkur í umfjöllun Time í tengslum við þingkosningarnar 2016. Ólafur segist það álitamál hvort Píratar séu popúlískur flokkur en sjálfur hafi hann ekki gengið svo langt. Kallar hann eftir fekari rannsóknum. Auk Ólafs var stjórnmálafræðingurinn Hulda Þórisdóttir Guardian innan handar við úttektina varðandi þá þætti sem sneru að Íslandi.Popúlistar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á tuttugu árum Umfjöllun Guardian er eins og áður segir ítarleg en í henni kemur meðal annars fram að einn af hverjum fjórum Evrópubúum kýs popúlistaflokka. Þannig hafa popúlistaflokkar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á síðustu tuttugu árum og fengið það mikið fylgi að leiðtogar þeirra hafa komist í ríkisstjórnir í alls ellefu löndum. Þar á meðal er Noregur þar sem Framfaraflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn síðan árið 2013.Fréttin var uppfærð klukkan 15:48 með viðbrögðum Ólafs Þ. Harðarsonar við úttekt Guardian. Hvorki hafði náðst í Ólaf né Huldu við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira