Tveir af vögnum lestarinnar fóru út af sporinu skömmu eftir klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, nærri Vacarisses, um 45 kílómetrum norðvestur af Barcelona. Lestin var á leið milli borganna Terrassa og Manresa.
Talsmaður lestarfélagsins Renfe sagði aurskriðu um að kenna, en mikil úrkoma hefur verið á svæðinu síðustu daga.
Í frétt Sky segir að fimm manns hafi verið fluttir á sjúkrahús vegna slyssins. Þá hafi á fimmta tug manna slasast lítillega.
Alls voru 131 maður um borð í lestinni þegar slysið varð.