Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 12:00 Birgitta Jónsdóttir, fyrrum formaður þingflokks Borgarahreyfingarinnar, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. Flokkarnir þrír eru Borgarahreyfingin, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins en þeir eru merktir inn á graf sem sýnir hvaða popúlistaflokkar hafa fengið atkvæði í kosningum í Evrópu undanfarin tuttugu ár.„Hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni“ Á grafinu er Miðflokkurinn staðsettur lengst til vinstri á vinstri/hægri ásnum og Borgarahreyfingin lengst til hægri. Leiða má líkum að því að þarna gæti einhvers misskilnings í úttektinni þar sem Miðflokkurinn er frekar skilgreindur sem hægri flokkur og Borgarahreyfingin sem vinstri flokkur. Á milli þeirra er svo Flokkur fólksins sem skilgreindur er frekar til vinstri en hægri. Í umfjöllun Guardian eru popúlistaflokkar skilgreindir á eftirfarandi hátt: „Flokkar sem styðja þá hugmyndafræði að samfélagið skiptist í tvo einsleita hópa sem eru andsnúnir hvor öðrum, það er „hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni,“ og færa flokkarnir rök fyrir því að stjórnmál eigi að snúast um almennan vilja fólks (volonté générale).“Píratar ekki popúlistaflokkur samkvæmt Guardian Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur sem var Guardian innan handar varðandi Íslandshluta úttektarinnar, segir að auk fyrrnefndra flokka hafi Píratar haft popúlískar tilhneigingar, samkvæmt skilgreiningu Guardian. Hann bendir á að mat kjósenda liggi ekki fyrir hendi varðandi hvort einstaka flokkar séu popúlískir, það sé mat rannsóknarmanna. „Mikilvægt er að hafa í huga þá skilgreiningu sem notuð er hverju sinni. Skilgreining á borð við þá sem Guardian notar er algeng í stjórnmálafræði, en oft er hugtakið notað losaralega í almennri umræðu, stundum bara um popúlíska, þjóðernissinnaða hægri flokka. En skv. skilgreiningu Guardian geta popúlískir flokkar verið til hægri, til vinstri eða á miðjunni. Þeir geta verið þjóðernissinnaðir eða ekki, andvígir innflytjendum eða ekki, o.s.frv.“ Segja má að flokkurinn sé nokkurs konar óskilgetið afkvæmi Borgarahreyfingarinnar, ekki aðeins þegar litið er til stefnumála heldur einnig þess að Birgitta Jónsdóttir, sem kom að stofnun Pírata, var ein af þeim þingmönnum Borgarahreyfingarinnar sem náði kjöri á þing árið 2009. Flokkurinn var meðal annars sagður popúlistaflokkur í umfjöllun Time í tengslum við þingkosningarnar 2016. Ólafur segist það álitamál hvort Píratar séu popúlískur flokkur en sjálfur hafi hann ekki gengið svo langt. Kallar hann eftir fekari rannsóknum. Auk Ólafs var stjórnmálafræðingurinn Hulda Þórisdóttir Guardian innan handar við úttektina varðandi þá þætti sem sneru að Íslandi.Popúlistar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á tuttugu árum Umfjöllun Guardian er eins og áður segir ítarleg en í henni kemur meðal annars fram að einn af hverjum fjórum Evrópubúum kýs popúlistaflokka. Þannig hafa popúlistaflokkar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á síðustu tuttugu árum og fengið það mikið fylgi að leiðtogar þeirra hafa komist í ríkisstjórnir í alls ellefu löndum. Þar á meðal er Noregur þar sem Framfaraflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn síðan árið 2013.Fréttin var uppfærð klukkan 15:48 með viðbrögðum Ólafs Þ. Harðarsonar við úttekt Guardian. Hvorki hafði náðst í Ólaf né Huldu við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. Flokkarnir þrír eru Borgarahreyfingin, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins en þeir eru merktir inn á graf sem sýnir hvaða popúlistaflokkar hafa fengið atkvæði í kosningum í Evrópu undanfarin tuttugu ár.„Hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni“ Á grafinu er Miðflokkurinn staðsettur lengst til vinstri á vinstri/hægri ásnum og Borgarahreyfingin lengst til hægri. Leiða má líkum að því að þarna gæti einhvers misskilnings í úttektinni þar sem Miðflokkurinn er frekar skilgreindur sem hægri flokkur og Borgarahreyfingin sem vinstri flokkur. Á milli þeirra er svo Flokkur fólksins sem skilgreindur er frekar til vinstri en hægri. Í umfjöllun Guardian eru popúlistaflokkar skilgreindir á eftirfarandi hátt: „Flokkar sem styðja þá hugmyndafræði að samfélagið skiptist í tvo einsleita hópa sem eru andsnúnir hvor öðrum, það er „hreina fólkið“ gegn „spilltu elítunni,“ og færa flokkarnir rök fyrir því að stjórnmál eigi að snúast um almennan vilja fólks (volonté générale).“Píratar ekki popúlistaflokkur samkvæmt Guardian Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur sem var Guardian innan handar varðandi Íslandshluta úttektarinnar, segir að auk fyrrnefndra flokka hafi Píratar haft popúlískar tilhneigingar, samkvæmt skilgreiningu Guardian. Hann bendir á að mat kjósenda liggi ekki fyrir hendi varðandi hvort einstaka flokkar séu popúlískir, það sé mat rannsóknarmanna. „Mikilvægt er að hafa í huga þá skilgreiningu sem notuð er hverju sinni. Skilgreining á borð við þá sem Guardian notar er algeng í stjórnmálafræði, en oft er hugtakið notað losaralega í almennri umræðu, stundum bara um popúlíska, þjóðernissinnaða hægri flokka. En skv. skilgreiningu Guardian geta popúlískir flokkar verið til hægri, til vinstri eða á miðjunni. Þeir geta verið þjóðernissinnaðir eða ekki, andvígir innflytjendum eða ekki, o.s.frv.“ Segja má að flokkurinn sé nokkurs konar óskilgetið afkvæmi Borgarahreyfingarinnar, ekki aðeins þegar litið er til stefnumála heldur einnig þess að Birgitta Jónsdóttir, sem kom að stofnun Pírata, var ein af þeim þingmönnum Borgarahreyfingarinnar sem náði kjöri á þing árið 2009. Flokkurinn var meðal annars sagður popúlistaflokkur í umfjöllun Time í tengslum við þingkosningarnar 2016. Ólafur segist það álitamál hvort Píratar séu popúlískur flokkur en sjálfur hafi hann ekki gengið svo langt. Kallar hann eftir fekari rannsóknum. Auk Ólafs var stjórnmálafræðingurinn Hulda Þórisdóttir Guardian innan handar við úttektina varðandi þá þætti sem sneru að Íslandi.Popúlistar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á tuttugu árum Umfjöllun Guardian er eins og áður segir ítarleg en í henni kemur meðal annars fram að einn af hverjum fjórum Evrópubúum kýs popúlistaflokka. Þannig hafa popúlistaflokkar þrefaldað fylgi sitt í Evrópu á síðustu tuttugu árum og fengið það mikið fylgi að leiðtogar þeirra hafa komist í ríkisstjórnir í alls ellefu löndum. Þar á meðal er Noregur þar sem Framfaraflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn síðan árið 2013.Fréttin var uppfærð klukkan 15:48 með viðbrögðum Ólafs Þ. Harðarsonar við úttekt Guardian. Hvorki hafði náðst í Ólaf né Huldu við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira